Dómsmálaráðherra boðar breyttan raunveruleika brugghúsa Dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag frumvarp sem heimilar smærri brugghúsum að selja áfengi á staðnum. Fjármálaráðherra vill ganga enn lengra og einfaldlega leyfa vefverslun með áfengi. 25.3.2022 22:21
Þingmenn þurfa að fara út í sjoppu ef Monster selst illa Ný klukka, betri stólar, textavél og orkudrykkir. Nýir alþingismenn mættu svo sem alveg viðra óskir um bættan aðbúnað beint við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra, segir hún, en fagnar þó opinberri umræðu um starfsumhverfi þingmanna. 24.3.2022 23:31
Tökustaðir stærsta erlenda kvikmyndaverkefnis í sögu borgarinnar Hluti miðbæjar Reykjavíkur verður í stutta stund undirlagður tökuliði vegna stórmyndar sem tekin verður upp hér í apríl. Þetta er stærsta erlenda kvikmyndaverkefni í sögu Reykjavíkur. 24.3.2022 22:01
„Svo mikil hundalógík að það er eiginlega ekki hægt að svara þessu“ Fjármálaráðherra segir að hátt söluverð hafi ekki verið eina markmiðið með sölu Íslandsbanka. Hann segir þingmann Pírata stunda hundalógík, þegar hann segir bankann hafa verið seldan á undirverði. 24.3.2022 11:53
Getur orðið svakalega þungt fyrir Hildi Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, telur að kosningabaráttan fram undan geti orðið þung fyrir nýkjörinn oddvita Sjálfstæðisflokksins, Hildi Björnsdóttur. Jón var ásamt Sigmari Vilhjálmssyni athafnamanni gestur í nýrri útgáfu Íslands í dag, sem verður héðan af í beinni á mánudagskvöldum eftir fréttir. 22.3.2022 10:01
Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15.3.2022 23:01
Lét tilleiðast og tók umdeilt frumvarp af dagskrá Heilbrigðisráðherra tók í dag umdeilt frumvarp um réttindi sjúklinga af dagskrá þingsins eftir mikla gagnrýni um samráðsleysi við sjúklingana sem það hefði áhrif á. 15.3.2022 20:30
Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. 15.3.2022 11:24
Meirihlutinn telur óþarft að grípa strax til aðgerða vegna verðbólguhækkana Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag og sökuðu hana um andvararleysi gagnvart verðbólgu og verðhækkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa tafarlaust inn í en þingmaður Vinstri grænna segir óþarft að grípa strax til aðgerða. 14.3.2022 23:43
Reykvíkingar fara sjálfir með ruslið í aftakaveðri Sorphirða í Reykjavík er í sögulegum ólestri - pappír og plasttunnur hafa flestar ekki verið tæmdar í tæpar sjö vikur. Skýringin: Röð óheppilegra atvika. 14.3.2022 23:08