Meirihlutinn telur óþarft að grípa strax til aðgerða vegna verðbólguhækkana Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. mars 2022 23:43 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna til vinstri og Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar til hægri. Vísir/Vilhelm/Stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag og sökuðu hana um andvararleysi gagnvart verðbólgu og verðhækkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa tafarlaust inn í en þingmaður Vinstri grænna segir óþarft að grípa strax til aðgerða. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ríkisstjórnin þyrfti að grípa inn í. Hún tók nágrannalöndin sem dæmi og sagði hvert land á fætur öðru hafi kynnt aðgerðarpakka, sem snúi að mótvægisaðgerðum fyrir heimilin. Hún tekur Svía sem dæmi og segir að þar hafi verið kynntur sérstakur pakki fyrir heimilin upp á átta milljarða íslenskra króna. Kristrún bætir við að ef ekki verði stigið tafarlaust inn í verðhækkanir geti það leitt út í verðlag í náinni framtíð, til að mynda launakostnað. „Við hér á landi erum að sjá kjarasamninga til og með haustinu og við viljum auðvitað bara sjá sértækari aðgerðir frá ríkisstjórninni. Ég talaði um það áðan að ég upplifi ákveðið svona deja vu - endurminningu - frá því fyrir tveimur árum síðan, þar sem það var beðið allt of lengi með sértækar aðgerðir og það skilaði sér í ójafnvægi í efnahagslífinu síðar meir.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna er Kristrúnu ósammála. Hún segir ríkisstjórnina hafa staðið vel í lappirnar í gegnum faraldurinn og komið ágætlega niður. Þau séu á góðri leið. Þegar fréttamaður spyr hvers vegna ríkisstjórnin grípi ekki til aðgerða segir Bjarkey að viðspyrnan hafi verið góð í gegnum faraldurinn. Það sé engin ástæða til að ætla annað en að ríkisstjórnin muni fylgjast vel með: „Og ráðherraráð ríkisfjármála gerir það auðvitað. Það samræmist ekki loftslagsmarkmiðum okkar að lækka bensínverð eða eitthvað slíkt. Þannig ég held að það séu önnur kerfi sem eru betur til þess fallin til þess að mæta því sem núna þarf að gera, ef það þarf að gera það strax. En ég held að við getum alveg setið róleg og fylgst bara vel með - og það gerum við,“ svarar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna.
Alþingi Verðlag Fjármál heimilisins Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Verðbólga eykst í 6,2 prósent Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 25. febrúar 2022 09:06