Fleiri gerendur leita sér hjálpar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2018 19:30 Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum. Meðferðarúrræðið Heimilisfriður sem rekið er á vegum Velferðarráðuneytisins hét upphaflega Karlar til ábyrgðar og var stofnað fyrir tuttugu árum. Meðferðin hefur fyrst og fremst verið fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum þrátt fyrir að konum hafi einnig verið boðið upp á aðstoð á síðustu árum. Á þessum tuttugu árum hafa um 920 manns leitað til þeirra en undanfarið hefur orðið greinileg fjölgun, eða í kringum 25% á milli þessa árs og því síðasta. Sálfræðingur og annar upphafsmanna úrræðisins segir mikinn stíganda í starfseminni. „Núna undanfarna sex mánuði hafa komið rétt tæplega fimmtíu manns, nýir skjólstæðingar auk allra sem voru fyrir og allra sem eru að koma í endurkomur," segir Andrés Ragnarsson, sálfræðingur. Barnaverndar- og lögregluyfirvöld hafa vísað fólki á úrræðið en einhverjir hafa einnig leitað það uppi sjálfir. Um 85 til 90% þeirra sem leita til Heimilsfriðar eru karlar og er það oftast alvarlegasta ofbeldið að sögn Andrésar. Hann telur umræðu síðustu missera og metoo byltinguna hafa áhrif. „Það sem við erum að gera núna er afskaplega gott að mínu viti og við erum að opna eitthvað sem hefur verið þagað um allt, allt of lengi," segir Andrés. Einhverjir hafi beinlínis vísað til þessa við komuna. „Ég hef ekki tölu yfir hversu margir en nokkrir hafa gert það. Vísað í það, að þá hafi eitthvað farið í gang, og þeir farið að skoða og uppgötvað hreinlega að það sem þeir voru að gera var ekki bara „eitthvað", heldur var þetta ofbeldi sem þeir voru að beita." Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Um fjórðungi fleiri gerendur í ofbeldissamböndum hafa leitað sér hjálpar hjá meðferðarstöðinni Heimilisfriði í ár en í fyrra. Flestir sem leita til þeirra eru karlar og telur sálfræðingur að umræða síðustu missera hafi leitt til sjálfsskoðunar hjá mörgum. Meðferðarúrræðið Heimilisfriður sem rekið er á vegum Velferðarráðuneytisins hét upphaflega Karlar til ábyrgðar og var stofnað fyrir tuttugu árum. Meðferðin hefur fyrst og fremst verið fyrir karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum þrátt fyrir að konum hafi einnig verið boðið upp á aðstoð á síðustu árum. Á þessum tuttugu árum hafa um 920 manns leitað til þeirra en undanfarið hefur orðið greinileg fjölgun, eða í kringum 25% á milli þessa árs og því síðasta. Sálfræðingur og annar upphafsmanna úrræðisins segir mikinn stíganda í starfseminni. „Núna undanfarna sex mánuði hafa komið rétt tæplega fimmtíu manns, nýir skjólstæðingar auk allra sem voru fyrir og allra sem eru að koma í endurkomur," segir Andrés Ragnarsson, sálfræðingur. Barnaverndar- og lögregluyfirvöld hafa vísað fólki á úrræðið en einhverjir hafa einnig leitað það uppi sjálfir. Um 85 til 90% þeirra sem leita til Heimilsfriðar eru karlar og er það oftast alvarlegasta ofbeldið að sögn Andrésar. Hann telur umræðu síðustu missera og metoo byltinguna hafa áhrif. „Það sem við erum að gera núna er afskaplega gott að mínu viti og við erum að opna eitthvað sem hefur verið þagað um allt, allt of lengi," segir Andrés. Einhverjir hafi beinlínis vísað til þessa við komuna. „Ég hef ekki tölu yfir hversu margir en nokkrir hafa gert það. Vísað í það, að þá hafi eitthvað farið í gang, og þeir farið að skoða og uppgötvað hreinlega að það sem þeir voru að gera var ekki bara „eitthvað", heldur var þetta ofbeldi sem þeir voru að beita."
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira