Tala saman yfir vinnunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2018 20:00 Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Sjá meira
Karlar geta unnið að áhugamálum sínum yfir spjalli og kaffibolla í vinnuskúr sem var opnaður í Hafnarfirði í dag. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er því ætlað að koma í veg fyrir félagslega einangrun karlmanna. Markmiðið er að opna fleiri skúra víðs vegar á landinu. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og sambærilegir skúrar hafa verið opnaðir víðs vegar um heim. Forstjóri írsku samtakanna Men in Sheds var viðstaddur opnunina í Helluhrauni í Hafnafirði í dag. „Skúrarnir okkar í Írlandi eru orðnir yfir 400 talsins og þá nota yfir tíu þúsund menn á hverjum degi," segir Barry Sheridan, forstjóri Men in Sheds samtakanna í Írlandi. „Árangurinn er góður þar sem yfir 97 prósent meðlima okkar segja að heilsa þeirra og vellíðan hafi farið batnandi vegna skúrsins," segir Barry. Verkefnið er opið öllum karlmönnum eldri en 18 ára en allir meðlimir í dag eru á eftirlaunum. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir mikið lagt upp úr félagslega þættinum í starfinu. „Það er líka þannig með karlmenn að þeir talast ekki við, eða eiga erfiðara með það en konur, og það get ég alveg vottað fyrir, þegar þeir sitja á móti hvorum öðrum. Það er meira þegar þeir eru að vinna með eitthvað í höndunum og eru svona öxl í öxl eins og við köllum það, að þá fer samtalið af stað og þá myndast þessi tengsl," segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á verkstæðinu verða ýmis námskeið og ræðst úrvalið af þátttakendum sem leggja sitt af mörkum. Í dag er til dæmis aðstaða fyrir myndlist, tréskurð og hnífasmíði. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt, að hitta þessa karla og spjalla. Ég hef nú gaman að handverki og er gamall handmenntakennari. Ef ég get hjálpað þeim eitthvað er ég mjög sæll með það," segir Steindór Vilhelm Gunnarsson, formaður Félags karla í skúrum. „Ég ætla að tálga eitthvað í tré og skera eitthvað út, og svo kannski skartgripasmíði," segir Steindór.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Sjá meira