Fréttir Sprettur á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa tók almennt sprettinn á bandarískum fjármálamarkaði í dag. Stærsta þátt í hækkuninni eiga uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, gosdrykkjaframleiðandans Coke Cola og íhlutaframleiðandans Intel, fyrir fyrsta fjórðung ársins. Öll voru þau yfir væntingum. Tíðindin í uppgjörunum gerðu fjárfesta vestanhafs vongóða um að versta hríðin á fjármálamörkuðum sé yfirstaðin. Viðskipti erlent 16.4.2008 20:53 Varnarmálastofnun lögfest Frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga var samþykkt á Alþingi í dag. Samkvæmt nýju lögunum fer utanríkisráðherra með yfirstjórn varnarmála. Sérstök varnarmálastofnun verður sett á laggirnar. Forstjóri hennar verður skipaður í sumar. Innlent 16.4.2008 18:25 Vilja 15% launahækkun Um 100 þúsund starfsmenn í umönnunarstéttum lögðu niður vinnu víða um Danmörku í dag. Viðræður við sveitarfélögin um nýja samninga sigldu í strand á föstudaginn. Erlent 16.4.2008 18:17 Verðbólga í Zimbabve við 165 þúsund prósentin Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve stóð rétt við 165 þúsund prósent í febrúar, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Þetta er langmesta verðbólgan á jarðkringlunni. Viðskipti erlent 16.4.2008 16:48 Exista leiddi hækkun dagsins Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 2,22 prósent af þeim félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á eftir fylgdi Landsbankinn, sem sömuleiðis hækkaði um rúm tvö prósent. Gengi annarra félaga hækkaði minna. Viðskipti innlent 16.4.2008 15:50 Grænn litur ráðandi í upphafi dags Gengi hlutabréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum rauk upp í byrjun dags í Kauphöll Íslands. Straumur og Eimskip eru undantekning. Gengi bréfa í Straumi féll um rúm þrjú prósent og Eimskips um 0,67 prósent. Þá lækkaði gengi Alfesca lítillega. Viðskipti innlent 16.4.2008 10:05 Brown vill sjá botninn í lausafjárkrísunni Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er nú staddur í New York í Bandaríkjunum og mun næstu þrjá daga ræða við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra, og aðra lykilmenn í fjármálageiranum þar í landi. Tilgangur hans er að þrýsta á um að bandarískum fjármálaheimum geri hreint fyrir sínum dyrum, opni bækurnar og sýni hversu illa undirmálskreppan hefur komið við þá. Viðskipti erlent 16.4.2008 09:29 Skemmtilegir markaðir á Indlandi og í Kína, segir Jón Ásgeir Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Baugur Group væri að undirbúa mikið kaupæði víða um heim. Viðskipti innlent 14.4.2008 12:54 Krónan veikist lítillega Gengi krónunnar hefur veikst um 0,7 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 149,8 stigum. Viðskipti innlent 14.4.2008 09:40 Nýtt óperhús tekið í notkun í Osló Fjölmörg fyrirmenni, þar á meðal forseti Íslands, voru viðstödd opnun nýs óperuhúss í Ósló í Noregi í gær. Smíði hússins kostaði hátt í 50 milljarða íslenskra króna. Erlent 13.4.2008 12:24 Áfrýjun í Færeyjum ákveðin eftir helgi Ekki verður ákveðið fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi hvort Birgir Páll Marteinsson áfrýji sjö ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Færeyjum í gær fyrir fíkniefnamisferli. Hann og saksóknari hafa 14 daga til að ákveða hvort það verði gert eða ekki. Erlent 12.4.2008 18:24 Enn dregur úr væntingum vestanhafs Bandaríkjamenn eru mjög svartsýnir um efnahagshorfur en væntingar þeirra hafa ekki verið minni í heil 26 ár, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman. Viðskipti erlent 11.4.2008 14:48 Krónan styrkist lítillega Gengi krónunnar styrkist um um 0,37 prósent við upphafi viðskiptadags á gjaldeyrismarkaði í morgun og stóð gengisvísitalan í 147 stigum. Gengið gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Gengið veiktist um 1,2 prósent í gær. Viðskipti innlent 11.4.2008 09:24 Varnaðarorðin voru of lágvær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brást líklega of seint við vísbendingum um undirmálskreppuna og hefði átt að brýna raust sína. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur undir með seðlabankastjórum beggja vegna Atlantsála að lítill hagvöxtur á móti verðbólguþrýstingi séu áhættuþættir. Viðskipti erlent 11.4.2008 09:05 Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Viðskipti erlent 10.4.2008 20:07 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Litlar líkur eru taldar á því að bankinn geri breytingar á vaxtastigi í bráð enda verðbólguþrýstingur mikill samfara útliti fyrir hægari hagvöxt en í fyrra, að mati Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra. Viðskipti erlent 10.4.2008 12:50 Englandsbanki lækkar stýrivexti Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði. Viðskipti erlent 10.4.2008 11:14 Hlutabréf niður í byrjun dags Hlutabréf SPRON, Glitnir, Existu og Straums féllu um rúm tvö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdu gengi allra banka og fjármálafyrirtækja. Samtals lækkaði gengi bréfa í ellefu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Minnsta lækkunin var á gengi bréfa í Össuri, sem fór niður um 0,54 prósentustig. Viðskipti innlent 10.4.2008 10:04 Krónan lækkar eftir stýrivaxtahækkun Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,38 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 147,5 stigum. Vísitalan fór hæst í rúm 158 stig skömmu eftir páska og hefur hún því styrkst um rúm 6,6 prósent síðan þá. Viðskipti innlent 10.4.2008 09:14 Verri efnahagshorfur vestanhafs Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Nokkur atriði spila inn í, svo sem verri efnahagshorfur vestanhafs, að mati bandaríska póstflutningafyrirtækisins UPS, og mikil hækkun á olíuverði. Olíuverðið fór í rúma 112 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 9.4.2008 21:22 Framlag Íslendinga mikilvægt Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Innlent 8.4.2008 17:22 Móðgun á MySpace, barsmíðar á YouTube 8 unglingar á Flórída - 6 stelpur og 2 strákar á aldrinum 14 til 18 ára - hafa verið ákærðir fyrir að ganga í skrokk á 16 ára stúlku. Árásin var fest á filmu og áttia að birta á vefveitunni YouTube. Erlent 8.4.2008 17:34 Vísitölur vestanhafs beggja vegna núllsins Helstu hlutabréfavísitölur á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum enduðu fyrsta dag vikunnar beggja vegna núllsins. Hagnaðartaka fjárfesta á hlut að máli eftir mikla hækkun í síðustu viku, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Viðskipti erlent 7.4.2008 20:58 Hagnaður Alcoa dregst saman um helming Hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, var helmingi minni á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 7.4.2008 20:43 Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði. Viðskipti innlent 7.4.2008 10:23 SPRON leiðir hækkanalest á mánudegi Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm átta prósent í talsverðri hækkanahrinu í Kauphöll Íslands í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur hækkað á bilinu 1,4 til tæp þrjú prósent. Viðskipti innlent 7.4.2008 10:17 Fá inngöngu á endanum Skýrt er kveðið á um það í lokaplaggi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu að Georgía og Úkraína fái aðild að bandalaginu. Viðræðuáætlun verður þó ekki samþykkt að sinni. Erlent 3.4.2008 13:20 Lánshæfishofur Straums stöðugar Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir Staums. Lánshæfiseinkunn fjárfestingarbankans er BBB- og langtímahorfur stöðugar. Horfur Straums eru þær einu af íslensku bönkunum sem eru stöðugar, líkt og greiningardeild Glitnis bendir á. Viðskipti innlent 3.4.2008 10:11 Exista leiðir hækkun dagsins Gengi hlutabréfa í fjármálaþjónustu fyrirtækinu Existu rauk upp um 2,7 prósent á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Glitnir, SPRON, Kaupþing, FL Group og Straumur, sem hækkaði um 0,42 prósent. Viðskipti innlent 3.4.2008 10:06 Moss Bros fer úr hagnaði í tap Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Baugur hefur gert yfirtökutilboð í verslunina og standa viðræður enn yfir. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um ellefu prósent síðan tilboðið var lagt fram. Viðskipti erlent 3.4.2008 09:41 « ‹ 119 120 121 122 123 124 125 126 127 … 334 ›
Sprettur á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa tók almennt sprettinn á bandarískum fjármálamarkaði í dag. Stærsta þátt í hækkuninni eiga uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, gosdrykkjaframleiðandans Coke Cola og íhlutaframleiðandans Intel, fyrir fyrsta fjórðung ársins. Öll voru þau yfir væntingum. Tíðindin í uppgjörunum gerðu fjárfesta vestanhafs vongóða um að versta hríðin á fjármálamörkuðum sé yfirstaðin. Viðskipti erlent 16.4.2008 20:53
Varnarmálastofnun lögfest Frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga var samþykkt á Alþingi í dag. Samkvæmt nýju lögunum fer utanríkisráðherra með yfirstjórn varnarmála. Sérstök varnarmálastofnun verður sett á laggirnar. Forstjóri hennar verður skipaður í sumar. Innlent 16.4.2008 18:25
Vilja 15% launahækkun Um 100 þúsund starfsmenn í umönnunarstéttum lögðu niður vinnu víða um Danmörku í dag. Viðræður við sveitarfélögin um nýja samninga sigldu í strand á föstudaginn. Erlent 16.4.2008 18:17
Verðbólga í Zimbabve við 165 þúsund prósentin Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve stóð rétt við 165 þúsund prósent í febrúar, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Þetta er langmesta verðbólgan á jarðkringlunni. Viðskipti erlent 16.4.2008 16:48
Exista leiddi hækkun dagsins Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 2,22 prósent af þeim félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á eftir fylgdi Landsbankinn, sem sömuleiðis hækkaði um rúm tvö prósent. Gengi annarra félaga hækkaði minna. Viðskipti innlent 16.4.2008 15:50
Grænn litur ráðandi í upphafi dags Gengi hlutabréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum rauk upp í byrjun dags í Kauphöll Íslands. Straumur og Eimskip eru undantekning. Gengi bréfa í Straumi féll um rúm þrjú prósent og Eimskips um 0,67 prósent. Þá lækkaði gengi Alfesca lítillega. Viðskipti innlent 16.4.2008 10:05
Brown vill sjá botninn í lausafjárkrísunni Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er nú staddur í New York í Bandaríkjunum og mun næstu þrjá daga ræða við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra, og aðra lykilmenn í fjármálageiranum þar í landi. Tilgangur hans er að þrýsta á um að bandarískum fjármálaheimum geri hreint fyrir sínum dyrum, opni bækurnar og sýni hversu illa undirmálskreppan hefur komið við þá. Viðskipti erlent 16.4.2008 09:29
Skemmtilegir markaðir á Indlandi og í Kína, segir Jón Ásgeir Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Baugur Group væri að undirbúa mikið kaupæði víða um heim. Viðskipti innlent 14.4.2008 12:54
Krónan veikist lítillega Gengi krónunnar hefur veikst um 0,7 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 149,8 stigum. Viðskipti innlent 14.4.2008 09:40
Nýtt óperhús tekið í notkun í Osló Fjölmörg fyrirmenni, þar á meðal forseti Íslands, voru viðstödd opnun nýs óperuhúss í Ósló í Noregi í gær. Smíði hússins kostaði hátt í 50 milljarða íslenskra króna. Erlent 13.4.2008 12:24
Áfrýjun í Færeyjum ákveðin eftir helgi Ekki verður ákveðið fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi hvort Birgir Páll Marteinsson áfrýji sjö ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Færeyjum í gær fyrir fíkniefnamisferli. Hann og saksóknari hafa 14 daga til að ákveða hvort það verði gert eða ekki. Erlent 12.4.2008 18:24
Enn dregur úr væntingum vestanhafs Bandaríkjamenn eru mjög svartsýnir um efnahagshorfur en væntingar þeirra hafa ekki verið minni í heil 26 ár, samkvæmt nýjustu upplýsingum sem háskólinn í Michigan í Bandaríkjunum hefur tekið saman. Viðskipti erlent 11.4.2008 14:48
Krónan styrkist lítillega Gengi krónunnar styrkist um um 0,37 prósent við upphafi viðskiptadags á gjaldeyrismarkaði í morgun og stóð gengisvísitalan í 147 stigum. Gengið gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Gengið veiktist um 1,2 prósent í gær. Viðskipti innlent 11.4.2008 09:24
Varnaðarorðin voru of lágvær Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brást líklega of seint við vísbendingum um undirmálskreppuna og hefði átt að brýna raust sína. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur undir með seðlabankastjórum beggja vegna Atlantsála að lítill hagvöxtur á móti verðbólguþrýstingi séu áhættuþættir. Viðskipti erlent 11.4.2008 09:05
Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku. Viðskipti erlent 10.4.2008 20:07
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Litlar líkur eru taldar á því að bankinn geri breytingar á vaxtastigi í bráð enda verðbólguþrýstingur mikill samfara útliti fyrir hægari hagvöxt en í fyrra, að mati Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra. Viðskipti erlent 10.4.2008 12:50
Englandsbanki lækkar stýrivexti Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði. Viðskipti erlent 10.4.2008 11:14
Hlutabréf niður í byrjun dags Hlutabréf SPRON, Glitnir, Existu og Straums féllu um rúm tvö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdu gengi allra banka og fjármálafyrirtækja. Samtals lækkaði gengi bréfa í ellefu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Minnsta lækkunin var á gengi bréfa í Össuri, sem fór niður um 0,54 prósentustig. Viðskipti innlent 10.4.2008 10:04
Krónan lækkar eftir stýrivaxtahækkun Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,38 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 147,5 stigum. Vísitalan fór hæst í rúm 158 stig skömmu eftir páska og hefur hún því styrkst um rúm 6,6 prósent síðan þá. Viðskipti innlent 10.4.2008 09:14
Verri efnahagshorfur vestanhafs Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Nokkur atriði spila inn í, svo sem verri efnahagshorfur vestanhafs, að mati bandaríska póstflutningafyrirtækisins UPS, og mikil hækkun á olíuverði. Olíuverðið fór í rúma 112 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 9.4.2008 21:22
Framlag Íslendinga mikilvægt Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, þykir mikið til framlags Íslands í loftslagsmálum koma. Þeir leggi til mikilvægt tæki og þekkingu í baráttuna gegn hlýnun jarðar. Innlent 8.4.2008 17:22
Móðgun á MySpace, barsmíðar á YouTube 8 unglingar á Flórída - 6 stelpur og 2 strákar á aldrinum 14 til 18 ára - hafa verið ákærðir fyrir að ganga í skrokk á 16 ára stúlku. Árásin var fest á filmu og áttia að birta á vefveitunni YouTube. Erlent 8.4.2008 17:34
Vísitölur vestanhafs beggja vegna núllsins Helstu hlutabréfavísitölur á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum enduðu fyrsta dag vikunnar beggja vegna núllsins. Hagnaðartaka fjárfesta á hlut að máli eftir mikla hækkun í síðustu viku, að sögn Associated Press-fréttastofunnar. Viðskipti erlent 7.4.2008 20:58
Hagnaður Alcoa dregst saman um helming Hagnaður bandaríska álrisans Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, var helmingi minni á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 7.4.2008 20:43
Gengi krónunnar styrkist Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði. Viðskipti innlent 7.4.2008 10:23
SPRON leiðir hækkanalest á mánudegi Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um rúm átta prósent í talsverðri hækkanahrinu í Kauphöll Íslands í dag. Gengi banka og fjármálafyrirtækja hefur hækkað á bilinu 1,4 til tæp þrjú prósent. Viðskipti innlent 7.4.2008 10:17
Fá inngöngu á endanum Skýrt er kveðið á um það í lokaplaggi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Rúmeníu að Georgía og Úkraína fái aðild að bandalaginu. Viðræðuáætlun verður þó ekki samþykkt að sinni. Erlent 3.4.2008 13:20
Lánshæfishofur Straums stöðugar Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch staðfesti í gær lánshæfiseinkunnir Staums. Lánshæfiseinkunn fjárfestingarbankans er BBB- og langtímahorfur stöðugar. Horfur Straums eru þær einu af íslensku bönkunum sem eru stöðugar, líkt og greiningardeild Glitnis bendir á. Viðskipti innlent 3.4.2008 10:11
Exista leiðir hækkun dagsins Gengi hlutabréfa í fjármálaþjónustu fyrirtækinu Existu rauk upp um 2,7 prósent á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Glitnir, SPRON, Kaupþing, FL Group og Straumur, sem hækkaði um 0,42 prósent. Viðskipti innlent 3.4.2008 10:06
Moss Bros fer úr hagnaði í tap Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Baugur hefur gert yfirtökutilboð í verslunina og standa viðræður enn yfir. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um ellefu prósent síðan tilboðið var lagt fram. Viðskipti erlent 3.4.2008 09:41