Fréttir Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. Erlent 16.2.2008 18:48 Methagnaður hjá Commerzbank þrátt fyrir afskriftir Commerzbank, næststærsti banki Þýskaland, sem FL Group átti stóran hlut í um tíma, skilaði rúmlega 1,9 milljarða evra hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 188 milljörðum íslenskra króna, sem er mesti hagnaður í sögu bankans. Viðskipti erlent 15.2.2008 09:34 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Viðskipti erlent 15.2.2008 09:03 Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Viðskipti erlent 14.2.2008 15:27 Verðbólga í Zimbabve í himinhæðum Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve er komin langt upp fyrir Himnaríki en hún mældist 66.212,3 prósent í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi. Viðskipti erlent 14.2.2008 13:56 Fyrsta tap í sögu UBS Svissneski risabankinn UBS tapaði 4,4 milljörðum franka, jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 12,3 milljarða franka hagnað í hitteðfyrra. Tapið, sem er það fyrsta í sögu bankans, er tilkomið vegna afskrifta á lánavöndlum upp á 26,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 14.2.2008 09:50 FL Group seldi öll bréfin í AMR FL Group hefur selt öll hlutabréf sín í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group. Félagið flaggaði tæpum sex prósenta hlut í þessu móðurfélagi American Airlines, einu stærsta flugfélagi heims, skömmu fyrir áramótin í hitteðfyrra og átti þegar mest lét rúman níu prósenta hlut. Viðskipti innlent 13.2.2008 18:25 Ríkisstjórnin leiðréttir rangfærslur um íslenskt efnahagslíf Ríkisstjórn Íslands hyggst funda með aðilum á fjármálamarkaði um aðgerðir gegn hugsanlegir lánsfjárkreppu á hér á landi. Hún er auk þess reiðubúin til að fara erlendis og leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í dag. Viðskipti innlent 13.2.2008 13:36 Bandaríkjamenn bíða smásölutalna Reiknað er með að hlutabréf í Bandaríkjunum muni almennt hækka í dag eftir þeysireið víða um heim í gær. Inn í væntingarnar spila birting talna um veltu í smásöluverslun vestanhafs í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 13.2.2008 13:23 Nýmarkaðsríkin næm fyrir samdrætti Nýmarkaðsríki munu ekki verða ónæm fyrir efnahagssamdrætti stærri hagkerfa. Þetta sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hann hélt á Indlandi. Skýringing er sterk tenging nýmarksríkjanna við stærstu iðnríki heims. Viðskipti erlent 13.2.2008 11:31 FL Group stökk upp í byrjun dags Gengi bréfa í FL Group rauk upp um 4,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. SPRON og Exista fylgdu fast á eftir. Gengi þeirra hefur fallið mikið frá áramótum og legið í lægsta gildi þeirra frá upphafi upp á síðkastið. Nokkur sætaskipti urðu á efstu sætum þegar lengra leið frá fyrstu viðskiptum. Viðskipti innlent 13.2.2008 10:11 Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert yfir væntingum. Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 13.2.2008 09:09 Við núllið í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 12.2.2008 21:04 Hagnaður Marels 602 milljónir króna í fyrra Marel hagnaðist um 6,1 milljón evra, jafnvirði rúmra 602 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 200 þúsund evrum í hitteðfyrra. Viðskipti innlent 12.2.2008 17:16 Fyrsta hækkun í Kauphöllinni í hálfan mánuð Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 7,3 prósent síðla dags í Kauphöllinni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Úrvalsvísitalan hækkar í enda dags í hálfan mánuð. Viðskipti innlent 12.2.2008 16:29 Nýtt hlutafé í Société Generale með afslætti Franski bankinn Société Generale hóf í dag hlutafjárútboð sem reiknað er með að muni bæta eiginfjárstöðu hans um 5,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að hlutafjárútboðið er með afslætti og heilum 38,9 prósentum undir lokagengi bréfa í bankanum á föstudag í síðustu viku. Viðskipti erlent 11.2.2008 09:11 EES samningurinn opnað dyr EES samningurinn hefur opnað dyrnar að mikilvægu samstarfi Íslands og Noregs og annarra Evrópuríkja i öryggismálum. Þetta sagði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló um helgina. Erlent 10.2.2008 18:29 Íslensks pilts enn leitað á Jótlandi Danska lögreglan hefur um helgina kannað tvo staði á Jótlandi eftir að vísbendingar bárust um að 18 ára íslenskur piltur, Ívar Jörgensson, væri þar niðurkomin, en ekkert hefur spurst til hans í heila viku. Erlent 10.2.2008 18:19 Þurfum að sækja um aðild að ESB. Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag. Innlent 9.2.2008 18:18 Eik banki hækkaði en mörg félög skrapa botninn Hinn færeyski einkbanki hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,07 prósent. Flaga hækkaði um tæp tvö prósent og 365 um 0,6 prósent. Viðskipti innlent 8.2.2008 16:40 Nýr forstjóri Icelandic Group Finnbogi Baldvinsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group, og tekur hann við af Björgólfi Jóhannssyni, sem tók við forstjórastarfi Icelandair Group um miðjan síðasta mánuð. Viðskipti innlent 8.2.2008 16:34 Hagnaður Eyris dróst saman milli ára Eyrir Invest hagnaðist um 797 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tæpa 1,6 milljarða krónur í hitteðfyrra. Eigið fé Eyris jókst um 51 prósent í fyrra með hagnaði og hlutafjáraukningu. Viðskipti innlent 8.2.2008 11:50 Vinur verðbréfaskúrksins handtekinn Franska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði í gæsluvarðhaldi verðbréfamiðlara sem talinn er geta átt aðild að umsvifamiklum verðbréfaviðskiptum Jerome Kerviels. Kerviels tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 480 milljörðum íslenskra króna, í áhættusömum og framvirkum verðbréfaviðskiptum í nafni franska bankans Societe Generale. Þetta er umsvifamesta tap miðlara í heimi. Viðskipti erlent 8.2.2008 10:40 Langþráð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um tæp 1,8 prósent þegar viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgja Exista og FL Group, sem bæði hafa hækkað um rúmt prósent. Önnur félög hafa hækkað minna. Straumur rekur lestina með 0,16 prósenta hækkun. Viðskipti innlent 8.2.2008 10:14 Ráðherrar funda um efnahagshorfur Fjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims eru nú staddir í Tókýó í Japan en þeir munu funda um dræmar efnahagshorfur á næstu mánuðum á morgun. Viðskipti erlent 8.2.2008 09:58 Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum Hlutabréfamarkaðurinn hefur farið vel af stað í Evrópu í dag eftir fremur slappa viku. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur en fjárfestar voru almennt óánægðir með stýrivaxtaákvörðun bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 8.2.2008 08:58 365 féll um 6,8 prósent Gengi hlutabréfa í 365 féll um tæp 6,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið skilaði ágætu uppgjöri en svo virðist sem væntanleg hlutafjáraukning hafi farið illa í fjárfesta. Á eftir fylgdu SPRON og Exista en SPRON féll um rúm 3,7 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna en þó mest í bönkum og fjárfestingafélögum. Viðskipti innlent 7.2.2008 16:54 Óánægja með stýrivaxtaákvörðun á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Hlutabréfamarkaðir féllu í Evrópu í kjölfarið. Viðskipti erlent 7.2.2008 13:36 Stýrivextir lækka í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextirnir nú í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár markaðsaðila sem segja að bankastjórnin standi frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hann vilji halda verðbólgu niðri á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu með versta móti, vextir með hæsta móti og lánsfé því dýrt. Viðskipti erlent 7.2.2008 12:18 Stefnir í fjöldauppsagnir hjá Northern Rock Útlit er fyrir að allt að 2.400 manns verði sagt upp hjá breska bankanum Northern Rock á næstu þremur árum eigi að takast að snúa við rekstrinum. Þetta segir Paul Thompson, einn þeirra sem leiðir yfirtökutilboð Richard Bransons í bankann. Viðskipti erlent 7.2.2008 11:50 « ‹ 123 124 125 126 127 128 129 130 131 … 334 ›
Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. Erlent 16.2.2008 18:48
Methagnaður hjá Commerzbank þrátt fyrir afskriftir Commerzbank, næststærsti banki Þýskaland, sem FL Group átti stóran hlut í um tíma, skilaði rúmlega 1,9 milljarða evra hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 188 milljörðum íslenskra króna, sem er mesti hagnaður í sögu bankans. Viðskipti erlent 15.2.2008 09:34
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Viðskipti erlent 15.2.2008 09:03
Slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag útlit fyrir slæmar efnahagshorfur í Bandaríkjunum og muni seðlabankinn vera reiðubúinn til að lækka stýrivexti frekar til að bregðast við ástandinu til að sporna við því. Viðskipti erlent 14.2.2008 15:27
Verðbólga í Zimbabve í himinhæðum Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve er komin langt upp fyrir Himnaríki en hún mældist 66.212,3 prósent í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi. Viðskipti erlent 14.2.2008 13:56
Fyrsta tap í sögu UBS Svissneski risabankinn UBS tapaði 4,4 milljörðum franka, jafnvirði tæpra 300 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 12,3 milljarða franka hagnað í hitteðfyrra. Tapið, sem er það fyrsta í sögu bankans, er tilkomið vegna afskrifta á lánavöndlum upp á 26,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.800 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 14.2.2008 09:50
FL Group seldi öll bréfin í AMR FL Group hefur selt öll hlutabréf sín í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group. Félagið flaggaði tæpum sex prósenta hlut í þessu móðurfélagi American Airlines, einu stærsta flugfélagi heims, skömmu fyrir áramótin í hitteðfyrra og átti þegar mest lét rúman níu prósenta hlut. Viðskipti innlent 13.2.2008 18:25
Ríkisstjórnin leiðréttir rangfærslur um íslenskt efnahagslíf Ríkisstjórn Íslands hyggst funda með aðilum á fjármálamarkaði um aðgerðir gegn hugsanlegir lánsfjárkreppu á hér á landi. Hún er auk þess reiðubúin til að fara erlendis og leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í dag. Viðskipti innlent 13.2.2008 13:36
Bandaríkjamenn bíða smásölutalna Reiknað er með að hlutabréf í Bandaríkjunum muni almennt hækka í dag eftir þeysireið víða um heim í gær. Inn í væntingarnar spila birting talna um veltu í smásöluverslun vestanhafs í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 13.2.2008 13:23
Nýmarkaðsríkin næm fyrir samdrætti Nýmarkaðsríki munu ekki verða ónæm fyrir efnahagssamdrætti stærri hagkerfa. Þetta sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hann hélt á Indlandi. Skýringing er sterk tenging nýmarksríkjanna við stærstu iðnríki heims. Viðskipti erlent 13.2.2008 11:31
FL Group stökk upp í byrjun dags Gengi bréfa í FL Group rauk upp um 4,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. SPRON og Exista fylgdu fast á eftir. Gengi þeirra hefur fallið mikið frá áramótum og legið í lægsta gildi þeirra frá upphafi upp á síðkastið. Nokkur sætaskipti urðu á efstu sætum þegar lengra leið frá fyrstu viðskiptum. Viðskipti innlent 13.2.2008 10:11
Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert yfir væntingum. Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu. Viðskipti erlent 13.2.2008 09:09
Við núllið í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 12.2.2008 21:04
Hagnaður Marels 602 milljónir króna í fyrra Marel hagnaðist um 6,1 milljón evra, jafnvirði rúmra 602 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 200 þúsund evrum í hitteðfyrra. Viðskipti innlent 12.2.2008 17:16
Fyrsta hækkun í Kauphöllinni í hálfan mánuð Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 7,3 prósent síðla dags í Kauphöllinni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Úrvalsvísitalan hækkar í enda dags í hálfan mánuð. Viðskipti innlent 12.2.2008 16:29
Nýtt hlutafé í Société Generale með afslætti Franski bankinn Société Generale hóf í dag hlutafjárútboð sem reiknað er með að muni bæta eiginfjárstöðu hans um 5,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að hlutafjárútboðið er með afslætti og heilum 38,9 prósentum undir lokagengi bréfa í bankanum á föstudag í síðustu viku. Viðskipti erlent 11.2.2008 09:11
EES samningurinn opnað dyr EES samningurinn hefur opnað dyrnar að mikilvægu samstarfi Íslands og Noregs og annarra Evrópuríkja i öryggismálum. Þetta sagði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló um helgina. Erlent 10.2.2008 18:29
Íslensks pilts enn leitað á Jótlandi Danska lögreglan hefur um helgina kannað tvo staði á Jótlandi eftir að vísbendingar bárust um að 18 ára íslenskur piltur, Ívar Jörgensson, væri þar niðurkomin, en ekkert hefur spurst til hans í heila viku. Erlent 10.2.2008 18:19
Þurfum að sækja um aðild að ESB. Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag. Innlent 9.2.2008 18:18
Eik banki hækkaði en mörg félög skrapa botninn Hinn færeyski einkbanki hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,07 prósent. Flaga hækkaði um tæp tvö prósent og 365 um 0,6 prósent. Viðskipti innlent 8.2.2008 16:40
Nýr forstjóri Icelandic Group Finnbogi Baldvinsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group, og tekur hann við af Björgólfi Jóhannssyni, sem tók við forstjórastarfi Icelandair Group um miðjan síðasta mánuð. Viðskipti innlent 8.2.2008 16:34
Hagnaður Eyris dróst saman milli ára Eyrir Invest hagnaðist um 797 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tæpa 1,6 milljarða krónur í hitteðfyrra. Eigið fé Eyris jókst um 51 prósent í fyrra með hagnaði og hlutafjáraukningu. Viðskipti innlent 8.2.2008 11:50
Vinur verðbréfaskúrksins handtekinn Franska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði í gæsluvarðhaldi verðbréfamiðlara sem talinn er geta átt aðild að umsvifamiklum verðbréfaviðskiptum Jerome Kerviels. Kerviels tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 480 milljörðum íslenskra króna, í áhættusömum og framvirkum verðbréfaviðskiptum í nafni franska bankans Societe Generale. Þetta er umsvifamesta tap miðlara í heimi. Viðskipti erlent 8.2.2008 10:40
Langþráð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um tæp 1,8 prósent þegar viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgja Exista og FL Group, sem bæði hafa hækkað um rúmt prósent. Önnur félög hafa hækkað minna. Straumur rekur lestina með 0,16 prósenta hækkun. Viðskipti innlent 8.2.2008 10:14
Ráðherrar funda um efnahagshorfur Fjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims eru nú staddir í Tókýó í Japan en þeir munu funda um dræmar efnahagshorfur á næstu mánuðum á morgun. Viðskipti erlent 8.2.2008 09:58
Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum Hlutabréfamarkaðurinn hefur farið vel af stað í Evrópu í dag eftir fremur slappa viku. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur en fjárfestar voru almennt óánægðir með stýrivaxtaákvörðun bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 8.2.2008 08:58
365 féll um 6,8 prósent Gengi hlutabréfa í 365 féll um tæp 6,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið skilaði ágætu uppgjöri en svo virðist sem væntanleg hlutafjáraukning hafi farið illa í fjárfesta. Á eftir fylgdu SPRON og Exista en SPRON féll um rúm 3,7 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna en þó mest í bönkum og fjárfestingafélögum. Viðskipti innlent 7.2.2008 16:54
Óánægja með stýrivaxtaákvörðun á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Hlutabréfamarkaðir féllu í Evrópu í kjölfarið. Viðskipti erlent 7.2.2008 13:36
Stýrivextir lækka í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextirnir nú í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár markaðsaðila sem segja að bankastjórnin standi frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hann vilji halda verðbólgu niðri á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu með versta móti, vextir með hæsta móti og lánsfé því dýrt. Viðskipti erlent 7.2.2008 12:18
Stefnir í fjöldauppsagnir hjá Northern Rock Útlit er fyrir að allt að 2.400 manns verði sagt upp hjá breska bankanum Northern Rock á næstu þremur árum eigi að takast að snúa við rekstrinum. Þetta segir Paul Thompson, einn þeirra sem leiðir yfirtökutilboð Richard Bransons í bankann. Viðskipti erlent 7.2.2008 11:50