Fréttir

Fréttamynd

Fall í Japan á fyrsta degi

Nikkei-vísitalan féll um rúm fjögur prósent á fyrsta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Japan í dag og hefur hún ekki verið lægri í um 17 mánuði. Inn í fallið spila áhyggjur japanskra fjárfesta um styrkingu jensins, sem geti komið niður á útflutningi, og hátt olíuverð, sem stendur í methæðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista og SPRON falla enn á ný

Gengi bréfa í Existu og SPRON héldust í hendur í rúmlega sex prósenta falli í Kauphöllinni í dag. Færeyjabanki féll mest skráðra félaga, um 6,56 prósent og skrapaði sitt lægst lokagildi frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá lægri verðbólgu í janúar

Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Róleg byrjun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kallaðir heim ef samkomulag ógilt

Stjórnvöld á Srí Lanka ætla að ógilda fimm ára vopnahléssamkomulag sitt við skæruliða Tamíltígra. Íslendingar og Norðmenn hafa haft eftirlit með því. Kalla þarf eftirlitssveitina heim innan tveggja vikna frá ógildingu. 9 Íslendingar eru nú við vopnahléseftirlit á Srí Lanka.

Erlent
Fréttamynd

Þynnka í upphafi ársins

Fjárfestar upplifðu ekkert sérlega góðan dag við upphaf ársins á hlutabréfamörkuðum en lækkun var víða um heim. Árið byrjaði reyndar ágætlega en snerist við eftir að upplýsingar um framleiðslu í Bandaríkjunum. Tölurnar voru nokkuð undir væntingum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan

Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni

Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Wessmann segist hafa áhuga á stjórnarsetu í bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margir nefndir þótt einn sé útvalinn

Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Langþráð hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,64 prósent skömmu fyrir lokun viðskiptadagsins og skákaði þar með nokkuð vænni og langþráðri hækkun hjá Existu og SPRON. Bæði síðasttöldu félögin hafa horft upp á mikla lækkun í vikunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Græn jól í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan undir 6.200 stigum

Úrvalsvísitalan hefur lækkað viðstöðulaust í heila viku og fór undir 6.200 stigin fyrir nokkrum mínútum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda nóvember á síðasta ári. Miðað við þróunina stefnir í rauð jól í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Græn jól í Kauphöllinni?

Gengi hlutabréfa hefur hækkað eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Athygli vekur að bréf Sláturfélags Suðurlands stukku upp um 8,11 prósent eftir kyrrstöðu í um ár. Einungis ein viðskipti standa að baki hækkuninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikið tap hjá Morgan Stanley

Morgan Stanley, næststærsti fjárfestingabanki Bandaríkjanna, skilaði 5,8 milljarða dala, jafnvirði 356 milljarða króna, tapi á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert verri afkoma en búist var við. Til samanburðar hagnaðist bankinn um 2,28 milljarða dala á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lítið lát á fallinu

Gengi bréfa í Existu og SPRON hafa fallið um rúmlega fimm prósent það sem af er dags og hefur gengi bréfa í félögunum aldrei verið lægra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Réðust inn í Kúrdahéruð

Um 300 tyrkneskir hermenn réðust inn í Kúrdahéruð í Norður-Írak snemma í morgun. Til átaka kom milli þeirra og skæruliða Kúrda. Ekki er vitað um mannfall. Þetta mun vera fyrsta áhlaup Tyrkja yfir landamærin frá því tyrkenska þingið veitti fyrr í vetur heimild til hernaðaraðgerða gegn skæruliðum.

Erlent
Fréttamynd

Mánudagsmæða á evrópskum mörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Helsta ástæðan fyrir því eru spár markaðsaðila þess efnis að mikil verðbólga í Bandaríkjunum, sem var yfir spám, leiði til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki ekki stýrivexti frekar. Óttast er að slíkt geti leitt til samdráttarskeiðs vestanhafs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bréf Atlantic Airways taka loksins flugið

Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways hækkaði um 0,59 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt annar dagurinn sem hluthafar sjá hækkun á gengi þess síðan viðskipti hófust með bréfin hér á landi á mánudag. Það er nú 2,1 prósenti undir upphafsgengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíudropinn dýrari í dag en í gær

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í dag. Verðið hefur verið á nokkurri uppleið í vikunni í kjölfar þess að olíubirgðir drógust óvænt saman í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Logn á íslenskum hlutabréfamarkaði

Stemningin á hlutabréfamarkaði hér á landi er í engu samræmi við veðrið en viðskipti eru með rólegasta móti, 21 í fjórum félögum á þeim tæpa hálftíma sem liðinn er frá upphafi viðskiptadagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala á hlut í Icelandic Holding Germany afturkölluð

Icelandic Group hf. og Finnbogi A. Baldvinsson hafa komist að samkomulagi um að afturkalla viljayfirlýsingu um sölu á 81 prósents eignarhlut í Icelandic Holding Germany, móðurfélagi Pickenpack Hussmann & Hahn GmbH í Þýskalandi og Pickenpack Gelmer SAS í Frakkland, til hins síðarnefnda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Airways lækkar flugið

Gengi hlutabréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways lækkaði um 0,66 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem gengi bréfa í bankanum lækkar en viðskipti með bréf þess hófust hér á landi á þriðjudag. Markaðsverðmæti Atorku hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöllinni á sama tíma í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Laura Ashley kaupir í Moss Bros

Breska kvenfata- og húsvörukeðjan Laura Ashley hefur keypt rúman þriggja prósenta hlut í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros. Baugur, sem er stærsti hluthafi verslunarinnar með tæpan 29 prósenta hlut, hefur verið orðaður við yfirtöku á Moss Bros í vikunni fyrir allt að fimm milljarða króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður hækkar vextina

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að hækka vexti á lánum sínum um 0,20 prósent í kjölfar útboðs íbúðabréfa. Vextirnir eru nú 5,75 prósent á almennum lánum en 5,50 prósent á lánum með ákvæði um sérstaka uppgreiðsluþóknun, að því er segir á vefsíðu Íbúðalánasjóðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar á báðum pólunum

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 0,11 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina félagið sem hefur hækkað enn sem komið er. Landar þeirra í Föroya banka hafa á sama tíma þurft að horfa upp á gengi bréfa í bankanum lækka mest allra skráðra félaga í Kauphöllinni í dag, eða um 1,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur mældist 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi

Hagvöxtur mældist 4,3 prósent á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra mældist hann 0,8 prósent. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagvöxtur hins vegar 2,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þjóðarútgjöld jukust um 2,0 prósent, útflutningur um 7,0 prósent og innflutningur um 2,0 prósent. Þá blés í einkaneyslu, sem jókst um 7,5 prósent á milli ára. Fjárfestingar drógust hins vegar saman á milli ára.

Viðskipti innlent