Fréttir

Fréttamynd

Mega krókveiða makríl lengur

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð sem heimilar bátum sem veitt hafa úr krókapottinum að stunda veiðar í tíu daga eftir að búið er að veiða þau 845 tonn sem ætluð voru til veiðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Akureyrarborg fengi skýrara hlutverk gagnvart ríkinu

Með því að skilgreina Akureyri sem borg yrði hlutverk hennar og ábyrgð skýrari gagnvart ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Engin ákvæði eru í lögum sem tilgreina hvaða skilyrði bæjarfélag þarf að uppfylla til að fá borgartitil.

Innlent
Fréttamynd

Kristján verður ráðuneytisstjóri

Kristján Skarphéðinsson verður ráðuneytisstjóri hins nýja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Kristján var áður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Bankar hagnast um tólf milljarða hvor

Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagnrýna Ögmund harðlega

Stjórnsýsla Bæði sjálfstæðiskonur og jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins gagnrýna Ögmund Jónasson innanríkisráðherra harðlega vegna niðurstöðu úrskurðarnefndar jafnréttismála um að hann hafi gerst brotlegur við lög.

Innlent
Fréttamynd

Við getum lagað brotalamirnar

„Að mati ráðuneytisins er það ótvíræð ógn við siglingavernd ef óviðkomandi aðilar komast inn á afgirt hafnarsvæði og því nauðsynlegt að grípa til viðeigandi aðgerða til þess að stemma stigu við því,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga mál vegna fasteignagjaldanna

Portus ehf., rekstrarfélag Hörpu, íhugar að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum vegna álagningar fasteignagjalda. Fyrirtækið hefur fengið lögfræðiálit sem sýnir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, fram á ólögmæti álagningarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guðmundur Páll látinn

Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfundur, er látinn. Hann var 71 árs, fæddur 2. júní 1941. Guðmundur lærði meðal annars köfun, myndlist og líffræði og lauk B.Sc. gráðu frá ríkisháskólanum í Ohio. Seinna lærði hann bæði ljósmyndun og sjávarlíffræði í Stokkhólmi. Þá stundaði hann listnám í Ohio.

Innlent
Fréttamynd

Heildaraflinn jókst um 8%

Heildarafli íslenskra skipa var tæp 1.149 þúsund tonn á síðasta ári. Það er aukning um 85 þúsund tonn frá árinu 2010, sem jafngildir átta prósentum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningum safnað í strætóbauk í Höfða

„Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Fulltrúar Sýrlands gengu út af leiðtogafundi í Íran

„Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það,“ sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri konur háðar spilum

Konum með spilafíkn fjölgar í Svíþjóð, samkvæmt nýrri könnun sænsku lýðheilsustofnunarinnar. Konur eru nú helmingur nýrra spilafíkla. Algengast er að konur á aldrinum 45 til 64 ára glími við vanda vegna spilafíknar.

Erlent
Fréttamynd

Vantar yfir 1.000 kennara á leikskóla til að uppfylla lög

Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að Bandaríkin loki á siglingar héðan til Ameríku

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskir Vítisenglar gætu misst stöðu sína innan samtakanna

Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum.

Innlent
Fréttamynd

Frostanótt gerir berin betri

Síðustu nætur hafa verið kaldar á Norður- og Austurlandi og víða í Reykjavík mátti sjá hrímaða palla í gærmorgun. Flest grænmeti sem ræktað er hér á landi þolir þó stöku næturfrost og sammælast garðyrkjufræðingar um að ein og ein frostanótt geti jafnvel gert berjauppskeru betri. Þó er nauðsynlegt að uppskera rótargrænmeti áður en frostið fer að læsast í jörðu.

Innlent
Fréttamynd

Fullyrða enn að minna gangi af makríl

Fulltrúar norskra og evrópskra útgerða funduðu með Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, á mánudag til að undirbúa fund í makríldeilunni við Íslendinga 3. september. Þeir héldu því fram á fundinum með Damanaki að minna hefði gengið af makríl inn í íslensku lögsöguna en árið 2010 og 2011.

Innlent
Fréttamynd

Repúblikanar þinga í skugga fellibyls

Meðan fellibylurinn Ísak herjaði á íbúa New Orleans fylgdust repúblikanar almennt í Bandaríkjunum spenntir með landsþingi flokksins í Tampa, þar sem allir helstu leiðtogar flokksins flytja ræður.

Erlent
Fréttamynd

Hvetur landsmenn til að flýja

„Við eigum í stríði sem nær til heimshlutans og heimsins alls, þannig að við þurfum tíma til að ná sigri,“ sagði Bashar al-Assad Sýrlandsforseti í útvarpsviðtali í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hélt 250 rottur á heimili sínu

Talið er að allt að 250 rottur hafi haldið til á heimili fullorðinnar konu á Helsingjaeyri í Danmörku áður en heilbrigðisyfirvöld tóku til sinna ráða fyrir skemmstu. Konan hafði að sögn danskra miðla haldið rotturnar líkt og um gæludýr væri að ræða. Ábending barst um músagang við húsið, en konan var þá á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Kaupfélag malar áfram gull

Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnartal ótímabært

François Hollande, forseti Frakklands, kallaði eftir því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn myndu sameinast í eina fylkingu. Frakkar myndu viðurkenna og standa með tímabundinni ríkisstjórn andspyrnunnar. Sundrung er milli uppreisnarhópa bæði í Sýrlandi og þeirra hópa sem eru í útlegð.

Erlent
Fréttamynd

MP banki skoðar að sækja nýtt hlutafé á næstunni

MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ósamræmi í landslagi Mars

Sérfræðingar hjá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, hafa uppgötvað ósamræmi í landslaginu á Mars eftir að hafa skoðað myndir úr litmyndavél Curiosity, könnunarfarsins sem ekur nú um yfirborð rauðu plánetunnar.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar skoða gullfót undir dalinn

Repúblikanaflokkurinn, annar af stóru flokkunum tveimur í Bandaríkjunum, hyggst kalla eftir því í stefnuskrá sinni fyrir forsetakosningarnar í haust að stofnuð verði nefnd til að skoða tengingu Bandaríkjadals við gullfót.

Viðskipti erlent