Aurum Holding málið

Deilt um dómara og vitni í Aurum-málinu
Fyrirtaka verður í Aurum-málinu á morgun en aðalmeðferð þess á að fara fram í apríl. Áður en til þess kemur þarf að leysa úr nokkrum ágreiningsefnum fyrir dómi en eitt þeirra snýr að setu Símons Sigvaldasonar í dómnum.

Meðdómari sem Hæstiréttur mat vanhæfan efast um hæfi Símons „grimma“
Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, bróðir Ólafs Ólafssonar og fyrrverandi meðdómari í Aurum-málinu, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir Símon Sigvaldason, héraðsdómara, harðlega.

102 milljóna króna gjaldþrot
Skiptum er lokið á félaginu Þú Blásól. Félagið, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í maí.

Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl
Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun.

Guðjón þarf að víkja sæti í Aurum-málinu
Hæstiréttur hefur úrskurðað að Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, skuli víkja sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis.

Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti
Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn.

Guðjón þarf ekki að víkja
Guðjón St. Marteinsson verður dómari í Aurum Holding-málinu þrátt fyrir kröfu Sérstaks saksóknara um að hann viki sökum vanhæfis.

Telja að dómarinn hafi ekki tekið afstöðu til sakarefnisins með skrifum sínum
Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fór fram á það fyrir dómi í dag að ekki yrði fallist á kröfu sérstaks saksóknara þess efnis að Guðjón St. Marteinsson, dómsformaður, víki sæti í Aurum-málinu vegna vanhæfis.

Sérstakur saksóknari telur dómsformann í Aurum-málinu hliðhollan sakborningum
Munnlegur málflutningur um kröfu ákæruvaldsins þess efnis að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Aurum-málinu frestað þar sem skjölum var ábótavant
Verjendur töldu ekki ljóst á hverju krafa sérstaks saksóknara byggði og var málinu því frestað til 14. september.

Eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs gjaldþrota
Eignarhaldsfélagið Þú Blásól var tekið til gjaldþortaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 20. Maí síðastliðinn. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu lýsir skiptastjórinn, Pétur Már Jónsson, eftir kröfum í búið.

Sverrir skilur ekkert í því af hverju hann var ekki yfirheyrður
Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum-málinu, segir að ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV um sérstakan saksóknara hafi verið viðbrögð við ómaklegri árás. Hann hefði átt að orða hlutina öðruvísi.

Jón Ásgeir: „Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm“
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni virðist sem koma eigi honum í fangelsi með öllum tiltækum ráðum.

Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega
Hæstiréttur féllst í gær á að ómerkja héraðsdóm í Aurum-málinu svokallaða vegna ættartengsla og ummæla meðdómanda í málinu í fjölmiðlum.

Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa
Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm.

Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm
Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm.

Aurum-málið: „Beinlínis ósennilegt að tengslin hafi farið fram hjá sérstökum saksóknara“
Verjendur í Aurum-málinu fóru fram á það í Hæstarétti í dag að ómerkingarkröfu ákæruvaldsins yrði hafnað.

Aurum-málið: „Ólafur Þór Hauksson er ekki eins og hver annar saksóknari“
Munnlegur málflutningur um ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða fór fram í Hæstarétti í dag.

Aurum-málið: Dómarar ekki til skýrslutöku
Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að verjendur í Aurum-málinu svokallaða fái ekki að kalla dómara málsins í héraði.

Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu
Úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar.

Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum
Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna.

Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara
Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag.

Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu
Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara.

Áfrýjar Aurum málinu og krefst ómerkingar
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað héraðdómi í Aurum málinu til Hæstaréttar og vill að niðurstaðan verði ómerkt.

Jón Ásgeir segir kappsama saksóknara hættulega samfélaginu
Ber tvo starfsmenn Sérstaks saksóknara þungum sökum.

Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig
Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans.

Segist hafa upplýst aðaldómara málsins um tengsl sín við Ólaf
Sverrir Ólafsson, meðdómari í Aurum málinu, segir að hann hafi upplýst aðaldómara málsins, Guðjón St. Marteinsson um tengsl sín við Ólaf Ólafsson, einn sakborninga í Al Thani málinu en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli
Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir.

Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega
Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu.

Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall
„Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður.