Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Hótað og ógnað eftir að hafa að­stoðað lög­reglu

Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gengi Play í frjálsu falli

Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play hafði lækkað um 38 prósent klukkan 10 í morgun, þegar markaðir höfðu verið opnir í hálftíma. Í gær gaf Play út neikvæða afkomuviðvörun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skamma og banna Play að blekkja neyt­endur

Neytendastofa hefur skammað og bannað flugfélaginu Play að birta auglýsingar sem eru líklegar til að blekkja neytendur um raunverulegan afslátt af flugi. Flugfélagið segir umræddar auglýsingar hafa verið gerðar í góðri trú.

Neytendur
Fréttamynd

Flug­nám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykja­víkur­flug­vallar í flugnámi

Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þau skilyrði sem krafist er fyrir flugnám. Þeir sem hafa talað um að neyða flugnámið burt frá fllugvellinum þekkja ekki hvaða kröfur þarf að uppfylla skv. EASA - Evrópsku flugöryggisstofnuninni og hvaða skaða þeir valda með því að hrekja flugnámið burt. Þó svo að flugskólarnir yrðu hraktir í burtu myndi flugumferð lítið minnka um Reykjavíkurflugvöll því flugnemarnir þyrftu hvort eð er að fljúga til og frá vellinum í sínu einkaflugnámi og í blindflugsæfingum.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­nám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórn­valda

Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Einn hand­tekinn í mansalsrannsókn lög­reglunnar

Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta raf­knúna flug­vélin í dönsku innan­lands­flugi

Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél snúið við vegna bilunar

Farþegaþotu frá United Airlines var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli vegna bilunar, sennilega í vökvakerfi. Flugvélin fór í loftið á tólfta tímanum í morgun en lenti svo aftur rétt upp úr klukkan eitt.

Innlent
Fréttamynd

Engin U-beygja hjá Play

Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta við yfirtökuna

BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bæjar­ráð Voga vill gera ráð fyrir flug­velli í Hvassahrauni

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Far­þegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent

Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent.

Viðskipti innlent