Skipulag

Fréttamynd

Bú­seti sættir sig ekki við vöru­húsið

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti sættir sig ekki við stærðarinnar vöruhús sem reist var fáum metrum frá fjölbýlishúsi í þeirra eigu. Framkvæmdastjórinn segir stjórnendur munu funda með lögmanni sínum á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Einka­fram­takinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svig­rúmi í skipu­lagi

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir augljóst að einkaframtakinu hafi ekki verið treystandi fyrir rúmum skipulagsheimildum í Breiðholti. Þess vegna séu reglur og kvaðir á skipulag mikilvægar. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir reglur of strangar en tekur þó fram að mikilvægt sé að borgin hafi afskipti þegar það varði heildarhagsmuni.

Innlent
Fréttamynd

„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgar­stjóra

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór.

Innlent
Fréttamynd

Það þarf að kyngja klúðrinu

Við höfum öll getað sett okkur í spor íbúa í Breiðholtinu sem hafa fengið risavaxna geymslu, gluggalausa og flata, sem eina útsýni sitt. Tillitsleysið í þeirra garð þegar ákveðið var að reisa fimm hæða gímald var algert og óskiljanlegt.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stærðar vöruhús sem reist var í Breiðholti steinsnar frá stofugluggum íbúa í fjölbýlishúsi ekki vera skipulagsslys heldur skemmdarverk.

Innlent
Fréttamynd

Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk

Það er ótækt að stjórnendur Reykjavíkur og skipulagsmála í borginni segist vera undrandi, skilji ekkert í þessu, tali um „fíaskó” og segi framkvæmdir sem voru beinlínis skipulagðar af borginni vera í andstöðu við stefnu borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins

Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

„Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús.

Innlent
Fréttamynd

Síðast­liðin tvö ár verið „al­veg skelfi­leg“

Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum.

Innlent
Fréttamynd

Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Ís­lands til 2042

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana því fulltrúar ellefu sveitarfélaga undirrituðu í gær í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum samkomulag um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands, sem gildir til 2042. Fimm ár tók að vinna skipulagið.

Innlent
Fréttamynd

Breytir gömlu heilsu­gæslunni í sex í­búðir

Hekla fasteignir hefur keypt fasteign að Drápuhlíð 14 til 16 þar sem áður var heilsugæsla. Félagið er í eigu forstjóra Heklu, Friðberts Friðbertssonar. Heilsugæslan flutti í Skógarhlíð sumarið 2023. Eignina keypti Friðbert af Reykjavíkurborg og ríkissjóði á um 341 milljón. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heidelberg hvergi af baki dottið

Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Þor­láks­höfn - byggð á tíma­mótum

Í vetur kenndum við Jan Dobrowolski þriðja árs arkitektanemum við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands námskeiðið Byggð á tímamótum. Námskeiðið er 14 vikna langt og eins og nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið bær utan borgarmarka sem stendur á tímamótum. Lögð er áhersla á að nálgast arkitektúr með sjálfbærni að leiðarljósi og byggingarefni skoðuð með það í huga.

Skoðun
Fréttamynd

Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar

Ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verður staðsett utan Hringbrautarlóðar en þó í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg og eru áætluð verklok 2030.

Innlent
Fréttamynd

Tóku fyrstu skóflu­stunguna að nýjum skóla

Tímamót urðu í dag þegar fyrsta skóflu­stungan var tekin að nýjum Bíldu­dals­skóla, sem verður samrekinn leik- og grunn­skóli ásamt frístund. Stór hópur bæjarbúa og annarra gesta kom til að verða vitni að stund­inni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vesturbyggð.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræða á Bylgjunni ekki í­gildi stjórnvaldsákvörðunar

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir fokið í flest skjól ef orð hennar um víkkun vaxtarmarka í viðtali í Bítinu teljist sem stjórnvaldsákvörðun. Beiðni um færslu vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið formlega inn á borð borgarstjórnar. 

Innlent
Fréttamynd

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliða­ár opin um­ferð

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Þau hýrast enn á Sævarhöfða

Ekkert er að frétta af málefni hjólhýsabúa sem hýrast enn á Sævarhöfðanum við ömurlegar aðstæður. Það er upplifun mín að borgarstjóri ætli að þreyta hjólhýsabúa til uppgjafar.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til borgar­stjórnar vegna mál­efna í Grafar­vogi

Ágæta borgarstjórn. Ég vil minna ykkur á þá staðreynd sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að andleg vellíðan er í beinu sambandi við aðgengi að náttúrunni. Á meðan geðheilbrigðismál eru mikið í umræðunni þessa dagana dúkkar upp hver embættismaðurinn á fætur öðrum og lýsir því yfir að það þurfi að bæta um betur.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórs­á

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október.

Innlent
Fréttamynd

Sköpum gönguvæna borg

Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. 

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra búinn að endur­skoða þjóðlendukröfur

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025.

Innlent