Skipulag

Fréttamynd

Flugbíllinn sem aldrei kom

Fjórar til fimm ferðir eru farnar á dag á íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er að þyngjast verulega og nauðsynlegt er að draga úr umferð. Rafhjól og önnur tæki knúin litlum mótor eru næsta byltingin í samgöngum. Sala hefur aukist mjög og er aukningin miklu meiri en í sölu á hefðbundnum reiðhjólum.

Innlent
Fréttamynd

Rukka lengur og meira og gjaldskylda á sunnudögum

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að lengja gjaldskyldutíma bifreiða á gjaldsvæði 1 í Reykjavík, auk þess sem gjaldskylda verður tekin upp á sunnudögum. Þá verður gjaldskrá einnig hækkuð á öllum gjaldsvæðum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Skoða málsókn vegna Hverfisgötu

Lögmaður undirbýr nú mögulega hópmálsókn rekstraraðila við Hverfisgötu á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda og seinagangs en óvíst er um undirtektir. Hótel við götuna hefur þurft að gefa gestum sínum helmings afslátt vegna framkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Nærir sálina að hitta fólk

Borgarhönnun er límið á milli húsanna og fer fram í almannarýminu þar sem mannlífið er. Það er mikilvægt að hafa litla kjarna í hverfunum þar sem nágrannar mætast. Betri hönnun og skipulag getur stuðlað að betri heilsu og auknum lífsgæðum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis

Norðurþing krefst þess að eitt stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins taki niður hlaðinn vegg sem umlykur lóð þess við höfnina á Húsavík. Umræddur veggur sé ekki inni á lóð fyrirtækisins og ekki hafi fengist leyfi hjá sveitarfélaginu. Málið kom upp í fyrra og hafa samningaumleitanir farið út um þúfur.

Innlent
Fréttamynd

Segir Reykjavíkurborg þurfa að bæta upplýsingagjöf

Reykjavíkurborg þarf að bæta verklag sitt hvað varðar upplýsingagjöf vegna framkvæmda, þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður Skipulagsráðs. Sigurborg var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði“

Ég veit ekkert af hverju borgin klikkaði. Það er nákvæmlega þarna sem við viljum bæta okkur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs um ástæður þess að rekstraraðilar og íbúar á Hverfisgötu fengu aðeins viku fyrirvara vegna framkvæmdanna sem þar hafa staðið yfir í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Falla frá hugmyndum um hótel á Byko-reitnum

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillögu Plúsarkitekta að breytingu á deiliskipulagi Byko-reitsins svokallaða. Nýjir eigendur reitsins vilja falla frá hugmyndum um hótel á reitnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“

Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða.

Innlent
Fréttamynd

Borgin skoðar mál Kalla í Pelsinum

Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Borgin er með málið til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Öldungur í sjálfheldu vill efndir frá ráðherra

Hjörleifur Hallgríms á Akureyri segist sitja uppi með verðlausa lóð vegna kröfu um fornleifauppgröft. Sagnfræðingur er 99,9 prósent viss um að engar fornleifar séu á lóðinni. Hjörleifur segir menningarmálaráðherra hunsa sig.

Innlent