
Skák

Frábær skáktilþrif í Hörpu
Frábær tilþrif sáust í 6. umferð N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær. Mikil spenna er á toppnum og ljóst að lokaumferðirnar verða æsispennandi. Pavel Eljanov frá Úkraínu er einn efstur, en margir eiga möguleika á sigri á mótinu.

Friðrik stendur sig vel á Reykjavíkurskákmótinu
Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák, kom á óvart í þriðju umferð Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær, þegar hann gerði jafntefli við David Navara, ofurstórmeistara frá Tékklandi.

Þeir efnilegustu í heimi tefla
N1-Reykjavíkurskákmótið 2013 hófst í Hörpu síðdegis í gær og er haldið í 28. skipti. Mótið er hið fjölmennasta frá upphafi. Keppendur eru 228, þar af 150 erlendir gestir frá 38 þjóðum.

Reykjavíkurskákmótið hefst í dag
230 keppendur, þar af 170 erlendir frá 40 löndum muu keppa á Reykjavíkurskákmótinu sem sett verður í Hörpu síðdegis.

Skákmeistari handtekinn við dómsuppsöguna
Fyrrum heimsmeistarinn í skák Garry Kasparov var handtekinn fyrir utan dómshúsið í Moskvu í dag þar sem stúlkurnar í Pussy Riot voru fundnar sekar um óeirðir. Kasparov var dreginn með valdi inn í sendiferðabíl þar sem lögreglumenn þjörmuðu að honum eins og sést á myndinni hér til hliðar.

Fjörutíu ár liðin frá Einvígi aldarinnar
Fjörutíu ár eru liðin í dag frá því að Einvígi aldarinnar hófst. Þá tefldu þeir Boris Spassky, heimsmeistari í skák, og Bobby Fischer sína fyrstu skák hér í Reykjavík. Skákmenn munu halda upp á daginn með því að nýtt húsnæði skákfélagsins á Suðurlandi verður vígt. Það er helgað minningu Fischers og verður í senn minningarsetur um hann. Gunnar Finnlaugsson skákáhugamaður hefur haft veg og vanda að byggingu hússins. Fischer hvílir, sem kunnugt er, í Laugardælakirkjugarði á Selfossi.

Skákborð Páls í Pólaris seldist ekki á uppboði í Kaupmannahöfn
Skákborð og talfmenn úr einvígi aldarinnar árið 1972 seldust ekki á uppboði í Kaupmannahöfn þar sem hæsta boð var langt undir matsverði þeirra.

Munir úr einvígi aldarinnar til sýnis
Stærsta einkasafn muna úr einvígi þeirra Bobby Fischers og Boris Spasskí verður sýnt um helgina á sýningu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara.

Reykjavíkurskákmótið í Hörpu
Skáksamband Íslands og Harpa hafa gert með sér samkomulag um að Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið verði haldið í Hörpunni næstu þrjú ár. Ríflega 20 stórmeistarar eru þegar skráðir til leiks á Reykjavíkurmótinu 2012, en þekktastur þeirra er tékkneski stórmeistarinn David Navara, en hann hefur 2.712 alþjóðleg skákstig. Þátttaka er öllum opin.

Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers
Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag.

Héðinn Steingrímsson stórmeistari í skák
Héðinn Steingrímsson (2470) gerði jafntefli við Sebastian Plischki (2397) í níundu og síðustu umferð alþjóðlega mótsins í Mladá Boleslva í Tékklandi. Með árangrinum tryggði Héðinn sér sinn þriðja og síðasta stórmeistaraáfanga og hefur þegar náð tilskyldum skákstigum. Héðinn Steingrímsson er því orðinn stórmeistari í skák.

Friðriksmótið í dag
Friðriksmótið, skákmót til heiðurs Friðriki Ólafssyni fór fram í dag. Friðrik, sem er fyrsti stórmeistari Íslands, tefldi upphafsskák mótsins við Lenku Patsnikóvu, fyrsta kvennastórmeistara landsins. Lenka gerði sér lítið fyrir og sigraði Friðrik í æsispennandi skák. Allir helstu skákmenn þjóðarinnar tóku þátt í mótinu.

Selur allt bókasafnið sitt
"Fólk getur komið og keypt bækur úr safni uppáhalds söngvarans, stjórnmálamannsins eða skáldsins," segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hróksins en félagið efnir til bókamarkaðar í dag og á morgun