Kauphöllin

Fréttamynd

Agnarsmá hlutdeild útgerðar í Kauphöll

Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi.

Skoðun
Fréttamynd

5 ráð áður en þú byrjar að fjár­festa

Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm milljarða hagnaður á hálfu ári

Tryggingafélagið Sjóvá hagnaðist um 5,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. þar af um 3,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi. Forstjóri félagsins segir fjárhagslegan styrk félagsins hafa aukist umtalsvert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim

Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frá Ölmu til Eimskips

María Björk Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips. Hún kemur til starfa frá Ölmu íbúðafélagi þar sem hún hafði verið framkvæmdastjóri síðastliðin sjö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp

Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hluthöfum fækkar um fjögur þúsund

Hluthöfum í Íslandsbanka hefur fækkað um fjögur þúsund frá því bankinn var skráður á hlutabréfamarkað í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins í dag en fækkunin nemur liðlega sautján prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð á hluta­bréfum Play rauk upp í morgun

Hluta­bréfa­verð flug­fé­lagsins Play hefur hækkað mikið í fyrstu við­skiptum eftir að fé­lagið var skráð í Kaup­höllina í morgun. Þegar best lét í morgun höfðu bréfin hækkað um 41 prósent í verði, miðað við út­boðs­gengið 18, sem var gengi al­mennra fjár­festa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli

Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins.

Viðskipti innlent