Fjölmiðlar

Fréttamynd

KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar

BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið.

Innlent
Fréttamynd

Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hörður og Ólöf leiða nýjan viðskiptamiðil á Vísi

Nýr miðill sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál hefur göngu sína á Vísi á næstunni. Fyrir miðlinum fara þau Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir en auk þeirra kemur til starfa viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson. Um verður að ræða fréttamiðil í áskrift.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“

Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna.

Innlent
Fréttamynd

Sjö fengin til að skapa Ára­móta­skaupið

Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár.

Lífið
Fréttamynd

Styrmir Gunnars­son er látinn

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er látinn 83 ára að aldri. Óhætt er að segja að þar sé genginn einn áhrifamesti fjölmiðlamaður okkar Íslendinga. Styrmir var þungavigtarmaður í þjóðmálaumræðunni um áratuga skeið, öflugur álitsgjafi og greinandi allt þar til undir það síðasta.

Innlent
Fréttamynd

Reynslubolti af Mbl.is í morgunútvarp Rásar 1

Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til Ríkisútvarpsins þar sem hún á að leysa af Þórunni Elísabetu Bogadóttur á Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið. Hún starfaði lengi sem fréttastjóri og blaðamaður á Mbl.is.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis“ illa tímasett og auki á gremju

Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítalanum, segir að það auki einungis á gremju starfsfólks Landspítalans að lesa "hetjuviðtöl af niðurskurði erlendis", á sama tíma og það sé kallað inn úr sumarfríum og sé að taka aukavaktir til að mæta álagi sem skapast af völdum fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins. Verið sé að tala niður hversu erfið bylgjan sé við að eiga með því að „berja sífellt í bumbur rekstrarvanda og vísa til óstjórnar á spítalanum.“

Innlent
Fréttamynd

Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk

Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

„Hvað gerðist á Íslandi?“

„Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Mælaborðið logar

Þegar ég fékk hið langþráða bílpróf fyrir 20 árum, voru bifreiðar með kveikjuhamar og innsogi. Engin bílbelti voru í aftursætum en þar voru auðvitað öskubakkar.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar pólitískum um­ræðu­þætti sem sitjandi þing­maður

Páll Magnús­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska um­ræðu­þætti á sjón­varps­stöð Hring­brautar fram að næstu al­þingis­kosningum 25. septem­ber. Páll er auð­vitað á­fram sitjandi þing­maður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt dæmið um almannatengla sem misskilja hlutverk sitt

„Það virðist vera að yfir­menn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlut­verki sínu og stöðu gagn­vart fjöl­miðlum og mikil­vægi þeirra varðandi veitingu upp­lýsinga heldur en sam­skipta­stjóri spítalans sjálfur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tölvupóst sem samskiptastjóri Landspítala sendi á yfirmenn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur Ernir er nýr rit­stjóri Frétta­blaðsins

Sig­mundur Ernir Rúnars­son hefur verið ráðinn nýr rit­stjóri Frétta­blaðsins og aðal­rit­stjóri út­gáfu­fé­lagsins Torgs ehf., sem rekur Frétta­blaðið, DV, Markaðinn og Hring­braut. Hann tekur við aðf Jóni Þóris­syni sem hefur starfað sem rit­stjóri frá haustinu 2019.

Innlent