Fjölmiðlar

Fréttamynd

Ástin skorar hærra hjá þjóðinni en enski boltinn

Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar hér á landi, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á þættina en á enska boltann.

Lífið
Fréttamynd

Al­menningur á að njóta vafans

Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál metur hvort opinberum aðila beri að veita almenningi upplýsingar, sem óskað er eftir, þá velur hún ítrekað að túlka upplýsingalög með þrengsta mögulega móti. Ekkert bendir til að það hafi verið ætlun löggjafans.

Skoðun
Fréttamynd

RÚV leið­réttir frétt í kjöl­far gagn­rýni Sam­herja

Fréttastofa RÚV telur rétt að leiðrétta fullyrðingu um Samherja sem birtist í frétt um þróunaraðstoð og spillingu síðasta fimmtudag. Forsvarsmenn Samherja kröfðust þess fyrr í dag að RÚV myndi biðjast afsökunar og leiðrétta "meiðandi frétt“ sem sýnd var í tíufréttum RÚV síðasta fimmtudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu milljóna króna grín á Gamlárskvöld

Framleiðslufyrirtækið Republik fékk 12,6 milljónir króna endurgreiddar vegna kostnaðar við framleiðslu Áramótaskaupsins. Samkvæmt þessu var kostnaður Republik við Skaupið í ár rúmlega 50 milljónir króna en framleiðslufyrirtæki eiga rétt á 25 prósenta endurgreiðslu úr ríkissjóði.

Innlent
Fréttamynd

Verktakar máttu ganga í störf blaðamanna Mbl.is

Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, var sýknað í meginatriðum af ásökunum um verkfallsbrot í verkfalli vefblaðamanna fyrir áramót. Kveðinn var upp úrskurður þess efnis núna klukkan 16:30 í húsakynnum Landsréttar. Fréttaskrif Baldurs Arnarsonar, blaðamanns Morgunblaðsins, á Mbl.is voru úrskurðaðar ólöglegar.

Innlent
Fréttamynd

Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála.

Innlent
Fréttamynd

Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV

Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar.

Innlent
Fréttamynd

Viaplay hirðir enska boltann af TV2

Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Magnús Hlynur þakklátur fyrir að vera á lífi

Kjartan Atli Kjartansson hitti fréttamanninn Magnús Hlyn Hreiðarsson í sundlauginni á Selfossi klukkan hálf sjö um morguninn á dögunum og fór með honum í gegnum heilan dag fyrir Ísland í dag á Stöð 2.

Lífið