Fjölmiðlar

Fréttamynd

Útvarpsstjóri átti einn kost

Fréttamenn RÚV ætla að fara fram á rökstuðning frá útvarpsstjóra vegna ráðningar nýs fréttastjóra. Heimildir innan Útvarpsins herma að útvarpsstjóri hafi metið það svo að þar sem enginn annar umsækjenda hafi komist á blað hjá útvarpsráði ætti hann þann kost einan í stöðunni að skipa Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Taugatitringur innan Árvakurs

Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir.

Innlent
Fréttamynd

Talibanafemínistar gegn Bjössa Jör

Björn Jörundur var að fá úr prentsmiðjunni 5. tölublaðið af bOGb. Hann tók við ritstjórn tímaritsins blautur á bak við eyrun. Nú er komin reynsla og í helgarblaði DV ræðir ritstjórinn það hversu erfitt getur reynst að kollvarpa hugmyndum fólks um að hann ritstýri klámblaði og árásir femínista á hendur sér.

Menning