Dýr

Fréttamynd

Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat

Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Forystusauður í stífum æfingabúðum

Stífar æfingar standa yfir þessa dagana við að venja forystusauð að hlaupa í taumi með hesti þegar bóndi á bæ í grennd við Laugarvatn fer í sinn daglega reiðtúr á hestinum Kafteini með sauðinn í eftirdragi.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað

Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“

Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Sex ljón afhöfðuð og hrammarnir hirtir

Sex ljónshræ hafa fundist í Queen Elizabeth National Park í Úganda. Grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum en búið var að afhöfða þau og fjarlæga hramma þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Fólk varað við að nálgast hvalinn

Mikill mannfjöldi var í fjörunni á Garðskaga í dag en þar hefur hnúfubakur sem rak á land legið í nokkra daga. Fólk hefur verið varað við því að fara of nálægt hvalnum, en að sögn vísindamanna frá Hafrannsóknarstofnun mun hvalurinn brátt springa í loft upp vegna gasmyndunar.

Innlent
Fréttamynd

Hundur Joes Biden til vand­ræða og sendur burt úr Hvíta húsinu

Tveimur hundum bandarísku forsetahjónanna Joe og Jill Biden, hefur verið vísað burt úr Hvíta húsinu í Washington og þeir sendir aftur til heimilis Biden-hjónanna í Delaware. Þetta var gert í síðustu viku eftir að annar hundanna, Major Biden, sýndi af sér árásargjarna hegðun.

Erlent
Fréttamynd

Hundur féll af svölum á fimmtu hæð á Laugavegi

Vegfarendum sem áttu leið um Laugaveg síðdegis í gær brá nokkuð í brún þegar þeir sáu hund sem lá illa slasaður í blóði sínu. Hundurinn hafði fallið niður af svölum á fimmtu hæð og niður á götu. Hundurinn mun hafa lifað fallið af en dáið síðar um daginn af sárum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19

Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr.

Erlent
Fréttamynd

Hundar Lady Gaga komnir heim heilir á húfi

Koji og Gustav, frönskum bolabítum bandarísku tónlistarkonunnar Lady Gaga, hefur verið skilað til eiganda síns heilum á húfi. Þeir voru teknir ófrjálsri hendi og Ryan Fischer, aðstoðarmaður Gaga, skotinn í bringuna síðastliðinn miðvikudag.

Erlent
Fréttamynd

Um manninn og fleiri dýr

Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst.

Skoðun
Fréttamynd

Ástralskur sauður rúinn hálfri kengúru

Veikburða sauður fannst í Ástralíu á dögunum, sem er ef til vill ekki í frásögur færandi nema vegna þess að skepnan hafði ekki verið rúin í fjölda ára og var 35 kílóum léttari þegar snyrtingu lauk.

Erlent
Fréttamynd

Bitin í rassinn af birni

Kona sem var í útilegu í Alaska í síðustu viku særðist á rassi þegar hún gekk örna sinna í kamri í óbyggðum ríkisins og telur að björn, sem var búinn að koma sér fyrir í kamrinum, hafi bitið sig.

Erlent
Fréttamynd

Verndum líf­fræði­lega fjöl­breytni

Fuglar eru um margt táknmynd fyrir líffræðilega fjölbreytni. Til hennar er nú, þegar loftslagsbreytingar valda æ alvarlegri vandamálum, horft með auknum áhuga. Hér á landi verpa að staðaldri 75 tegundir. Í Ekvador við miðbaug jarðar eru tegundirnar 1651.

Skoðun
Fréttamynd

Þrífættur hundur

Tíkin Zenta er magnaður hundur á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra því hún er aðeins með þrjár lappir en lætur það ekki aftra sig við að gera alla hluti eins og hún gerði áður þegar hún var með sínar fjórar lappir.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“

Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda.

Innlent
Fréttamynd

Vísindamenn vilja grisja flóðhestahjörð Pablo Escobar

Vísindamenn segja nauðsynlegt að ráðast í grisjun flóðhestahjarðar sem varð til í kjölfar þess að eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar var drepinn af lögreglu árið 1993, áður en hún fer að ógna plöntu og dýraríkinu þar sem hún hefur fjölgað sér.

Erlent