
Landbúnaður

Þarf alltaf að vera svín?
Einu sinni á ferð minni um landið, eftir að hafa keyrt framhjá óteljandi hestum og kúm (og auðvitað sagt hestar! og beljur! upphátt í hvert sinn eins og lög segja til um) þá sá ég svín. Það var svo óvenjuleg sjón að það tók mig dágóða stund að þekkja dýrategundina.

Selja ferska mjólk í sjálfssölum og þróa spennandi nýjungar
Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti er drifin áfram af áhuga og metnaði fyrir heilnæmri, íslenskri framleiðslu og þar fæðast spennandi hugmyndir. Á síðasta ári hófu þau sölu á eigin framleiðslu úr ferskri, gerilsneyddri en ófitusprengdri mjólk undir vörumerkinu Hreppamjólk.

Jólakveðja matvælaráðherra
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra ritaði grein í síðasta Bændablað undir fyrirsögninni „Bjartsýni í sauðfjárrækt“. Greinin skildi eftir fleiri spurningar en hún svaraði hjá undirrituðum og fleirum sbr. nýlega skoðanagrein Þuríðar Lillý Sigurðardóttur (Vonbrigði fyrir starfstétt sauðfjárbænda).

Vonbrigði fyrir starfsstétt sauðfjárbænda
Það sat þungt hugsi og mjög vonsvikinn ungur bóndi við morgunverðarboðið fyrr í vikunni eftir að hafa lesið grein matvælaráðherra í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Greinin bar fyrirsögnina „Bjartsýni í sauðfjárrækt“ en skyldi eftir fleiri spurningar en svör.

Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum
Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land.

Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023
Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið.

Ný meistaranámsbraut um endurheimt vistkerfa við Landbúnaðarháskóla Íslands
Við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) er verið að leggja lokahönd á nýja alþjóðlega meistaranámsbraut í endurheimt vistkerfa e. Ecology Restoration. Námið er tveggja ára þverfaglegt nám sem veitir alþjóðlega innsýn og þekkingu á sviði vistheimtarfræði og hagnýta þjálfun í aðferðafræði endurheimtar.

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun
Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.

Nýsköpun sem gæti umbylt íslenskum sauðfjárbúskap
„Þetta er nýsköpun á heimsmælikvarða, ekki bara fyrir okkar fyrirtæki heldur fyrir Ísland og íslenska sauðfjárbændur. Eiginleikar íslensku ullarinnar er svo einstakir í heiminum að þá er ekki hægt að kópera,“ segir Ágúst Þór Eiríksson, eigandi útivistarfyrirtækisins Icewear en Icewear hefur þróað línu útivistarfatnaðar sem einangraður er með íslenskri ull.

Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu.

Vel heppnað Matvælaþing 2022
Á nýliðnu Matvælaþingi sem haldið var í Hörpu 22. nóvember var gerð metnaðarfull tilraun. Undir einu þaki söfnuðust saman fulltrúar allra þeirra hópa sem vinna að framleiðslu, sölu og dreifingu matvæla á Íslandi. Tilgangurinn var að kynna, ræða og rýna nýútkomin drög að matvælastefnu til framtíðar fyrir Ísland.

Ótrúlega flott röðun á heyrúllum á bænum Bjarnanesi
Það getur verið heilmikil kúnst að raða heyrúllum heim við bæi hjá bændum svo sómi sé af. Bóndinn á bænum Bjarnanesi rétt við Höfn í Hornafirði kann réttu handabrögðin við röðun rúlla því hann hefur raðað rúllunum sínum fimmtán hundruð við fjárhúsið af miklum myndarskap með dráttarvél.

Fyrsta matvælastefna stjórnvalda í fæðingu
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti drög að fyrstu heildstæðu matvælastefnu Íslands á þingi um málið í Hörpu í dag. Þar væru tengd saman helstu markmið í landbúnaði, sjávarútvegi, fiskeldi og öðrum greinum matvælaframleiðslu.

Bein útsending: Matvælaþing 2022
Matvælaþing 2022 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Það er Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem boðar til þingsins sem hefst klukkan 9:15 og stendur til 15:45.

Fólkið sem fann draumaheimilið við þjóðveginn austur úr borginni
Þegar við fylgjum Hólmsá og Suðurlandsvegi austur úr borginni, upp með vatnasviði Elliðavatns, má finna leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Svæðið geymir sögu nýbýla frá vaxtarárum Reykjavíkurbæjar eftir fyrri heimsstyrjöld og einnig stríðsminjar úr síðari heimsstyrjöld.

Bændur vilja þrengri skilyrði vegna erlendrar fjárfestingar í jörðum
Bændasamtök Íslands vilja að erlendri fjárfestingu í jörðum á íslenskri grundu verði þrengri skorður settar en fram koma í nýju frumvarpi til laga um rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu.

Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur
Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu.

Notar mest kollótta hrúta á fengitímanum
Mikil spenna er í fjárhúsum landsins þessa dagana en ástæðan fyrir því er einföld, fengitíminn er að hefjast.

SOS allt í neyð
Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða. Með tillögunni er matvælaráðherra falið af Alþingi að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér á landi við endurskoðun búvörusamninga árið 2023 þar sem markmiðið yrði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu á hverjum tíma.

Fyrsta staðfesta smit BPIV3
Veiran BPIV3 (Bovine Parainfluenza Virus 3) greindist nýlega í nautgripum í fyrsta skiptið hér á landi. Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunarfærasýkingu í nautgripum. Ekki er ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða. Veiran veldur ekki sýkingum í fólki.

Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar
„Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk.

Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn
Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta.

Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum
Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu.

Sauðfjárbændur í Fljótum treysta á vini og vandamenn við smölun
Sauðfjárbændur í Fljótum segjast vera of fáir eftir til að ráða einir við að smala eitt erfiðasta fjallasvæði landsins á Tröllaskaga. Þeir treysta á hjálp vina og vandamanna við smalamennskuna, en einnig á geltandi dróna.

Fljótabóndinn segir svínin vera gáfuðustu húsdýrin
„Þetta eru bráðgáfuð kvikindi. Af húsdýrunum, þá eru svínin langgáfuðust. Það er svo auðvelt að kenna þeim allt,“ segir Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, en svínin eru meðal dýranna í húsdýragarðinum sem þar er rekinn samhliða sauðfjár- og geitabúi ásamt ferðaþjónustu.

Kvartar ekki undan því að stelpurnar séu miklu fleiri í hestafræði á Hólum
„Já, rektorinn er bóndinn á Hólum. Hann þarf að sjá til þess að það verði borið hér á tún, að það verði heyjað og hrossin rekin í afrétt, og náð í þau og réttað, og allt þetta sem þarf að gera,“ segir Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.

10 ára smalastrákur fer á kostum með tíkinni Gló
Tíu ára strákur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kallar ekki allt ömmu sínu þegar kemur að því að smala kindum með hundi. Hann notar allskonar hljóðskipanir á hundinn, sem hlýðir öllu, sem strákurinn biður hann um að gera.

Álftir éta og éta upp kornakra bænda
Álftir eru verulegt vandamál þegar kornrækt er annars vegar því fuglarnir éta upp heilu hektarana frá bændum á örskotsstund. Kornbóndi á Suðurlandi segir að þó að þær séu reknar upp af ökrunum koma þær jafn harðan aftur, það verði að fækka fuglinum en í dag eru álftir friðaðar.

Kornbóndi ræktar hveiti á Suðurlandi með góðum árangri
Kornbóndi á Suðurlandi er nú að rækta hveiti á 43 hekturum lands með góðum árangri. Hveitið notar hann í fóður fyrir svínin sín.

Dráttarvélamótmæli gegn ropskatti á búfénað
Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við.