Landspítalinn

Fréttamynd

„Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“

Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að geta ekki brosað til fólks

„Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar

Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán á gjörgæslu en mannað fyrir tíu

Klukkan 13 í gær lágu þrettán einstaklingar á gjörgæsludeildum Landspítala, þrátt fyrir að tíu rúm væru „opin“ og mönnun eftir því. Alls voru 592 rúm opin á spítalanum, sem þýðir að mannað var til að mæta þörfum 592 sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Líkir gjörgæslunni við of lítinn björgunarbát

Gjörgæslan er björgunarbátur þeirra sem veikjast alvarlega af Covid-19 og á Íslandi er hann of lítill. „Að sleppa veirunni lausri án takmarkana væri álíka ábyrgðarlaust og bjóða fólki um borð í skip með alltof fáa björgunarbáta.“

Innlent
Fréttamynd

Telur grímuskylduna komna til að vera

Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Forstjóri Landspítalans getur þó ekki svarað því hvað spítalinn ráði lengi við ástandið. Sóttvarnalæknir telur að grímuskyldan sé komin til að vera.

Innlent
Fréttamynd

Sterkara heil­brigðis­kerfi

Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að meta gæði heilbrigðiskerfa og uppbyggingu þeirra, og bera þau saman við heilbrigðiskerfi annarra landa. Þar má til dæmis nefna mælikvarða um heilsu landsmanna, fjármögnun og hvernig heilbrigðiskerfum landa hefur tekist að bregðast við heimsfaraldri Covid-19.

Skoðun
Fréttamynd

Óbólusettir?

Morgunblaðið greindi frá því að um 40% þeirra sem hefðu lagst inn á Landspítalann í fjórðu COVID-19 bylgjunni væru óbólusettir. Orðið „óbólusettir“ samkvæmt orðabókinni malid.is þýðir „sá sem hefur ekki fengið bólusetningu“.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir full­bólu­settir bættust á gjör­gæslu

Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Telur ó­tækt að láta veiruna ganga ó­hindraða um sam­fé­lagið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að á hverjum degi sé unnið að því að bregðast við stöðunni á Landspítalanum, en líkt og fjallað hefur verið um eru blikur á lofti um hvort spítalinn ráði við mikið fleiri innlagnir af völdum Covid-19. Hún segir ljóst að óhindruð útbreiðsla myndi valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið. 

Innlent
Fréttamynd

Fækkar um einn á milli daga

Tuttugu sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og fækkar um einn á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri

Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum frekar að fylgja svart­sýnni spánni“

Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið á Landspítala hafi versnað

Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans.  Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum

Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun.

Innlent