Landspítalinn

Fréttamynd

Lést af völdum Covid-19 um helgina

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina, laugardaginn 22. maí. Hinn látni var á sextugsaldri og var lagður inn fyrir um mánuði síðan. 30 hafa hér með látist af völdum veirunnar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist

„Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði.

Lífið
Fréttamynd

Mikael Smári tekur við af Jóni Magnúsi

Mikael Smári Mikaelsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Hann tekur við starfinu af Jóni Magnúsi Kristjáns­syni sem sagði upp í janúar og tók við sem framkvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­vernd.

Innlent
Fréttamynd

Einn skip­verjanna fluttur á Land­spítala

Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn

Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar.

Innlent