Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Logi Einarsson skrifar 14. ágúst 2021 12:47 Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Samfylkingin Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun