NATO Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. Innlent 29.7.2022 13:17 Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. Innlent 29.7.2022 06:27 Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. Innlent 5.7.2022 11:09 Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. Erlent 1.7.2022 13:43 Hornsteinn NATO á norðurslóðum Fullyrðingar um að mikilvægi Íslands sé ekki lengur fyrir hendi þegar kemur að varnarmálum vestrænna ríkja stenzt ekki skoðun. Skoðun 1.7.2022 13:31 Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. Erlent 30.6.2022 11:53 Heja! Mikið yljar það mér sem móður, dóttur og ömmu að sjá hve vel þær standa sig, konurnar okkar sem ég vil kalla svo og á þá að sjálfsögðu við okkar mæta forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og hennar vinkonu utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þar sem þær standa keikar og svo elegant í glæsilegum hópi helstu stríðsherra heimsins! Skoðun 30.6.2022 11:31 NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. Erlent 29.6.2022 19:21 Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. Innlent 29.6.2022 14:37 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. Erlent 29.6.2022 13:19 NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. Innlent 28.6.2022 20:50 Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu. Erlent 28.6.2022 18:53 Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. Innlent 28.6.2022 13:55 Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Erlent 28.6.2022 08:58 Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. Erlent 27.6.2022 07:36 Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. Erlent 19.6.2022 15:20 Þegar Ísland ákvað stækkun NATO Í lok maí síðastliðinn voru 25 ár síðan að haldinn var utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Sintra, Portúgal, þar sem fram fór fyrsta umræða ráðherra bandalagsins um hvaða fyrrum austantjaldsríki myndu fá boð um aðild. Skoðun 17.6.2022 15:00 Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. Innlent 13.6.2022 23:47 NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. Innlent 13.6.2022 11:33 Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Erlent 9.6.2022 18:59 Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. Innlent 9.6.2022 11:57 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Erlent 8.6.2022 19:27 Vesturlönd eiga ekki að hafa áhyggjur af líðan Putins Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands fer í engar grafgötur með að Vesturlönd eigi að bregðast af hörku við innrás Rússa í Úkraínu og varast undirróður hans sem miði að því að afvegaleiða Vesturlönd til málamiðlana. Erlent 8.6.2022 16:59 Of stór biti í háls Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir. Skoðun 8.6.2022 07:00 Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. Erlent 5.6.2022 09:25 Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Innlent 2.6.2022 10:23 Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. Innlent 23.5.2022 16:09 Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra. Erlent 21.5.2022 22:25 Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 18.5.2022 11:37 Svíar og Finnar hafa formlega sótt um aðild Svíar og Finnar hafa formlega skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 18.5.2022 07:48 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 20 ›
Kannast ekki við meinta uppbyggingu NATO í Finnafirði Í morgun var greint frá því að Atlantshafsbandalagið hyggðist reisa langan viðlegukant í Finnafirði í Langanesbyggð. Sveitarfélagið hefur nú gefið út tilkynningu þar sem segir að engin erindi hafi borist sveitarfélaginu vegna málsins. Innlent 29.7.2022 13:17
Óska eftir uppbyggingu á Langanesi fyrir NATO Utanríkisráðuneytið er sagt hafa óskað eftir því að langur viðlegukantur verði reistur norðanmegin í Finnafirði í Langanesbyggð. Kanturinn er ætlaður Atlantshafsbandalaginu en Landhelgisgæslan fengi einnig aðstöðu þar. Innlent 29.7.2022 06:27
Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. Innlent 5.7.2022 11:09
Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. Erlent 1.7.2022 13:43
Hornsteinn NATO á norðurslóðum Fullyrðingar um að mikilvægi Íslands sé ekki lengur fyrir hendi þegar kemur að varnarmálum vestrænna ríkja stenzt ekki skoðun. Skoðun 1.7.2022 13:31
Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. Erlent 30.6.2022 11:53
Heja! Mikið yljar það mér sem móður, dóttur og ömmu að sjá hve vel þær standa sig, konurnar okkar sem ég vil kalla svo og á þá að sjálfsögðu við okkar mæta forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og hennar vinkonu utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þar sem þær standa keikar og svo elegant í glæsilegum hópi helstu stríðsherra heimsins! Skoðun 30.6.2022 11:31
NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. Erlent 29.6.2022 19:21
Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. Innlent 29.6.2022 14:37
Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. Erlent 29.6.2022 13:19
NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. Innlent 28.6.2022 20:50
Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu. Erlent 28.6.2022 18:53
Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. Innlent 28.6.2022 13:55
Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Erlent 28.6.2022 08:58
Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. Erlent 27.6.2022 07:36
Búi sig undir að stríðið í Úkraínu geti staðið yfir í nokkur ár Vesturlönd þurfa að búa sig undir langvarandi stríðsátök í Úkraínu og halda áfram að styðja við stjórnvöld þar til að aftra frekari árásumVladimírs Pútín Rússlandsforseta. Þetta segja leiðtogar Bretlands og NATO. Erlent 19.6.2022 15:20
Þegar Ísland ákvað stækkun NATO Í lok maí síðastliðinn voru 25 ár síðan að haldinn var utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Sintra, Portúgal, þar sem fram fór fyrsta umræða ráðherra bandalagsins um hvaða fyrrum austantjaldsríki myndu fá boð um aðild. Skoðun 17.6.2022 15:00
Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. Innlent 13.6.2022 23:47
NATO æfir kafbátahernað við Íslandsstrendur Herskip frá sex NATO-ríkjum taka þátt í kafbátaleitaræfingu sem fram fer í Norður-Atlantshafi næstu tíu daga. Æfingin fer að mestu leyti fram á hafsvæðinu við Noreg en að hluta til innan þess loftrýmissvæðis sem Ísland annast. Innlent 13.6.2022 11:33
Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Erlent 9.6.2022 18:59
Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. Innlent 9.6.2022 11:57
Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Erlent 8.6.2022 19:27
Vesturlönd eiga ekki að hafa áhyggjur af líðan Putins Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands fer í engar grafgötur með að Vesturlönd eigi að bregðast af hörku við innrás Rússa í Úkraínu og varast undirróður hans sem miði að því að afvegaleiða Vesturlönd til málamiðlana. Erlent 8.6.2022 16:59
Of stór biti í háls Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir. Skoðun 8.6.2022 07:00
Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. Erlent 5.6.2022 09:25
Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Innlent 2.6.2022 10:23
Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. Innlent 23.5.2022 16:09
Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra. Erlent 21.5.2022 22:25
Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 18.5.2022 11:37
Svíar og Finnar hafa formlega sótt um aðild Svíar og Finnar hafa formlega skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 18.5.2022 07:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent