Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

„Getum hrist að­eins upp í hlutunum“

„Við þurfum einna helst að einbeita okkur að okkur leik, hvernig við ætlum að verjast og hvernig ætlum að sækja. Við erum búnir að greina leikinn þeirra gegn Wales og sáum hvernig þeir spila,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í gær.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo af bekknum og til bjargar

Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Af­mælis­barnið Gylfi Þór fær kannski köku­sneið

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir Gylfa Þór mögulega fá kökusneið í tilefni dagsins en ekki mikið meira en það þar sem það er leikur annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Gömlu Írarnir léku Heimi grátt

Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur aldrei sungið þjóð­sönginn og byrjar ekki á því í dag

Hinn írski Lee Carsley, tímabundinn þjálfari enska A-landsliðsins, söng hvorki þjóðsönginn þegar hann spilaði fyrir Írland né þegar hann þjálfaði U-21 árs landslið Englands. Hann mun ekki byrja á því í dag þegar hann mætir þjóð sinni undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ís­lenskt hvað? Heimir hver?“

Heimir Hallgrímsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans bíður erfitt verkefni í Írlandi þar sem A-landslið karla í knattspyrnu hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur: „Við fórum vel yfir þetta í vikunni“

„Virkilega gott að byrja á þremur punktum, sérstaklega hérna heima, töluðum um að byrja þessa keppni af krafti og gerðum það,“ sagði markaskorarinn Jón Dagur Þorsteinsson eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Tyrkir héldu út manni færri í Wa­les

Wales og Tyrkland, sem eru með Íslandi í riðli í Þjóðadeild karla í knattspyrnu, gerðu markalaust jafntefli í Cardiff. Þrátt fyrir skort á mörkum var mikið fjör í leiknum og fór fjöldi spjalda á loft.

Fótbolti
Fréttamynd

„Setti hann ein­mitt svona á æfingu“

„Þetta er auðvitað geggjað, að koma aftur á Laugardalsvöll, skora og vinna 2-0. Það gerist ekki betra,“ sagði Orri Steinn Óskarsson, annar markaskorara Íslands, eftir sigurinn örugga gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti