Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls

Fréttablaðið og Ríkisútvarpið féllu í gildru Twitter-trölls þegar miðlarnir greindu frá því í gærkvöldi að bandaríski leikarinn og Íslandsvinurinn Will Ferrell hefði áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison. 

Lífið
Fréttamynd

Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­verjar beina spjótum að Telegram

Þjóðverjar hyggjast taka harðar á notkun samskiptaforritsins Telegram. Forritið hefur gjarnan verið orðað við glæpastarfsemi en stjórnvöld í Þýskalandi hafa áhyggjur af pólitískum öfgahópum sem nýta sér miðilinn í annarlegum tilgangi.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja til notkunar #lands­byggða­fyrir­tæki

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa fyrir samfélagsmiðladeginum #landsbyggðafyrirtæki miðvikudaginn 19. janúar. Sem hluti af átakinu er fólk hvatt til að segja frá uppáhalds fyrirtækinu sínu í heimabyggð eða deila sinni starfsemi með því að nota myllumerkið #landsbyggðafyrirtæki eða #ruralbusinessday.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­maður FKA neitar að stíga frá borði

Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 

Innlent
Fréttamynd

Unnur Eggerts afhjúpar kynið

Unnur Eggertsdóttir hefur tilkynnt á Instagram að hún á von á stúlku. Unnur á von á sínu fyrsta barni með unnustanum, Travis. Leik- og söngkonan er einn stofnanda skólans Skýið og er um þessar mundir búsett á milli Reykjavíkur og New York.

Lífið
Fréttamynd

Leyfir Twitter á ný

Forseti Nígeríu hefur nú tekið ákvörðun um að leyfa notkun samfélagsmiðilsins Twitter aftur. Bannið hafði varað í sjö mánuði eða síðan í júní á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Hvað er eiginlega þetta Be Real?

Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að sitja við sinn keip

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í gær til stæði að loka Facebook-síðu embættisins með vísan til persónuverndarsjónarmiða. Um sólarhring síðar er síðan orðinn óaðgengileg almenningi og tíu ár af Facebook-færslum á bak og burt. Engin önnur lögregluembætti hafa tekið ákvörðun um að feta í fótspor Suðurnesjamanna.

Innlent
Fréttamynd

LRH hættir ekki á Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Linda Pé svarar: „Ég veit hver ég er og fyrir hvað ég stend“

Fegurðardrottningin og lífsþjálfinn Linda Pé hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í gegnum tíðina og fer hún yfir það í nýjasta þætti af hlaðvarpi sínu hvernig takast eigi á við gagnrýni. Linda hefur verið á milli tannana á fólki síðustu daga eftir að hún ráðlagði hlustendum sínum hvernig missa mætti fjögur kíló á einum mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Að túlka læk

Skaufaglöp* miðaldra manna geta haft óvæntar afleiðingar. Fyrir fáeinum dögum fóru fimm þjóðþekktir menn í frí, eftir að sögur af sumarbústaðaferð fjögurra þeirra og golfferð tveggja höfnuðu á síðum fjölmiðlanna. Þarna er efni til að ræða nánar og rýna í. Hvað leiðir til þess að miðaldra menn, sama hversu vel þeim hefur vegnað í lífinu, verða pottormar af þeim toga sem lýst hefur verið? Og hvernig bregst samfélagið við?

Skoðun
Fréttamynd

Stjörnurnar minnast Bob Saget

Ástkæri leikarinn og grínistinn Bob Saget kvaddi þennan heim skyndilega í gær og eru vinir hans og samstarfsfólk um allan heim að minnast hans með fallegum orðum og sögum.

Lífið
Fréttamynd

Gagn­rýndi em­bættis­mann fyrir um­deilt læk og er nú sjálf gagn­rýnd fyrir það sama

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lækað færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns á Facebook, þar sem hann tekur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungri konu. Fjórir mánuðir eru síðan hún gagnrýndi vararíkissaksóknara fyrir að hafa lækað viðlíka færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Kveður sólina og flytur til Manchester

Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir er að flytja til Manchester. Hún sagði frá því á Instagram að þar væri planið að koma hárlengingamerkinu Glamista hair í verslanir erlendis. 

Lífið
Fréttamynd

Áslaug Arna lækar færslu Loga sem lokar á athugasemdir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að læka Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns frá því í gær, þar sem hann segist iðrast að hafa farið yfir mörk konu en neitar að hafa brotið gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar fólk er hvatt til þess að borða minna en unga­börn, þá er það megrun“

„Það er rosalega mikil áhersla á að fólk taki sig saman í andlitinu eftir hátíðirnar, eins og maður hafi verið að gera eitthvað af sér með því að hvílast og njóta með fólkinu sem maður elskar. Janúar er mánuðurinn sem óraunhæfar væntingar brotna og margir upplifa sig ekki nóg,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur

Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið.

Lífið