Spánn

Fréttamynd

Tekinn með kókaín á Spáni

Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Barcelona á Spáni með mikið magn af kókaíni. Maðurinn var á leiðinni til Íslands. Lagt hefur verið hald á mikið kókaín á þessu ári og er verðið lágt.

Innlent
Fréttamynd

Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk

Nýlega var stofnaður íslenskur stuðningsmannaklúbbur Athletic Bilbao. Formaðurinn segir að menningin muni spila stóra rullu, líkt og hjá liðinu sjálfu. Hann hefur fulla trú á að liðið geti á ný aftur keppt viðp risa spænskrar knattspyrnu.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsleifar einræðisherrans Franco grafnar upp

Arfleið einræðisherrans Franco vekur enn upp heitar tilfinningar á Spáni. Lík hans var í morgun fjarlægt frá minnisvarða þar sem þúsundir fórnarlamba hans voru grafin án samþykkis fjölskyldna þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Allsherjarverkfall í Katalóníu

Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togar Kata­lóna fá þunga fangelsis­dóma

Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið.

Erlent
Fréttamynd

Plácido Domingo hættir í kjöl­far á­sakana

Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar.

Erlent