Tollverðirnir á Kanarí förguðu þorramatnum strax vegna „óvenju slæmrar lyktar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:21 Sætir og brúnir Íslendingar á Spáni. Íslendingafélagið á Gran Cancaria Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“ Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Tollverðir sem tóku á móti sendingu af þorramat nýstofnaðs Íslendingafélags á Kanaríeyjum förguðu pökkunum á flugvellinum vegna „óvenju slæmrar lyktar“, að sögn sölu- og markaðsstjóra DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi til Kanaríeyja. Greint var frá því í dag að matnum, sem átti að vera á boðstólnum á fyrsta þorrablóti Íslendingafélagsins í kvöld, hefði verið hent beint í ruslið við komu á flugvöllinn á Kanaríeyjum í hádeginu í gær. Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, formaður félagsins, sagði í samtali við Vísi að eitthvað hefði „klikkað“ hjá flutningsaðilanum DHL, sem sá um flutning á matnum frá Íslandi. Þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna tollgæslan á flugvellinum hefði ákveðið að henda matnum. Öll hennar orka hefði farið í viðbragðsvinnu þegar tíðindin bárust í hádeginu í gær. Niðurstaðan var að bjóða upp á kjötsúpu á þorrablótinu. COVID19-veiran og ólyktin voru banabitarnir Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri DHL, segir að mismunandi reglur gildi um innflutning matvæla í hverju landi fyrir sig og því séu matvælasendingar alltaf á ábyrgð sendanda. DHL flytji hundruð matvælasendinga frá Íslandi til útlanda á ári hverju án vandkvæða, einkum í kringum páska og jól. „Hins vegar er tímasetningin á flutningi matvæla á milli landa með hraðsendingu ekki ákjósanleg um þessar mundir vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar og eru hertar reglur sem gilda um innflutning matvæla í flestum löndum þessa dagana,“ segir Björn Viðar. „Umrædd sending var stöðvuð af tollayfirvöldum á Kanarí þar sem óvenju slæm lykt var af innihaldi pakkanna. Þegar í ljós kom að um matvæli var að ræða þá var ákveðið að farga sendingunni strax.“ Pappírar sem fylgdu með sendingunni hefðu ekki skipt neinu máli þar sem tollgæslan á Kanaríeyjum hefði þurft að fara eftir fyrirmælum frá stjórnvöldum, sem væru skýr um hvað skuli gera í tilfellum sem þessum. Þá segir hann þeim hjá DHL að sjálfsögðu þykja mjög leitt að sendingunni hafi verið fargað og hyggst fyrirtækið endurgreiða Íslendingafélaginu flutningskostnaðinn. „Að því sögðu þá er ánægjulegt að heyra að þau ætli að gera gott úr þessu og gera sér glaðan dag, eins og Íslendingum sæmir, þótt ekki verði hákarl eða hrútspungar á borðum að þessu sinni.“
Íslendingar erlendis Spánn Þorrablót Tengdar fréttir Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið Íslendingarnir á Kanarí súrir eftir að þorramatnum var hent í ruslið. 12. febrúar 2020 15:36