Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent

Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Millifærði fyrir mistök í banka

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært íslenskan karlmann á fimmtugsaldri og íslenska konu á fertugsaldri, bæði búsett í Svíþjóð, fyrir að kasta eign sinni á fjármuni sem millifærðir voru af starfsmanni Landsbankans fyrir mistök.

Innlent
Fréttamynd

Bankar keppi á jafn­ræðis­grunni

Arion banki telur brýnt að samkeppnisstaða íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum verði færð á jafnræðisgrunn áður en hafist verður handa við að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni segir eðlilegt að setja fram áætlun vegna Íslandsbanka fyrst

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti munnlega skýrslu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Alþingi í dag. Hann sagði að það væri ekki heilbrigt að ríkið ætti tvo þriðju hluta bankakerfisins og sagði skynsamlegt fyrir ríkið að setja fram trúverðuga áætlun um losun eignarhalds á Íslandsbanka áður en teknar yrðu ákvarðanir varðandi Landsbankann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga

Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ásmundur fyllir í skarð Vilhelms

Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Hann tekur við keflinu af Vilhelm Má Þorsteinssyni sem á dögunum var kynntur til leiks sem nýr forstjóri Eimskips.

Viðskipti innlent