Slökkvilið

Fréttamynd

Reyk­skynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir

Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur nú yfir, 31 árið í röð. Markmið átaksins er vekja athygli á eldvörnum og öryggi á heimilum. Sem fyrr er höfuðáhersla lögð á mikilvægi reykskynjara. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri eldvarnaeftirlits hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að skerpa þurfi á mikilvægi reykskynjara þegar kemur að öryggi heimafyrir. Þeir bjargi mannslífum.

Samstarf
Fréttamynd

Opna verslanir í Kringlunni á ný

Kaupmenn í Kringlunni opnuðu í dag sex verslanir sem loka þurfti eftir alvarlegan bruna í verslunarmiðstöðinni í júní síðastliðnum. Ráðgert er að opna restina af búðunum sem var lokað í næstu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt

Slökkviliðið á höfuðborgarsæðinu sinnti fjórum dælubílaútköllum síðastliðinn sólarhring, þar á meðal til þess að aðstoða stúlku sem hafði skorðað sig fasta undir þili á milli klósettbása. Þá var töluverð útbreiðsluhætta þegar eldur kom upp í bifreið í Hafnarfirði en betur fór en á horfðist.

Innlent
Fréttamynd

Vita ekki hvað fór úr­skeiðis

Rannsókn á vettvangi eldsvoðans sem varð í einu húsi eggjabúsins Nesbús á Vogum á Vatnsleysuströnd um helgina er lokið. Ekki ligggja fyrir upplýsingar að svo stöddu um það hvað fór úrskeiðis. Rannsókn lögreglu heldur því áfram.

Innlent
Fréttamynd

Börðust við eldinn klukku­stundum saman í sex stiga frosti

Brunavarnir Suðurnesja sinntu krefjandi verkefni í nótt, þegar eldur kom upp í eggjabúi á Vatnsleysuströnd. Baráttan við eldinn fór fram í sex stiga frosti og stóð yfir í margar klukkustundir. Mikil áskorun var að tryggja að eldur breiddist ekki yfir í fleiri byggingar.

Innlent
Fréttamynd

Á­fallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“

Framkvæmdastjóri Nesbús segir eldsvoða sem kviknaði í varphúsi eggjabúsins í nótt vera mikið áfall. Erfitt sé að meta tjónið en bygging á sambærilegu húsi kosti um 150 milljónir. Betur fór þó en á horfðist þökk sé brunavörnum og starfi slökkviliðs.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldu­dal

Slökkvilið Vesturbyggðar sinnti útkalli í nótt vegna mengunarslyss þegar þúsund lítrar af maurasýru láku úr bamba á iðnaðarsvæði á Bíldudal. Engan sakaði en maurasýra er gríðarlega ertandi, bæði við snertingu og innöndun.

Innlent
Fréttamynd

Ingvar ráðinn slökkvi­liðs­stjóri

Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Ráðning Ingvars var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 28. október síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fækka áramótabrennum í Reykja­vík um fjórar

Fækka á áramótabrennum í Reykjavík úr tíu í sex. Erindi þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Þær brennur sem lagt er til að verði lagðar af eru þær sem haldnar hafa verið við Rauðavatn, í Suðurfelli , Laugardal og Skerjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Allt á floti á Auto í nótt

Vatnsúðakerfi skemmtistaðarins Auto fór í gang í nótt og vatn flæddi um allt gólfið. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á staðinn og hreinsunarstarf tók um klukkutíma.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í skor­steini í Máva­hlíð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með mikinn viðbúnað í Hlíðunum vegna elds sem kviknaði í skorsteini. Engin slys urðu á fólki og tókst að slökkva eldinn nokkuð auðveldlega.

Innlent
Fréttamynd

Bilun í bruna­boða á Kefla­víkur­flug­velli

Bilun var í brunaboða á Keflavíkurflugvelli í morgun og þurfi að rýma hluta flugvallarins í stutta stund. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Heimissyni varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja varði hún í aðeins stutta stund.

Innlent
Fréttamynd

Tveir á slysa­deild í kjöl­far bruna á Stuðlum

Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsleki í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðar nú Veitur við að dæla upp vatni sem lekur í Skeifunni í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Mikið tjón eftir að her­bergið fylltist af vatni

Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“.

Innlent