
Sigur Rós

Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós
Það er hægt að ganga að ýmsu sem vísu í lífinu. Jólin koma í desember, Sjálfstæðisflokkurinn réttir við kannanafylgi sitt í kosningum og enginn verður svikinn af kvöldstund með Sigur Rós.

Sigur Rós endar túrinn með Elju í Hörpu
Sigur Rós er á leið í tónleikaferðalag með strengjasveit um Norðurlöndin. Ferðalagið mun enda í Eldborg í Hörpu í desember næstkomandi. Sveitin mun þar koma fram ásamt kammersveitinni Elju.

„Ég er búinn að vera á leiðinni í fimmtán ár“
Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, ákvað að slá til og gerast nýliði hjá björgunarsveitinni Ársæli. Í honum hefur lengi blundað björgunarsveitarmaður en það hefur aldrei gefist tími fyrr en nú. Þó það sé rólegt hjá Sigur Rós þessa dagana getur vel verið að hljómsveitin þvælist fyrir nýliðastarfinu.

Sigur Rós hlýtur lof gagnrýnenda fyrir nýja plötu
Sigur Rós sendi frá sér sína áttundu hljóðversplötu þann 16. júní síðastliðinn. Platan, sem heitir Átta, hefur hlotið mikið lof meðal gagnrýnenda víðsvegar í heiminum.

Fyrsta lagið frá Sigur Rós í ár og daga
Sigur Rós sendir frá sér smáskífuna „Blóðberg“ í dag, fyrsta lagið frá hljómsveitinni í sjö ár. Lagið verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Átta, sem kemur út 16. júní. Sama dag fer hljómsveitin á tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku.

Fiðlubogasnillingar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
Fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og hljómsveitin Sigur Rós eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 31. október. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs.

„Gríðarlegur léttir að málinu sé lokið“
Margra ára skattsvikamáli hljómsveitarinnar Sigur rósar lauk í gær þegar að Landsréttur vísaði kröfu ríkisskattstjóra frá dómi. Lögmaður Jóns Þórs Birgissonar, eða Jónsa í Sigur rós eins og hann er oftast kallaður, segir skattstjóra hafa of víðtækar heimildir til kyrrsetningar.

Jónsi í Sigur Rós lagði ríkisskattstjóra
Landsréttur hefur vísað kröfu á hendur Jónsa í Sigur Rós vegna skattamáls hljómsveitarinnar frá héraðsdómi. Ríkisskattstjóri ákvað að falla frá áfrýjun dómsmála á hendur þriggja af fjögurra hljómsveitarmeðlima, sem allir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Eftir stóð Jónsi – og endurskoðandi hans.

Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum
Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi.

Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld
„Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi.

Fallið frá áfrýjun sýknudóms þriggja af fjórum málum Sigur Rósar
Fallið hefur verið frá áfrýjun á sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þriggja af fjórum skattsvikamálum sem tengdust hljómsveitinni Sigur Rós. Ekki er ljóst hvað verður í máli Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar.

Sigur Rós með stórtónleika í Laugardalshöll í nóvember
Hljómsveitin Sigur Rós lokar tónleikaferðalagi sínu heima á Íslandi. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöll 25. nóvember. Forsala á tónleikana hefst 16. mars klukkan níu.

Sigur Rós í upptökum í Abbey Road og tilkynnir fyrsta tónleikaferðalagið í fimm ár
Hljómsveitin Sigur Rós mun í vor og sumar fara á tónleikaferðalag. Munu þeir meðal annars koma fram í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Miðasalan hefst formlega á morgun.

Ríkissaksóknari áfrýjar máli Sigur Rósar: „Mér þykir þetta orðið skammarlegt“
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í máli fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Liðsmönnum sveitarinnar hefur verið birt áfrýjunarstefna.

„Mjög sterk og ákveðin sýkna“
Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot.

Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik.

Daði fær silfurplötu í Bretlandi
Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi.

Sigur Rós gefur út myndband sem var tekið upp 2002
Sigur Rós gefur í dag út smáskífuna og myndband við Stendur æva sem er annað lagið sem kemur út af plötu þeirra Hrafnagaldur Óðins.

Sigur Rós gefur loksins út Hrafnagaldur Óðins
Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í morgun langþráða útgáfu á Hrafnagaldri Óðins. Tónverkið er meðal annars flutt af kammerkórnum Schola cantorum og L’Orchestre des Laureats du Conservatoire national de Paris.

Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland
Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland.

„Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur“
Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit.

Hlustaðu á fyrsta lag Jónsa í áratug
Tónlistarmaðurinn Jónsi, forsprakki hljómsveitarinnar Sigur Rósar, gefur í dag út fyrsta lag sitt undir eigin nafni í áratug.

Jónsi í Sigur Rós kominn með lyktarskynið aftur eftir Covid-19
Jónsi starfar meðal annars sem ilmvatnshönnuður. Lyktarskynið er nokkuð mikilvægt verkfæri í þeirri starfsgrein.

Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm
Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Buttigieg: Sigur Rós ætti síðasta lagið
Bandaríski forsetaframbjóðandinn virðist vera mikill aðdáandi íslensku sveitarinnar Sigur Rósar ef marka má svar hans við spurningu kynnis á kosningafundi hans í Suður-Karólínu fyrr í vikunni.

Jónsi setur kyrrsettu eignirnar á Spítalastíg á sölu
Heildarfasteignamat lóða og mannvirkja er 300.300.000 króna.

Veisla fyrir skilningarvitin í Fischer
Í dag verður kynntur þriðji ilmurinn frá Fischer, Fischer nr. 8. Hann er hannaður af Jónsa úr Sigur Rós. Fischer er fjölskylduverkefni þar sem allir leggja sitt af mörkum til að veita gestum upplifun fyrir öll skilningarvitin.

Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi
Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs
Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Tveir meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram
Þrátt fyrir að kvarnast hafi úr sveitinni af ýmsum sökum, baráttu við skattinn og fleira, munu tveir eftirstandandi meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram.