
Tímamót

„Fyrsta og besta vikan“
Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, og sambýlismaður hennar Enok Jónsson eignuðust dreng 8. febrúar síðastliðinn. Birgitta segir liðna viku dásamlega.

Íslendingar vilja „fagna þessu öllu saman“
Þjóðfræðingur hefur ekki áhyggjur af stöðu íslenskra siða í samfélaginu þrátt fyrir að alþjóðlegir dagar hafi undanfarin ár náð hér mikilli fótfestu. Íslendingar séu upp til hópa nýjungagjarnir en líka íhaldssamir. Blómasali í Hafnarfirði segir að Valentínusardagurinn sé eins og keppnisdagur hjá blómasölum landsins.

„Stærsta kakan sem ég er búinn að bíða lengi eftir komin í ofninn“
Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel er að verða afi. Hann greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Ólafía Þórunn og Thomas eignuðust dreng
Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og eiginmaður hennar Thomasi Bojanowski eignuðust dreng þann 8. febrúar síðastliðinn.

Snæfríður og Högni eiga von á stúlku
Listaparið Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Snæfríður deildi gleðtíðindunum í story á Instagram.

Stjörnulífið: Idol, skíðaferðir og ástarjátningar
Idol-gleði, skíðaferðir, barneignir og ástin spilaði lykilhlutverk í liðinni viku. Stjörnur landsins fögnuðu ýmsum tímamótum með glæsibrag og febrúar virðist fara vel í mannskapinn.

Dagný Brynjars og Ómar eignuðust sinn annan son
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, og Ómar Páll Sigurbjartsson eiginmaður hennar eignuðust sitt annað barn á dögunum.

Birgitta Líf og Enok birta fyrstu myndina af barninu
Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok Jónsson hafa birt fyrstu myndina af barni þeirra. Það kom í heiminn þann 8. febrúar.

Camilla Rut og Valli trúlofuð
Camilla Rut Rúnarsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og Valgeir Gunnlaugsson, pítsabakari og eigandi pizza 107, eru trúlofuð. Camilla greindi frá tímamótunum í story á Instagram.

Ingveldur kveður Hæstarétt
Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari og varaforseti réttarins lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. Staða dómara við réttinn verður auglýst.

„Ég átti afar erfitt með að halda aftur af tárunum þegar ég fylgdist með“
Fyrrverandi fegurðardrottningin og handboltakonan Hildur María Leifsdóttir og kærastinn hennar Sigurður Jakob Helgason lögmaður eignuðust stúlku 4. febrúar síðastliðinn, fjórum vikum fyrir settan dag. Parið greinir frá komu dótturinnar í sameiginlegri færslu á Instagram.

Sara Sigmunds sviptir hulunni af kærastanum
Sara Sigmundsdóttir afrkskona í CrossFit sendi kærastanum og CrossFit-kappanum Luke Ebron hjartnæma afmæliskveðju á Instagram í tilefni dagsins. Í færslunni má sjá myndir af parinu saman en þau hafa haldið sambandinu frá sviðsljósinu.

Myndaveisla: Júlí Heiðar og Prettyboitjokkó í eina sæng
Tónlistarmaðurinn og hjartaknúsarinn Júlí Heiðar Halldórsson fagnaði sinni fyrstu sólóplötu, Þrjátíu og þrír, með sérstöku hlustunarpartýi síðastliðið miðvikudagskvöld. Platan er væntanleg 22. mars á 33 ára afmælisdegi Júlís.

Freyja Haralds komin með kærasta
Freyja Haraldsdóttir baráttukona, fósturmamma og doktorsnemi hefur fundið ástina. Freyja er skráð í samband á Facebook með David Agyenim Boateng.

„Pabbinn þarf á áfallahjálp að halda“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og kærasta hans, María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, eignuðust stúlku 3. febrúar síðastliðinn.

Stjörnulífið: „Við Hjálmar munum aldrei gleyma þessu kvöldi“
Febrúar er genginn í garð með hækkandi sól og veðurviðvörunum. Stjörnur landsins létu veðrið ekki á sig fá og ýmist þjófstörtuðu bolludeginum, skelltu sér í reiðtúr eða skemmtu sér á þorrablóti Grindvíkinga.

Heldur kærustunni leyndri vegna pressu fjölmiðla
Athafna- og veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, þekktur sem Simmi Vill, er kominn með kærustu. Simmi greindi frá gleðifréttunum í nýjasta hlaðvarpsþætti 70 mínútna.

Bað kærustunnar í þrjú þúsund metra hæð
Breski leikarinn Ed Westwick bað um hönd kærustu sinnar og leikkonunnar Amy Jackson á hinni hangandi brú, Peak Walk by Tissot, í svissnesku Ölpunum á dögunum.

Leifur Andri og Hugrún eiga von á „litlu ljóni“
Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og kærastan hans Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eiga vona á sínu fyrsta barni saman.

Atli Már og Katla tilkynna kynið
Atli Már Steinarsson útvarpsmaður á RÚV og sambýliskona hans, Katla Ómarsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Katla tilkynnti í færslu á samfélagsmiðlum á dögunum að von væri á stúlku.

Handboltapar á von á barni
Handboltaparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason eiga von á sínu fyrsta barni saman í lok sumars. Parið deildi gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Brynhildur Gunnlaugs hélt meðgöngunni leyndri
Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir og körfuboltamaðurinn Dani Koljanin eignuðust stúlku 4. desember síðastliðinn. Brynhildur hélt þunguninni leyndri frá fylgjendum sínum og segist ekki ætla að birta myndum af dótturinni á miðlunum.

Funheitar og fágaðar flugkonur
Flugmannastarfið var lengi álitið karlastarf hér á landi eða til ársins 1984 þegar fyrsta konan, Sigríður Einarsdóttir, hóf atvinnuflugmannsferil sinn hjá Flugleiðum. Mikil fjölgun hefur orðið af kvenkyns flugmönnum hér á landi síðastliðin ár og er hlutfall kvenna í stéttinni með því hæsta í heiminum.

Tóku brúðkaupsmyndirnar í Melabúðinni: „Skemmtilegasta búðin á landinu“
Þau Klara Rún Ragnarsdóttir og Birgir Már Arnórsson gengu nýlega í hjónaband. En í stað hinna hefðbundnu brúðkaupsmynda sem gjarnan eru teknar í náttúrunni eða í ljósmyndaveri í tilefni þess áfanga ákváðu þau að myndirnar yrðu teknar í Melabúðinni.

Myndir frá fjölmennu kveðjupartýi borgarstjóra í Borgarleikhúsinu
Dagur B. Eggertsson hélt kveðjupartý í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag með glæsibrag. Fjöldi fólks mætti og fagnaði tímamótunum í lífi Dags.

Fékk formann flokksins í hundrað ára afmælisgjöf
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tók sér hlé frá önnum við að sinna utanríkismálunum og heimsótti hundrað ára afmælisbarn á hjúkrunarheimili í dag.

Báðir tvíburarnir enduðu í eldavélum
29. janúar 2024 fagna tvíburarnir Ágúst Ingiþórs og Ingvi Ingiþórs Ingasynir áttatíu ára afmæli sínu en í sitthvoru landinu.

Theodóra Mjöll og Þór opinbera kynið
Theodóra Mjöll Skúladóttir, hárgreiðslukona og vöruhönnuður, og Þór Steinar Ólafs knattspyrnuþjálfari eiga von á dreng. Parið greindi frá gleðitíðindunum í í hringrásarfærslu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

„Hún gerir skammdegið bjartara með brosinu einu saman“
Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir sendi kærustu sinni, Kolbrúnu Ósk Skaftadóttur bókastjóra bókaútgáfunnar Bókabeitunnar, hjartnæma afmæliskveðju á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins.

Saga Garðars og Snorri eignuðust dreng
Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eignuðust dreng á dögunum. Fyrir eiga hjónin eina stúlku Eddu Kristínu, fædda árið 2018.