Noregur Sorglegt að heyra af voðaverkum í heiminum Benedikt Páfi 16. lýsti yfir samstöðu sinni með fórnarlömbum árásanna í Noregi. Í ræðu sem páfinn hélt fyrir pílagríma á Ítalíu á sunnudaginn sagðist hann finna fyrir djúpri sorg vegna hryðjuverkaárásanna í Noregi. Erlent 24.7.2011 11:42 Myndbandið sem morðinginn setti á netið rétt fyrir ódæðin Lögreglan í Noregi segir framburð og gögn á heimili Anders Behring Breivik benda til þess að hann hafi undirbúið fjöldamorðin í Noregi í um tvö ár. Í yfirheyrslum hjá lögreglu hefur hann gengist við morðunum og að þau hafi verið grimmileg, en segir þau engu að síður hafa verið nauðsynleg. Erlent 24.7.2011 09:48 Norðmenn minnast fórnarlambanna Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Innlent 24.7.2011 09:26 Voðaverkin voru grimm - en nauðsynleg Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik, sem varð að minnsta kosti níutíu og tveimur að bana með sprengju í miðborg Oslóar og í skotárás á eyjunni Útey í gær, segir að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg. Erlent 23.7.2011 22:25 Harmleikurinn í Noregi: Sprengjan var 500 kíló að þyngd Sprengjan sem sprakk í Osló í gær var að minnsta kosti 500 kíló að þyngd, segir yfirmaður norsku sprengjudeildarinnar, Per Nergaard. Erlent 23.7.2011 21:03 Sorg í hjarta Jóhönnu "Þetta var mjög hjartnæm athöfn sem snart hvern einasta mann sem hér var mjög djúpt,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra . Hún sagðist finna mikla hryggð í hjarta sínu vegna fjöldamorðanna í Noregi í gær. Innlent 23.7.2011 19:48 Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Erlent 23.7.2011 18:16 Karl hvetur presta til að minnast á norsku þjóðina á morgun Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Innlent 23.7.2011 15:48 Jón Gnarr sendir samúðarkveðju Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent borgarstjóra Oslóarborgar, Fabian Stang og sendiherra Noregs á Íslandi, dag Vernö Holter, samúðarkveðjur og boð um alla þá aðstoð sem gæti hugsanlega komið að gagni vegna atburðana í Noregi í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vinátta Reykjavíkur og Oslóar eigi sér langa hefð og eru stöðug og náin samskipti milli borganna tveggja. Innlent 23.7.2011 14:55 Íslensk hjúkrunarkona á vaktinni í Osló "Ástandið var mjög "kaótískt" til að byrja með, fyrst eftir að fréttist af sprengingunni í Osló voru allir mjög sjokkeraðir og síðan enn frekar þegar fréttist af skotárásinni," segir Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem vinnur á spítala í Sandvika sem er skammt frá Osló. Innlent 23.7.2011 13:15 Skipulagði voðaverkin í litlu einbýlishúsi Norskir fjölmiðlar hafa birt mynd af húsinu sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik bjó í og skipulagði voðaverkin sem hann framdi í gær. Hann sprengdi upp bifreið í miðborg Oslóar og skaut svo ungmenni á eyjunni Útey sem er skammt frá Osló. Norska lögreglan hefur staðfest að minnsta kosti 92 hafi látið lífið. Erlent 23.7.2011 14:12 Þetta var fjöldamorðinginn að hugsa Skrif Anders Behring á norska öfgavefinn document.no hafa verið þýdd á ensku. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningarstefnu og Íslam sem hann segir vera að taka yfir Evrópu. Innlent 23.7.2011 13:03 Hver er Anders Breivik? Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Erlent 23.7.2011 12:19 Jóhanna - Hugur okkar hjá norsku þjóðinni "Þetta eru svo hörmulegir atbuðir að engin orð fá því lýst. Við finnum innilega til með norsku þjóðinni á þessum hræðilegu tímum. Hugur okkar er með Norðmönnum og ekki síst fórnarlömbum og aðstandendum þeirra sem eru kannski að ganga í gegnum erfiðustu tíma sem Norðmenn hafa gengið í gegnum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Innlent 23.7.2011 12:10 Skaut á fólk sem reyndi að synda af eyjunni Nýjustu fréttir norska ríkissjónvarpsins herma að annar maður hafi verið handtekinn í tengslum við fjöldamorðin á Útey í gær. Norska lögreglan staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi átt sér vitorðsmann. Erlent 23.7.2011 12:03 Fórnarlamba minnst í Eyjum Stafkirkjan á Heimaey verður opin í dag og hægt verður að minnast þeirra sem misst hafa lífið í árásunum í Osló og Útey í gær. Kirkjan er opin frá klukkan 11 til 17, flaggað verður í hálfa stöng og hægt er að rita samúðarkveðjur í sérstaka minningarbók þar í dag og næstu daga. Innlent 23.7.2011 11:54 Ólafur Ragnar: Hugur Íslendinga hjá Norðmönnum Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í morgun samúðarkveðjur til Haraldar Noregskonungs og norsku þjóðarinnar. Í kveðjunni lýsti forseti djúpri samúð allra Íslendinga vegna hinna skelfilegu atburða í Noregi. Hugur okkar væri hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hefðu og við vonuðum að þau hefðu styrk til að glíma við hina miklu sorg. Innlent 23.7.2011 11:34 Hugsanlegt að annar byssumaður hafi verið á eyjunni Fjölmörg vitni á eyjunni Útey segjast handviss um að byssumaðurinn á eyjunni í gær hafi ekki verið einn að verki þegar hann varð að minnsta kosti áttatíum og fjórum að bana. Þau segja að skothljóð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni. Erlent 23.7.2011 11:19 Við erum öll Norðmenn Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lofaði í gær að Norðurlöndin myndu standa saman eftir árásirnar í gær. Bildt tjáði sig á Twitter og sendi samúðarkveðjur til Norðmanna og bauð fram aðstoð. "Við erum öll Norðmenn,“ sagði hann jafnframt. Erlent 22.7.2011 22:51 Umheimurinn hugsar til Norðmanna Fjölmargir þjóðhöfðingjar hafa sent Norðmönnum samúðarkveðjur og sagt hug þjóðar sinnar vera með Norðmönnum. Erlent 23.7.2011 10:24 Svona lítur hann út Maðurinn sem talinn er eiga sök á fjöldamorðunum í Noregi í gær heitir Anders Behring Breivik. Hann er róttækur hægrimaður, ofsatrúarmaður og jafnvel talinn tengjast nýnasistasamtökum. Innlent 23.7.2011 09:42 Lögregla eykur viðbúnað vegna árásanna Lögreglan hefur gert ákveðnar ráðstafanir hér á landi vegna atburðanna í Noregi. Þetta sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið síðdegis í gær. Innlent 22.7.2011 22:51 Hvetur Íslendinga til að flagga í hálfa stöng Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að hugur Íslendinga sé hjá norsku þjóðinni sem hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli í gær. Hún hafði samband við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í gær og bauð honum alla mögulega aðstoð og kom til hans samúðarkveðjum. Innlent 22.7.2011 22:51 Mannskæðasta árás á Noreg frá stríði Lögregla hafði í gærkvöldi staðfest að tíu manns hefðu látist í skotárás í Útey, skammt vestan Óslóar í gær. Vitni segja að á bilinu tuttugu til þrjátíu hafi látist. Lögregla telur að árásin þar og sprengjuárás sem varð skömmu áður í Ósló tengist. Sprengiefni fannst einnig á eyjunni. Erlent 22.7.2011 22:51 Grafalvarlegt mál en yfirvegun mikilvæg Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun eiga fund með íslenskum lögregluyfirvöldum og fara yfir tíðindin frá Ósló. Hann segir að stjórnvöld fylgist vel með málinu fyrir milligöngu lögregluyfirvalda. Málið sé grafalvarlegt og áhyggjuefni að slíkt skuli gerast. Innlent 22.7.2011 22:51 Óslóarbúar harmi slegnir Rögnvaldur S. Reynisson, starfsmaður RARIK, er staddur í Ósló í sumarfríi. Þegar sprengingin varð var hann í miðborg Óslóar skammt frá skrifstofu Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Rögnvaldur segir það óskemmtilega lífsreynslu að verða vitni að atburðum sem þessum. Innlent 22.7.2011 22:51 „Þetta er mikill sorgardagur“ "Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. "Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Innlent 22.7.2011 22:51 Herinn vaktar miðborgina Að minnsta kosti sjö létust og tíu eru alvarlega slasaðir eftir að mikil sprenging varð í miðborg Óslóar síðdegis í gær, í miðju hverfi opinberra stjórnarbygginga þar sem nokkur ráðuneyti hafa aðsetur ásamt hæstarétti landsins og lögreglunni. Erlent 22.7.2011 22:51 Í það minnsta 91 fallinn í Noregi Norska lögreglan hefur staðfest að a.m.k. 91 hafi fallið í hryðjuverkaárásunum í Noregi í gær. Þar af féllu 84 í skotárásinni í Útey. Þetta staðfesti lögreglustjórinn Øystein Mæland á blaðamannafundi um klukkan hálffjögur í nótt. Hann segir þó tölu látinna að öllum líkindum eiga eftir að hækka. Erlent 23.7.2011 02:29 Meintur byssumaður nafngreindur Norska sjónvarpsstöðin TV 2 fullyrðir að Norðmaðurinn sem var handtekinn í dag fyrir skotárásina í Útey í Noregi heiti Anders Behring Breivik. Hann er sagður tilheyra hægriöfgahreyfingu á austurhluta Noregs. Hann er sagður vera skráður fyrir tveimur skotvopnum. Sjálfvirkri byssu og skammbyssu af gerðinni Glock. Maðurinn er grunaður um að hafa banað minnst 10 manns í Útey Erlent 22.7.2011 23:59 « ‹ 45 46 47 48 49 ›
Sorglegt að heyra af voðaverkum í heiminum Benedikt Páfi 16. lýsti yfir samstöðu sinni með fórnarlömbum árásanna í Noregi. Í ræðu sem páfinn hélt fyrir pílagríma á Ítalíu á sunnudaginn sagðist hann finna fyrir djúpri sorg vegna hryðjuverkaárásanna í Noregi. Erlent 24.7.2011 11:42
Myndbandið sem morðinginn setti á netið rétt fyrir ódæðin Lögreglan í Noregi segir framburð og gögn á heimili Anders Behring Breivik benda til þess að hann hafi undirbúið fjöldamorðin í Noregi í um tvö ár. Í yfirheyrslum hjá lögreglu hefur hann gengist við morðunum og að þau hafi verið grimmileg, en segir þau engu að síður hafa verið nauðsynleg. Erlent 24.7.2011 09:48
Norðmenn minnast fórnarlambanna Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Innlent 24.7.2011 09:26
Voðaverkin voru grimm - en nauðsynleg Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik, sem varð að minnsta kosti níutíu og tveimur að bana með sprengju í miðborg Oslóar og í skotárás á eyjunni Útey í gær, segir að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg. Erlent 23.7.2011 22:25
Harmleikurinn í Noregi: Sprengjan var 500 kíló að þyngd Sprengjan sem sprakk í Osló í gær var að minnsta kosti 500 kíló að þyngd, segir yfirmaður norsku sprengjudeildarinnar, Per Nergaard. Erlent 23.7.2011 21:03
Sorg í hjarta Jóhönnu "Þetta var mjög hjartnæm athöfn sem snart hvern einasta mann sem hér var mjög djúpt,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra . Hún sagðist finna mikla hryggð í hjarta sínu vegna fjöldamorðanna í Noregi í gær. Innlent 23.7.2011 19:48
Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Erlent 23.7.2011 18:16
Karl hvetur presta til að minnast á norsku þjóðina á morgun Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Innlent 23.7.2011 15:48
Jón Gnarr sendir samúðarkveðju Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent borgarstjóra Oslóarborgar, Fabian Stang og sendiherra Noregs á Íslandi, dag Vernö Holter, samúðarkveðjur og boð um alla þá aðstoð sem gæti hugsanlega komið að gagni vegna atburðana í Noregi í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vinátta Reykjavíkur og Oslóar eigi sér langa hefð og eru stöðug og náin samskipti milli borganna tveggja. Innlent 23.7.2011 14:55
Íslensk hjúkrunarkona á vaktinni í Osló "Ástandið var mjög "kaótískt" til að byrja með, fyrst eftir að fréttist af sprengingunni í Osló voru allir mjög sjokkeraðir og síðan enn frekar þegar fréttist af skotárásinni," segir Anna María Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem vinnur á spítala í Sandvika sem er skammt frá Osló. Innlent 23.7.2011 13:15
Skipulagði voðaverkin í litlu einbýlishúsi Norskir fjölmiðlar hafa birt mynd af húsinu sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik bjó í og skipulagði voðaverkin sem hann framdi í gær. Hann sprengdi upp bifreið í miðborg Oslóar og skaut svo ungmenni á eyjunni Útey sem er skammt frá Osló. Norska lögreglan hefur staðfest að minnsta kosti 92 hafi látið lífið. Erlent 23.7.2011 14:12
Þetta var fjöldamorðinginn að hugsa Skrif Anders Behring á norska öfgavefinn document.no hafa verið þýdd á ensku. Þar kemur fram djúpstætt hatur hans á fjölmenningarstefnu og Íslam sem hann segir vera að taka yfir Evrópu. Innlent 23.7.2011 13:03
Hver er Anders Breivik? Anders Behring Breivik, norski byssumaðurinn sem handtekinn var í gær og er talinn bera ábyrgð bæði á sprengjuárásinni í Osló og skotárusunum í Útey, hlaut þjálfun í norska hernum, átti fjölda vopna og er sagður hægrisinnaður trúarofstækismaður. Erlent 23.7.2011 12:19
Jóhanna - Hugur okkar hjá norsku þjóðinni "Þetta eru svo hörmulegir atbuðir að engin orð fá því lýst. Við finnum innilega til með norsku þjóðinni á þessum hræðilegu tímum. Hugur okkar er með Norðmönnum og ekki síst fórnarlömbum og aðstandendum þeirra sem eru kannski að ganga í gegnum erfiðustu tíma sem Norðmenn hafa gengið í gegnum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Innlent 23.7.2011 12:10
Skaut á fólk sem reyndi að synda af eyjunni Nýjustu fréttir norska ríkissjónvarpsins herma að annar maður hafi verið handtekinn í tengslum við fjöldamorðin á Útey í gær. Norska lögreglan staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi átt sér vitorðsmann. Erlent 23.7.2011 12:03
Fórnarlamba minnst í Eyjum Stafkirkjan á Heimaey verður opin í dag og hægt verður að minnast þeirra sem misst hafa lífið í árásunum í Osló og Útey í gær. Kirkjan er opin frá klukkan 11 til 17, flaggað verður í hálfa stöng og hægt er að rita samúðarkveðjur í sérstaka minningarbók þar í dag og næstu daga. Innlent 23.7.2011 11:54
Ólafur Ragnar: Hugur Íslendinga hjá Norðmönnum Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í morgun samúðarkveðjur til Haraldar Noregskonungs og norsku þjóðarinnar. Í kveðjunni lýsti forseti djúpri samúð allra Íslendinga vegna hinna skelfilegu atburða í Noregi. Hugur okkar væri hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hefðu og við vonuðum að þau hefðu styrk til að glíma við hina miklu sorg. Innlent 23.7.2011 11:34
Hugsanlegt að annar byssumaður hafi verið á eyjunni Fjölmörg vitni á eyjunni Útey segjast handviss um að byssumaðurinn á eyjunni í gær hafi ekki verið einn að verki þegar hann varð að minnsta kosti áttatíum og fjórum að bana. Þau segja að skothljóð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni. Erlent 23.7.2011 11:19
Við erum öll Norðmenn Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lofaði í gær að Norðurlöndin myndu standa saman eftir árásirnar í gær. Bildt tjáði sig á Twitter og sendi samúðarkveðjur til Norðmanna og bauð fram aðstoð. "Við erum öll Norðmenn,“ sagði hann jafnframt. Erlent 22.7.2011 22:51
Umheimurinn hugsar til Norðmanna Fjölmargir þjóðhöfðingjar hafa sent Norðmönnum samúðarkveðjur og sagt hug þjóðar sinnar vera með Norðmönnum. Erlent 23.7.2011 10:24
Svona lítur hann út Maðurinn sem talinn er eiga sök á fjöldamorðunum í Noregi í gær heitir Anders Behring Breivik. Hann er róttækur hægrimaður, ofsatrúarmaður og jafnvel talinn tengjast nýnasistasamtökum. Innlent 23.7.2011 09:42
Lögregla eykur viðbúnað vegna árásanna Lögreglan hefur gert ákveðnar ráðstafanir hér á landi vegna atburðanna í Noregi. Þetta sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri við Fréttablaðið síðdegis í gær. Innlent 22.7.2011 22:51
Hvetur Íslendinga til að flagga í hálfa stöng Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að hugur Íslendinga sé hjá norsku þjóðinni sem hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli í gær. Hún hafði samband við Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í gær og bauð honum alla mögulega aðstoð og kom til hans samúðarkveðjum. Innlent 22.7.2011 22:51
Mannskæðasta árás á Noreg frá stríði Lögregla hafði í gærkvöldi staðfest að tíu manns hefðu látist í skotárás í Útey, skammt vestan Óslóar í gær. Vitni segja að á bilinu tuttugu til þrjátíu hafi látist. Lögregla telur að árásin þar og sprengjuárás sem varð skömmu áður í Ósló tengist. Sprengiefni fannst einnig á eyjunni. Erlent 22.7.2011 22:51
Grafalvarlegt mál en yfirvegun mikilvæg Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun eiga fund með íslenskum lögregluyfirvöldum og fara yfir tíðindin frá Ósló. Hann segir að stjórnvöld fylgist vel með málinu fyrir milligöngu lögregluyfirvalda. Málið sé grafalvarlegt og áhyggjuefni að slíkt skuli gerast. Innlent 22.7.2011 22:51
Óslóarbúar harmi slegnir Rögnvaldur S. Reynisson, starfsmaður RARIK, er staddur í Ósló í sumarfríi. Þegar sprengingin varð var hann í miðborg Óslóar skammt frá skrifstofu Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Rögnvaldur segir það óskemmtilega lífsreynslu að verða vitni að atburðum sem þessum. Innlent 22.7.2011 22:51
„Þetta er mikill sorgardagur“ "Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. "Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Innlent 22.7.2011 22:51
Herinn vaktar miðborgina Að minnsta kosti sjö létust og tíu eru alvarlega slasaðir eftir að mikil sprenging varð í miðborg Óslóar síðdegis í gær, í miðju hverfi opinberra stjórnarbygginga þar sem nokkur ráðuneyti hafa aðsetur ásamt hæstarétti landsins og lögreglunni. Erlent 22.7.2011 22:51
Í það minnsta 91 fallinn í Noregi Norska lögreglan hefur staðfest að a.m.k. 91 hafi fallið í hryðjuverkaárásunum í Noregi í gær. Þar af féllu 84 í skotárásinni í Útey. Þetta staðfesti lögreglustjórinn Øystein Mæland á blaðamannafundi um klukkan hálffjögur í nótt. Hann segir þó tölu látinna að öllum líkindum eiga eftir að hækka. Erlent 23.7.2011 02:29
Meintur byssumaður nafngreindur Norska sjónvarpsstöðin TV 2 fullyrðir að Norðmaðurinn sem var handtekinn í dag fyrir skotárásina í Útey í Noregi heiti Anders Behring Breivik. Hann er sagður tilheyra hægriöfgahreyfingu á austurhluta Noregs. Hann er sagður vera skráður fyrir tveimur skotvopnum. Sjálfvirkri byssu og skammbyssu af gerðinni Glock. Maðurinn er grunaður um að hafa banað minnst 10 manns í Útey Erlent 22.7.2011 23:59