Svíþjóð

Fréttamynd

Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð

Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Andersson fær fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar og nýr leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur fyrst leiðtoga flokka á sænska þinginu fengið stjórnarmyndunarumboð. Mynda þarf nýja ríkisstjórn eftir að Stefan Löfven sagði af sér.

Erlent
Fréttamynd

Stefan Löfven búinn að segja af sér

Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina.

Erlent
Fréttamynd

Idol-ævin­týri Birkis heldur á­fram

Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti.

Tónlist
Fréttamynd

Hægriöfgamaður grunaður um að skipuleggja voðaverk í Svíþjóð

Sænska lögreglan handtók í gær karlmann á þrítugsaldri sem er grunaður að hafa ætlað að valda eyðileggingu sem ógnaði almenningi. Maðurinn er talinn hafa tengsl við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, hreyfingu norrænna nýnasista sem teygir anga sína meðal annars til Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Anders­son tekin við sem for­maður af Löfven

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012.

Erlent
Fréttamynd

Tíu skotum skotið að rapparanum Ein­ár

Tíu skotum var skotið að sænska rapparanum Einár, úr tveimur mismunandi skotvopnum, þegar hann var ráðinn af dögum í suðurhluta Stokkhólms síðastliðinn fimmtudag. Hann var skotinn í bringu og í höfuð. Skotið hafði verið á tvo aðra rappara, sem voru í fylgd með Einár umrætt kvöld, kvöldið áður.

Erlent
Fréttamynd

Ís­­­lenskar forn­­­bók­­­menntir eru dá­­­sam­­­leg og van­­metin lista­­­verk

Sænski forn­sagna­fræðingurinn Lars Lönnroth er tví­mæla­laust ein­hver reyndasti og jafn­framt virtasti fræði­maður á sviði ís­lenskra mið­alda­bók­mennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Birkir Blær áfram í sænska Idolinu

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, komst áfram í tíu manna úrslit sænsku söngvakeppninnar Idol í kvöld. Hann flutti lagið Yellow með Coldplay. 

Tónlist
Fréttamynd

Einn vin­sælasti rappari Sví­þjóðar skotinn til bana

Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Birkir Blær kominn í tíu manna úr­slit í sænska Idol

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.

Lífið
Fréttamynd

Skandinavísk flug­fé­lög af­nema grímu­skyldu

Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 

Innlent