Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2022 22:22 ES-30 flugvélin teiknuð í litum Icelandair. Teikning/Heart Aerospace Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt tölvuteiknað myndband af fyrirhugaðri ES-30 flugvél Heart Aerospace í litum Icelandair. Sænski frumkvöðullinn Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart, kynnti flugheiminum í síðustu viku grind að þrjátíu sæta flugvél. Sú verður uppfærð útgáfa af nítján sæta vél, ES-19, sem fyrirtækið hafði áður stefnt að. Byrjað er að smíða frumeintakið í flugvélaverksmiðju Heart Aerospace í Gautaborg í Svíþjóð.Heart Aerospace Jafnframt var skýrt frá því að flugvélin yrði tvinnvél en ekki eingöngu rafmagnsflugvél og að hún myndi einnig geta gengið á sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Ennfremur að stofnaður hefði verið fagráðsvettvangur með ýmsum aðilum í fluginu um þróun hennar. „Icelandair er þar þátttakandi ásamt fleiri flugrekendum, flugvöllum og fleiri. Þar er hugmyndin að það sé hægt að nýta þessa miklu reynslu sem skapast bara í umhverfi flugs til að tryggja örugga og áreiðanlega þróun flugvélarinnar,“ segir vélaverkfræðingurinn Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Heiða Njóla Guðbrandsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Arnar Halldórsson Icelandair og Heart Aerospace kynntu í fyrra samstarf um minni vélina en undirrituðu nýja viljayfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag um þá stærri. Sænska fyrirtækið birti myndir af vélinni í útliti Icelandair þegar kynnt var hvaða flugfélög hefðu lýst áhuga á að kaupa hana. „Þetta sem við gefum út er í raun yfirlýsing um áhuga á þróun flugvélarinnar og við nefnum fimm vélar til samræmis við flota okkar í innanlandsflugi í dag. Og svo er það verkefni okkar núna að meta hvernig þetta verkefni hæfir rekstrinum í framtíðinni.“ Frá kynningarfundi Heart Aerospace í Gautaborg í síðustu viku. Forstjóri SAS, Anko Van der Werff, á sviðinu en skandinavíska flugfélagið er í hópi þeirra sem stefna að því að kaupa flugvélina.Heart Aerospace Heart Aerospace stefnir að því að þeirra vél verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. En hvenær telja ráðamenn Icelandair raunhæft að slíkar vélar sjáist í innanlandsfluginu á Íslandi? „Það er horft til tækifæra tengt rafmagnsflugi og raunar vetnisflugi á þessum áratug. Það er eitthvað sem við teljum mögulega þróun.“ -Þannig að fyrir 2030 gætum við séð jafnvel svona vél á Reykjavíkurflugvelli? „Það er mögulegt, já,“ svarar Heiða Njóla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum á Hellu í sumar þegar fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi: Icelandair Fréttir af flugi Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Svíþjóð Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. 18. september 2022 07:27 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt tölvuteiknað myndband af fyrirhugaðri ES-30 flugvél Heart Aerospace í litum Icelandair. Sænski frumkvöðullinn Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart, kynnti flugheiminum í síðustu viku grind að þrjátíu sæta flugvél. Sú verður uppfærð útgáfa af nítján sæta vél, ES-19, sem fyrirtækið hafði áður stefnt að. Byrjað er að smíða frumeintakið í flugvélaverksmiðju Heart Aerospace í Gautaborg í Svíþjóð.Heart Aerospace Jafnframt var skýrt frá því að flugvélin yrði tvinnvél en ekki eingöngu rafmagnsflugvél og að hún myndi einnig geta gengið á sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Ennfremur að stofnaður hefði verið fagráðsvettvangur með ýmsum aðilum í fluginu um þróun hennar. „Icelandair er þar þátttakandi ásamt fleiri flugrekendum, flugvöllum og fleiri. Þar er hugmyndin að það sé hægt að nýta þessa miklu reynslu sem skapast bara í umhverfi flugs til að tryggja örugga og áreiðanlega þróun flugvélarinnar,“ segir vélaverkfræðingurinn Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Heiða Njóla Guðbrandsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Arnar Halldórsson Icelandair og Heart Aerospace kynntu í fyrra samstarf um minni vélina en undirrituðu nýja viljayfirlýsingu síðastliðinn fimmtudag um þá stærri. Sænska fyrirtækið birti myndir af vélinni í útliti Icelandair þegar kynnt var hvaða flugfélög hefðu lýst áhuga á að kaupa hana. „Þetta sem við gefum út er í raun yfirlýsing um áhuga á þróun flugvélarinnar og við nefnum fimm vélar til samræmis við flota okkar í innanlandsflugi í dag. Og svo er það verkefni okkar núna að meta hvernig þetta verkefni hæfir rekstrinum í framtíðinni.“ Frá kynningarfundi Heart Aerospace í Gautaborg í síðustu viku. Forstjóri SAS, Anko Van der Werff, á sviðinu en skandinavíska flugfélagið er í hópi þeirra sem stefna að því að kaupa flugvélina.Heart Aerospace Heart Aerospace stefnir að því að þeirra vél verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. En hvenær telja ráðamenn Icelandair raunhæft að slíkar vélar sjáist í innanlandsfluginu á Íslandi? „Það er horft til tækifæra tengt rafmagnsflugi og raunar vetnisflugi á þessum áratug. Það er eitthvað sem við teljum mögulega þróun.“ -Þannig að fyrir 2030 gætum við séð jafnvel svona vél á Reykjavíkurflugvelli? „Það er mögulegt, já,“ svarar Heiða Njóla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum á Hellu í sumar þegar fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi:
Icelandair Fréttir af flugi Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Svíþjóð Samgöngur Tengdar fréttir Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. 18. september 2022 07:27 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. 18. september 2022 07:27
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24