Erlent

Einka­þota hrapaði í Eystra­salt

Árni Sæberg skrifar
Þotan er af gerðinni Cessna 551 og var með fjóra innanborðs þegar hún hrapaði.
Þotan er af gerðinni Cessna 551 og var með fjóra innanborðs þegar hún hrapaði. Kevin Kurek/Getty

Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs.

Samkvæmt frétt Dagens Nyheter var flugvélinni flogið inn í sænska lofthelgi áður en hún hvarf af ratsjám við Rigaflóa. Flugmenn þýskra og danskra orustuþota sem sendir voru á vettvang sáu engan í stjórnklefa flugvélarinnar þegar þeir komu auga á hana. Þetta hefur DN eftir Johan Wahlström hjá sænsku sjó- og flugbjörgunarmiðstöðinni.

Á vefnum Flightradar má sjá ferðir flugvélarinnar og hvar hún hvarf af ratsjám.

Í frétt DN segir að flugvélin, sem er af gerðinni Cessna 551, hafi farið að missa flughæð og hraða um klukkan 19:35 að staðartíma. Rétt fyrir utan lettnesku borgina Ventspils hafi hún byrjað að sveiflast verulega til og loks horfið af ratsjám um klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×