Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 19:52 Blaðamannafundurinn í kvöld var haldinn í tilefni af því að Eystrasaltsgasleiðslan var opnuð. Hún tengir Noreg við Danmörku og Pólland í þeim tilgangi að minnka nauðsyn ríkjanna til að flytja inn gas frá Rússlandi. Sean Gallup/Getty Images Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. „Það er mat yfirvalda að um vísvitandi aðgerðir sé að ræða. Þetta er ekki slys,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi á sjöunda tímanum í kvöld. Danska ríkisútvarpið greinir frá. Tvær sprengingar greindust í gær á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar þrjú göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Danir birtu í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. Frederiksen sagði á blaðamannafundinum að dönsk yfirvöld litu atvikið alvarlegum augum, staðan væri eins alvarleg og hún gæti orðið. Þó ætlaði hún ekki að fara út í getgátur um það hver gæti staðið að baki sprengingunum. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur sagði á fundinum að ekki hafi enn verið haft samband við Rússa vegna málsins en í dag hafa verið uppi getgátur um að þeir gætu borið ábyrgð á sprengingunum. Frederiksen bætti við að danir hefðu hækkað viðbúnaðarstig vegna nálægðar lekanna við Borgundarhólm. þrátt fyrir að ekki væri talið að íbúum eyjarinnar stafi hætta af lekunum. Dan Jørgensen loftslags-, orku- og birgðaráðherra útskýrði á fundinum að leiðslurnar tvær liggi á sjötíu til níutíu metra dýpi, séu tólf sentímetrar á þykkt, og samanstandi af stáli og steypu. „Þetta þýðir að ekki hefur verið um slys af völdum akkeris eða álíka að ræða,“ sagði hann. Danmörk Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
„Það er mat yfirvalda að um vísvitandi aðgerðir sé að ræða. Þetta er ekki slys,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra á blaðamannafundi á sjöunda tímanum í kvöld. Danska ríkisútvarpið greinir frá. Tvær sprengingar greindust í gær á mælitækjum í Svíþjóð og Noregi þegar þrjú göt mynduðust á Nord Stream 1 og Nord Stream 2 leiðslunum í Eystrasalti. Danir birtu í dag myndefni sem sýnir lekana á yfirborði hafsins. Frederiksen sagði á blaðamannafundinum að dönsk yfirvöld litu atvikið alvarlegum augum, staðan væri eins alvarleg og hún gæti orðið. Þó ætlaði hún ekki að fara út í getgátur um það hver gæti staðið að baki sprengingunum. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur sagði á fundinum að ekki hafi enn verið haft samband við Rússa vegna málsins en í dag hafa verið uppi getgátur um að þeir gætu borið ábyrgð á sprengingunum. Frederiksen bætti við að danir hefðu hækkað viðbúnaðarstig vegna nálægðar lekanna við Borgundarhólm. þrátt fyrir að ekki væri talið að íbúum eyjarinnar stafi hætta af lekunum. Dan Jørgensen loftslags-, orku- og birgðaráðherra útskýrði á fundinum að leiðslurnar tvær liggi á sjötíu til níutíu metra dýpi, séu tólf sentímetrar á þykkt, og samanstandi af stáli og steypu. „Þetta þýðir að ekki hefur verið um slys af völdum akkeris eða álíka að ræða,“ sagði hann.
Danmörk Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þýskaland Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira