Danmörk

Fréttamynd

„Al­var­legasta á­rásin gegn dönskum inn­viðum til þessa“

Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð.

Erlent
Fréttamynd

Kastrup lokað vegna drónaflugs

Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist.

Erlent
Fréttamynd

Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu

Danmörk ætlar að vera með í Eurovision í Austurríki næsta vor. Hins vegar gera Danir þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðar beinlínis þátttöku Ísraels í keppninni. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. 

Lífið
Fréttamynd

Vatna­skil í dönskum varnar­málum: Ætla að kaupa lang­dræg vopn í fyrsta sinn

Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Ráðast í frekari rann­sókn á and­láti kvennanna sem létust í Laos

Danska lögreglan ætlar að hefja nánari rannsókn vegna andláts tveggja ungra danskra kvenna sem létust í Asíulandinu Laos í fyrra. Þær létust báðar vegna metanóleitrunar eftir neyslu á áfengum drykk á farfuglaheimili í bænum Vang Vieng, en nú hyggst danska lögreglan grennslast betur fyrir um málið.

Erlent
Fréttamynd

Efast um að Banda­ríkin leyfi sjálf­stætt Græn­land

Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki.

Erlent
Fréttamynd

Segir danska kerfið þurfa að líta á Græn­lendinga sem jafningja

Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Hin íslensk-grænlenska Inga Dóra Guðmundsdóttir segir eitthvað rotið innan danska ríkisins og það eigi enn eftir að gera upp fordóma sína í garð Grænlendinga.

Erlent
Fréttamynd

„Það skiptir máli að vera í réttu banda­lagi“

Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningurinn við Úkraínu bein­tengdur öryggi Ís­lands

Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag.

Innlent
Fréttamynd

Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins

Danska sjarmatröllið og raunveruleikastjarnan Frederik Haun deildi einfaldri uppskrift að grískum jógúrt- og matchabitum með hindberjum með fylgjendum sínum á Instagram. Hann segir bitana bæði holla og bragðgóða og tilvalda til að njóta í sólinni.

Lífið
Fréttamynd

Kóngurinn með kveðju til Ís­lendinga

Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn, heimsótti Friðrik X Danakonung í dag og færði honum þakkir fyrir orðuna sem kóngur sæmdi hana í tilefni af heimsókn hans og íslensku forsetahjónanna í Jónshús fyrra. Í dag eru jafnframt tíu ár síðan Halla tók við starfinu í Jónshúsi en á fundi hennar með konungi í dag bað hann fyrir kveðju til Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

„Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrr­verandi ráð­herra

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta í raun stað­festir það sem að flestir bjuggust við“

Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland.

Erlent
Fréttamynd

Kallar banda­rískan erind­reka á teppið vegna Græn­landsmála

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að kalla bandarískan erindreka í Danmörku á teppið í kjölfar umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins um tilraunir manna með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta til að hafa áhrif á Grænlandi.

Erlent
Fréttamynd

„Maður getur þakkað ís­lenskum bók­menntum fyrir H.C. Ander­sen“

Annette Lassen er verðandi prófessor á Árnasafni í Kaupmannahöfn og áður rannsóknarprófessor við Árnastofnun í Reykjavík. Hún sker sig þó úr að miklu leyti hvað danska miðaldafræðinga varðar. Fyrir það fyrsta talar hún lýtalausa íslensku, er ríkisborgari lýðveldisins og hún er jafnframt í hópi fárra danskra fræðimanna sem telur menningararf Íslendinga, tilheyra Íslendingum.  Hún segir tímabært að danska þjóðin geri upp langt og flókið samband sitt við Ísland og viðurkenni áhrif Íslendinga á bókmenntir þeirra og sögu.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensku KFC-feðgarnir í Dan­mörku gjald­þrota

Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum.

Viðskipti erlent