Írland

Fréttamynd

Verður for­sætis­ráðherra Ír­lands á ný

Írska þingið kemur saman til fundar á ný í dag þar sem skipaður verður nýr forsætisráðherra eftir þingkosningarnar sem fram fóru í lok nóvember. Micheál Martin, leiðtogi Fianna Fáil, mun þar taka við embætti forsætisráðherra af Simon Harris, leiðtoga Fine Gael, sem mun taka við embætti aðstoðarforsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Linda Nolan látin

Írska söngkonan Linda Nolan er látin, 65 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan með sveitinni The Nolans sem átti fjölda smella á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Lífið
Fréttamynd

Ísrael lokar sendi­ráði sínu á Ír­landi

Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels.

Erlent
Fréttamynd

Enginn ætti að lesa skila­boðin sem honum hafi borist

Írski leikarinn Barry Keoghan hefur fengið sig fullsaddan af hatri í hans garð á netinu. Hann sættir sig ekki við að fólk sitji um heimili sonar hans og dreifi fölskum sögusögnum. Keoghan hætti nýlega með bandarísku söngkonunni Sabrinu Carpenter en sá orðrómur gekk að hann hefði haldið framhjá henni.

Lífið
Fréttamynd

Mafíu­foringi sækist eftir þing­sæti í Dyflinni

Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016.

Erlent
Fréttamynd

Morð­rann­sókn hafin í dular­fullu máli átta ára drengs

Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur.

Erlent
Fréttamynd

Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finn­landi

Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman.

Erlent
Fréttamynd

Vildi fara frá Liverpool

Írski mark­vörðurinn Ca­oim­hin Kelleher, leik­maður Liver­pool, vildi halda á önnur mið í sumar með þá von í brjósti að verða aðal­mar­k­vörður hjá öðru liði. Ekkert varð af brott­hvarfi hans frá fé­laginu og segir Írinn að á­kvörðunin hafi ekki verið í sínum höndum.

Fótbolti
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að myrða bróður sinn í út­för

Karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að myrða eldri bróður sinn í útför í Kerry-sýslu á Írlandi. Patrick Dooley er sá fjórði til að verða dæmdur fyrir að hafa orðið Thomas Dooley að bana þann 5. október 2022.

Erlent
Fréttamynd

Fjör hjá Víkingum í Dublin

Víkingur mætir Shamrock Rovers í seinni leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar í Dublin í kvöld. Mikið fjör er hjá stuðningsmönnum Víkinga í Dublin.

Fótbolti
Fréttamynd

Draga á­kærur á hendur Towley til baka

Lögreglan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dregið til baka ákæru á hendur írsku konunni Tori Towley, sem var ákærð fyrir sjálfsvígstilraun og áfengisneyslu í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

„Mikil­vægur dagur fyrir írskan fót­bolta“

Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Írar kjósa til Evrópu­þings

Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Ætluðu að draga sig úr Euro­vision fram á síðustu stundu

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt.

Lífið
Fréttamynd

Átta á sjúkra­húsi eftir mikla ó­kyrrð

Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir.

Erlent
Fréttamynd

Brott­fall ungra karla á Ís­landi úr námi hæst í Evrópu

Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 

Innlent