Indland

Fréttamynd

Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku

Fjórir indverskir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Meðal mannanna er prestur, sem er meðal annars sakaður um að þvinga móður stúlkunnar til að brenna lík hennar með því markmiði að eyða sönnunargögnum.

Erlent
Fréttamynd

Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum

Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Dauðsföll á Indlandi séu fleiri en opinberar tölur sýna

Ný rannsókn bendir til þess að dauðsföll af völdum Covid 19 á Indlandi hafi verið gróflega vanáætluð. Í rannsókninni, sem gerð er af bandarísku stofnuninni Center for Global Development er því haldið fram að umframdauðsföll á Indlandi frá upphafi faraldurs og fram í miðjan júní á þessu ári séu fjórar milljónir.

Erlent
Fréttamynd

Elding banaði ellefu á þekktum túr­ista­stað

Ellefu hið minnsta létu lífið þegar eldingu laust niður í gamlan virkis­turn á Ind­landi í gær. At­vikið átti sér stað í Jaipur héraði í norður­hluta landsins en virkið er vin­sæll á­fanga­staður túr­ista og turn þess þykir sér­lega vel fallinn til að taka svo­kallaðar sjálfu­myndir á símann sinn.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir „bólusettar“ með saltvatnslausn

Þúsundir Indverja féllu fyrir umfangsmikilli svikamyllu þar sem einstaklingum var seld bólusetning við Covid-19 en raunverulega sprautað með saltlausn. Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn eru meðal þeirra sem hafa verið handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Panta 300 milljónir skammta af ó­sam­þykktu bólu­efni

Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lensku öndunar­vélarnar komnar til Ind­lands

Fimmtán öndunarvélar og tólf þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir lentu í Delí á Indlandi snemma í morgun að staðartíma. Um er að ræða gjöf frá Landspítala og íslenskum stjórnvöldum vegna alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi

Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum

Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri.

Erlent
Fréttamynd

Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna

Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs.

Erlent
Fréttamynd

Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út

Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað.

Erlent