Kjaramál

Fréttamynd

Engin skylda að greiða laun í kvenna­verk­falli

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum

Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun launa­kostnaðar ein helsta á­hættan fyrir ytri stöðu þjóðar­búsins

Mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi á síðustu árum er „langt yfir“ þeim viðmiðunarmörkum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur sett til að meta mögulegt ójafnvægi á ytri stöðu hagkerfa. Verði framhald á launahækkunum umfram framleiðnivöxt mun það að líkindum leiða til verðbólgu, meiri viðskiptahalla og um leið gengislækkunar krónunnar, að mati Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún segir hækkun launa í krónu­tölu ekki málið

Eftir stuttar hamingjuóskir var hart sótt að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýjum fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún sagði ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda hjá ríkinu. Sá vandi yrði ekki leystur með nýjum fjárfrekum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Laun ó­fag­lærðra hækkað mun hraðar en annarra stétta með fjölgun ferða­manna

Launakjör ófaglærðra á Íslandi, sem eru nú þau bestu sem þekkjast í Evrópu, hafa batnað mun hraðar en annarra stétta frá aldamótum en kaupmáttur lágmarkslauna hefur þannig nærri tvöfaldast á meðan þeir sem eru með meistarapróf úr háskóla hafa upplifað nánast enga kaupmáttaraukningu, að sögn forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Meginskýringin að baki þessari þróun sé „eðlileg afleiðing“ af efnahagsástandinu þar sem aukinn straumur ferðamanna til landsins hafi búið til mikla sókn í ófaglært vinnuafl.

Innherji
Fréttamynd

Frum­varp um fé­laga­frelsi

Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar.

Skoðun
Fréttamynd

Grænir kjara­samningar

Það er sameiginlegt verkefni þjóða heimsins að vinda ofan af loftslagsbreytingum og þeim skaðlegu áhrifum sem þær munu hafa á hag framtíðarkynslóða.

Skoðun
Fréttamynd

Veit­ing­a­stað­ir í „mjög erf­iðr­i stöð­u“ og ótt­ast er að gjald­þrot­um fjölg­i

Launahlutfall veitingastaða hefur farið hratt hækkandi. Á fyrstu mánuðum ársins var það komið yfir 50 prósent hjá mörgum veitingastöðum en lækkaði í maí og júní þegar umsvifin jukust samhliða auknum ferðamannastraumi og betra veðri, samkvæmt launakönnun Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Framkvæmdastjóri samtakanna, sem segir greinina „í mjög erfiðri stöðu“ sem hvorki verkalýðshreyfingin né stjórnvöld sýni skilning á, hefur áhyggjur af því að gjaldþrotum muni fjölga og aðrir veitingastaðir muni stytta opnunartíma sinn og fækka störfum. 

Innherji
Fréttamynd

Vandað verk­lag við að­hald í ríkis­rekstri

Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti.

Skoðun
Fréttamynd

Á eldra fólk að hafa það skítt?

„Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta.

Skoðun
Fréttamynd

RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Það taki enga stund að hola menningar­stofnanir að innan sem tók ára­tugi að byggja

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan.

Innlent
Fréttamynd

Fram­leiðn­i stendur í stað og það „mun hafa á­hrif í kom­and­i kjar­a­við­ræð­ur“

Hagfræðingar segja að það sé áhyggjuefni að framleiðni á mann hafi ekki vaxið undanfarin ár og benda á að sú fjölgun starfa á vinnumarkaði sem hafi orðið sé að stórum hluta lágframleiðnistörf. Þessi staða mun hafa áhrif í komandi kjaraviðræðum, að sögn aðalhagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem varar við því að með sama framhaldi verði ekki innstæða fyrir auknum lífsgæðum.

Innherji
Fréttamynd

„Þóttist oft vera veik til að sleppa við skólann“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir það undarlega lífsreynslu að vita af því að einhver vilji drepa hana. Sólveig, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir síðustu ár hafa tekið mikið á. Það hafi svo náð ákveðnu hámarki þegar upplýsingar láku um að ungir menn hefðu hug á að fremja hryðjuverk og lífláta Sólveigu Önnu.

Lífið
Fréttamynd

Fangar á Litla-Hrauni mættir til starfa á ný

Fangar á Litla hrauni mættu allir til vinnu í dag eftir að helmingur þeirra lagði niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum. Fangelsismálastjóri segir aðstæður sem sköpuðust hafa aukið álag á alla.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlögin afhjúpa þau

Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað bót og betrun. Þannig hafa þau svarað gagnrýni Samfylkingarinnar á stjórn efnahags- og velferðarmála í landinu. En fjárlögin afhjúpa þau.

Skoðun
Fréttamynd

Barist um flug­menn á heims­vísu

Barist er um flugmenn á heimsvísu og dæmi eru um að flugfélög þurfi að draga saman flugáætlanir þar sem ekki tekst manna áhafnir. Fjórtán flugmenn Play sögðu upp í gær eftir að hafa fengið atvinnutilboð hjá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja­leysi eða verk­leysi ríkis­stjórnar Ís­lands?

Hér á landi ríkir algert ráðleysi og athafnaleysi gagnvart hópum sem standa höllum fæti i samfélaginu, ef ekkert verður gert munum við horfa upp á enn alvarlega stöðu í samfélaginu í byrjun næsta árs. Þegar horft er yfir sviðið þá sjáum við að algjört viljaleysi er að létta undir þeim sem verða mest fyrir barðinu vegna hækkunar vaxta á sama tíma er algjört viljaleysi að taka á fyrirtækjum sem nýta sér verðbólguna til að hækka álagningu og auka hagnað sinn.

Skoðun