Fölsk vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Erna Guðmundsdóttir skrifar 27. júní 2024 15:00 Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. Túlkun á vernd fyrir karl samkvæmt fæðingorlofslögunum er sú að vernd fyrir verðandi föður gildi einungis þegar hann hafi tilkynnt formlega, með skriflegum hætti um hvernig hann ætli að haga töku fæðingarorlofs. Samkvæmt þessari túlkun þá er vernd verðandi föður engin fyrr en hann er búinn að tilkynna með formlega, skriflegum hætti um töku fæðingarorlofs. Vinnuveitanda virðist því vera í lófa lagið að segja verðandi föður upp strax og hann hefur sagt þær gleðifréttir á vinnustaðnum að hann eigi von á barni. Í mörgum tilvikum segja verðandi foreldrar frá því að þeir eigi von á barni eftir tólftu viku. Á þeim tímapunkti eru foreldrarnir oft ekki búnir að taka ákvörðun um hvernig þau ætla að haga töku fæðingarorlofs. Ef túlkun umrædds ferðaþjónustufyrirtækis er rétt þá hefur vinnuveitandi mjög rúman tíma til að segja verðandi föður upp störfum en frá því að verðandi faðir tilkynnir yfirmanni sínum og samstarfsfólki í gleði sinni að hann eigi von á barni og þar til hann afhendir formlega, skriflega tilkynningu um tilhögun fæðingarorlofs geta liðið nokkrar vikur og skapast því stór gluggi fyrir vinnuveitanda að segja verðandi föður upp án nokkurra eftirmála. Fyrirtæki virðast því hafa frítt spil til að segja verðandi föður upp sé þessi túlkun rétt. Hver er vernd verðanda feðra þegar um slík fyrirtæki er að ræða ? og spyr ég er um að ræða falska vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra ehf. lögfræðiþjónusta og ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Hjá ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi, var starfsmanni sem hafði nýlega sagt frá því að hann ætti von á barni, sagt upp störfum. Um er að ræða verðandi föður og á fundinum þar sem honum var afhent uppsagnarbréfið sagði hann að þetta gæti ekki verið lögleg uppsögn þar sem hann væri verndaður skv. fæðingarorlofslögum. Svar fyrirtækisins var að þessi vernd gildi einungis fyrir konur. Túlkun á vernd fyrir karl samkvæmt fæðingorlofslögunum er sú að vernd fyrir verðandi föður gildi einungis þegar hann hafi tilkynnt formlega, með skriflegum hætti um hvernig hann ætli að haga töku fæðingarorlofs. Samkvæmt þessari túlkun þá er vernd verðandi föður engin fyrr en hann er búinn að tilkynna með formlega, skriflegum hætti um töku fæðingarorlofs. Vinnuveitanda virðist því vera í lófa lagið að segja verðandi föður upp strax og hann hefur sagt þær gleðifréttir á vinnustaðnum að hann eigi von á barni. Í mörgum tilvikum segja verðandi foreldrar frá því að þeir eigi von á barni eftir tólftu viku. Á þeim tímapunkti eru foreldrarnir oft ekki búnir að taka ákvörðun um hvernig þau ætla að haga töku fæðingarorlofs. Ef túlkun umrædds ferðaþjónustufyrirtækis er rétt þá hefur vinnuveitandi mjög rúman tíma til að segja verðandi föður upp störfum en frá því að verðandi faðir tilkynnir yfirmanni sínum og samstarfsfólki í gleði sinni að hann eigi von á barni og þar til hann afhendir formlega, skriflega tilkynningu um tilhögun fæðingarorlofs geta liðið nokkrar vikur og skapast því stór gluggi fyrir vinnuveitanda að segja verðandi föður upp án nokkurra eftirmála. Fyrirtæki virðast því hafa frítt spil til að segja verðandi föður upp sé þessi túlkun rétt. Hver er vernd verðanda feðra þegar um slík fyrirtæki er að ræða ? og spyr ég er um að ræða falska vernd fæðingarorlofslaga fyrir verðandi feður? Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra ehf. lögfræðiþjónusta og ráðgjöf.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar