Kjaramál

Fréttamynd

Birta nöfn og vöru­merki tengd SVEIT í mót­mæla­skyni

Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar.

Innlent
Fréttamynd

BSRB og BHM taka undir gagn­rýni á stéttar­fé­lagið Virðingu

BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT.

Innlent
Fréttamynd

Bauna á SVEIT og kjara­samninga sem standist ekki lög

Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 

Innlent
Fréttamynd

Fá engin svör og í­huga réttar­stöðu sína

Foreldrar barna á Leikskóla Seltjarnarness íhuga réttarstöðu sína vegna útfærslu verkfalls kennara á fáum útvöldum leikskólum. Foreldrar séu í mikilli óvissu varðandi hvað taki við eftir áramót og hafa sent fyrirspurnir á Kennarasambandið en engin svör fengið. 

Innlent
Fréttamynd

Hæstu raun­vextir síðan í hruninu

Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans.

Skoðun
Fréttamynd

Segjast ekkert tengjast meintu gervi­stéttarfélagi

Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 

Innlent
Fréttamynd

Vara við „gervi­stéttarfélagi“ og „svika­myllu“

Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Þessi fá lista­manna­laun 2025

Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 

Menning
Fréttamynd

„Full­kom­lega galin“ fjár­hags­leg á­kvörðun að vera rit­höfundur á Ís­landi

Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er ein­hvern veginn í spennufalli“

Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný.

Innlent
Fréttamynd

Önnin kláruð með eðli­legum hætti í MR

Rektor Menntaskólans í Reykjavík fagnar því að fá nemendur aftur í skólann á mánudaginn næstkomandi. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðustu tvær vikur, en hefur nú verið slegið á frest. Önnin verður kláruð með eðlilegum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lag á­huga­manna um lög­gæslu

Lögreglumenn eru búnir að vera kjarasamningslausir í 8 mánuði, þeir felldu kjarasamning í júní með miklum meirihluta. Lögreglumenn hafa ekki haft verkfallsrétt síðan 1986.

Skoðun
Fréttamynd

Kennara­verk­falli frestað

Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 

Innlent
Fréttamynd

Fimmta vika verk­falls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna

„Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“

Innlent
Fréttamynd

Hin ís­lenska lág­launa­stefna

Flestir, en þó ekki allir, stjórnmálaflokkar sem bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næst komandi hafa sett betra geðheilbrigðiskerfi á sína stefnuskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Minnst þrír for­eldrar verk­falls­barna hafi misst vinnuna

Móðir barns í leikskóla þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, segir minnst þrjá foreldra hafa misst vinnuna vegna verkfallsins. Margir hafi klárað allt sumarorlof næsta árs, og flestir sjái fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld

Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Það má Guð vita“

Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara.

Innlent