Kjaramál

Fréttamynd

Tekur ekki afstöðu til deilunnar

Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar.

Innlent
Fréttamynd

Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu

„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Segja fráleitt að hækka laun þingmanna og ráðherra

Þingmenn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins og þingmaður utan flokka vilja slá allar launahækkanir af til þingmanna og ráðherra út kjörtímabilið. Ef ekkert verður að gert kemur leiðrétting á launum þessa hóps fram um næstu mánaðamót og önnur launahækkun til útgreiðslu í júlí.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að kjara­samningar náist fyrir þriðju­dag

Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Stuðnings­lánin nýtast að­eins 15 prósentum við­skipta­hag­kerfisins

Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fagna aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í morgun í hinum svokallaða þriðja aðgerðapakka. Þau gagnrýndu þó ýmsa annmarka á pakkanum og voru Samtök atvinnulífsins sérstaklega gagnrýnin á að stuðningslán nýttust aðeins fyrirtækjum með minna en 500 milljóna króna ársveltu en þau fyrirtæki sem flokkuðust sem lítil væru með 1,2 milljarða ársveltu eða minna.

Innlent
Fréttamynd

Þrælar ríkisins

Ég tók þátt í búsáhaldabyltingunni, af fullri alvöru. Þó ekki sem hluti þeirra þúsunda sem þar mótmæltu heldur einn þeirra, innan við tvö hundruð lögreglumanna, sem stóðu dag og nótt í miðbæ Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný

Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Innantómt upphlaup

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer mikinn og segist tilbúinn að segja upp lífskjarasamningnunum standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum.

Skoðun