Að verja botninn Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 11:30 Samtök atvinnulífsins létu frá sér yfirlýsingu í gær, 24. febrúar, til stuðnings starfsmannaleigunni Menn í vinnu og matreiðslufyrirtækinu Eldum rétt. Efling hefur stutt málssókn fjögurra rúmenskra félagsmanna sinna gegn þessum fyrirtækjum vegna slæmrar meðferðar og launasvika, en í gær féll meingallaður dómur í Héraðsdómi þar sem réttur atvinnurekenda til að gera á hlut starfsfólks er varinn og rangt er farið með málavexti í veigamiklum atriðum. Lögmaður Samtaka atvinnulífsins steig einnig fram í júlí 2019 til varnar þessum fyrirtækjum og starfshátta þeirra. Samtök atvinnulífsins hafa á síðustu misserum ekki aðeins tekið upp hanskann fyrir þessi tilteknu fyrirtæki heldur hafa þau einnig beitt sér kröftuglega gegn hertum viðurlögum við launaþjófnaði og annarri brotastarfsemi á íslenskum vinnmarkaði. Þetta hafa samtökin gert með opinberum greinarskrifum formanns SA gegn baráttu Eflingar fyrir nauðsynlegum umbótum í málinu og með þrýstingi bak við tjöldin gegn lagasetningarvinnu á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Hin ástríðufulla vörn Samtaka atvinnulífsins fyrir brotafyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, jafnvel í tilvikum þar sem fyrirtækin eru ekki innan vébanda SA og almennt talin tilheyra neðri lögum vinnumarkaðarins, seilist langt og telst til tíðinda. Á sama tíma berast fregnir af úrsögnum stórra og íslenskra iðnfyrirtækja úr SA og stofnun nýrra samtaka veitingafyrirtækja sem ekki una sér innan SA. Efling hefur margítrekað bent á að brotastarfsemi er meinsemd sem skaðar vinnumarkaðinn í heild. Fæstir atvinnurekendur sjá hag sinn í launasvikum og illri meðferð fólks, og undirboð einstakra brotafyrirtækja leiða til skekktrar samkeppnisstöðu. Vangreidd laun lenda á Ábyrgðarsjóði launa sem fjármagnaðar er af öllum atvinnurekendum. Staðreyndir um umfangsmikinn launaþjófnað og illa meðferð á aðfluttu vinnuafli á Íslandi eru álitshnekkir fyrir atvinnulífið í heild. Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins séu nú á félagsmannaveiðum hjá þeim sem setja markið lægst og hafa hingað til hafa staðið utan heildarsamtaka vinnumarkaðarins. Með því að stilla sér upp í sérstakri varnarstöðu fyrir brotafyrirtæki og áframhaldandi refsileysi gegn brotastarfsemi eru Samtök atvinnulífsins að verja botninn. Höfundur er formaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins létu frá sér yfirlýsingu í gær, 24. febrúar, til stuðnings starfsmannaleigunni Menn í vinnu og matreiðslufyrirtækinu Eldum rétt. Efling hefur stutt málssókn fjögurra rúmenskra félagsmanna sinna gegn þessum fyrirtækjum vegna slæmrar meðferðar og launasvika, en í gær féll meingallaður dómur í Héraðsdómi þar sem réttur atvinnurekenda til að gera á hlut starfsfólks er varinn og rangt er farið með málavexti í veigamiklum atriðum. Lögmaður Samtaka atvinnulífsins steig einnig fram í júlí 2019 til varnar þessum fyrirtækjum og starfshátta þeirra. Samtök atvinnulífsins hafa á síðustu misserum ekki aðeins tekið upp hanskann fyrir þessi tilteknu fyrirtæki heldur hafa þau einnig beitt sér kröftuglega gegn hertum viðurlögum við launaþjófnaði og annarri brotastarfsemi á íslenskum vinnmarkaði. Þetta hafa samtökin gert með opinberum greinarskrifum formanns SA gegn baráttu Eflingar fyrir nauðsynlegum umbótum í málinu og með þrýstingi bak við tjöldin gegn lagasetningarvinnu á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Hin ástríðufulla vörn Samtaka atvinnulífsins fyrir brotafyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði, jafnvel í tilvikum þar sem fyrirtækin eru ekki innan vébanda SA og almennt talin tilheyra neðri lögum vinnumarkaðarins, seilist langt og telst til tíðinda. Á sama tíma berast fregnir af úrsögnum stórra og íslenskra iðnfyrirtækja úr SA og stofnun nýrra samtaka veitingafyrirtækja sem ekki una sér innan SA. Efling hefur margítrekað bent á að brotastarfsemi er meinsemd sem skaðar vinnumarkaðinn í heild. Fæstir atvinnurekendur sjá hag sinn í launasvikum og illri meðferð fólks, og undirboð einstakra brotafyrirtækja leiða til skekktrar samkeppnisstöðu. Vangreidd laun lenda á Ábyrgðarsjóði launa sem fjármagnaðar er af öllum atvinnurekendum. Staðreyndir um umfangsmikinn launaþjófnað og illa meðferð á aðfluttu vinnuafli á Íslandi eru álitshnekkir fyrir atvinnulífið í heild. Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins séu nú á félagsmannaveiðum hjá þeim sem setja markið lægst og hafa hingað til hafa staðið utan heildarsamtaka vinnumarkaðarins. Með því að stilla sér upp í sérstakri varnarstöðu fyrir brotafyrirtæki og áframhaldandi refsileysi gegn brotastarfsemi eru Samtök atvinnulífsins að verja botninn. Höfundur er formaður Eflingar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar