Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Skólameistari Hallormsstaðaskóla segir snjallsíma heilsuspillandi

„Við erum að fara inn í nýjan heim, sem er kannski ekki góður og hollur fyrir okkur“, segir skólameistari Hússtjórnarskólans á Hallormsstað á Héraði, og vísar þar í notkun á samfélagsmiðlum, sem hún segir heilsuspillandi. Símar eru bannaðir í hádegismat í skólanum en leyfðir að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Kennurum varð að ósk sinni og skóla­stjórinn sagði upp

Skólastjóri Hvassaleitisskóla hefur óskað eftir því að láta af störfum og Reykjavíkurborg hefur fallist á ósk hans. Fyrir mánuði undirrituðu fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla áformum um hækkun skrásetningargjalds: „Örvæntingarfull tilraun til þess að plástra blæðandi sár“

Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af fjármögnun Háskóla Íslands í ljósi umræðna um fjárlög á þingi og gagnrýnir harðlega beiðni háskólayfirvalda um hækkun skrásetningargjaldsins. Hækkun skrásetningargjaldsins yrði gríðarlega íþyngjandi fyrir stúdenta og væri aðeins skammtímalausn sem myndi hafa í för með sér fleiri vandamál en hún myndi leysa.

Innlent
Fréttamynd

Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“

„Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tveggja ára stal senunni í umræðu um leikskólamál

„Flautið. Það var bíll. Þeir voru með dekk. Já. Þau voru að keyra svo hratt. Já. Ætti hann að keyra hægar? Nei.“ Á þessum nótum talaði senuþjófurinn Víðir Ágúst tveggja ára í viðtali sem átti að vera við móður hans Albínu Huldu Pálsdóttur í Íslandi í dag á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Af betri borg fyrir börn

„Þessar tillögur bera það með sér að við verndum framlínuþjónustuna, svo sem skóla- og velferðarmál og málefni þeirra sem höllustum fæti standa,“ sagði formaður borgarráðs í kvöldfréttum sjónvarps 30. nóvember um fjárhagsáætlun borgarinnar … og skar svo niður opnun félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 16%, ásamt félögum sínum í borgarstjórn? Hvort vanþekking á mikilvægi félagsmiðstöðva eða viðhorf ráði för skal hér ósagt látið.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land í þriðj­a sæti World Tal­ent Rank­ing

Ísland skipar þriðja sæti í World Talent Ranking (WTR) 2022 úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss og færist upp um fjögur sæti frá fyrra ári. Úttektin metur að hvaða leyti ríki þróa, laða að og halda í hæft fólk til að viðhalda þeim mannauði sem stuðlar að langtímaverðmætasköpun. Sviss er í fyrsta sæti listans, sjötta árið í röð, af 63. ríkjum. Svíþjóð, Noregur og Danmörk raða sér í annað, fjórða og fimmta sæti úttektarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni

Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. 

Innlent
Fréttamynd

Er heils dags leikskóli eina lausnin fyrir ársgömul börn?

„Allir eru farnir út að vinna, karlar og konur, frá eins árs eða yngri börnum og við erum komin í öngstræti að mínu mati. Erum við raunverulega að segja að eina tilboðið sem við viljum gera eins árs gömlum börnum sé heils dags leikskóli?“

Innlent
Fréttamynd

“Kakókot” í Grunnskólanum á Hellu

Sá skemmtilegur siður hefur skapast í Grunnskólanum á Hellu að öllum nemendum er boðið í “Kakókot” á aðventunni þar sem krakkarnir fá heitt kakó og piparkökur. Þau launa svo boðið með fallegum jólasöng.

Innlent
Fréttamynd

Fóru hörðum orðum um MR

Fjallað var um stöðu íslenskra framhaldsskóla í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en þar lýstu Verzlingar ætluðum yfirburðum síns skóla samanborið við Menntaskólann í Reykjavík. Sögulega séð hafa þessir tveir skólar í vissum skilningi notið stöðu turnanna tveggja í íslenskum framhaldsskólum, en á síðari árum hefur Verzló reynst margfalt eftirsóttari.

Lífið
Fréttamynd

Leik­skóla­málin á Al­þingi

Á dögunum óskaði ég eftir sérstakri umræðu við mennta- og barnamálaráðherra um stöðu leikskólamála á Íslandi. Áhersla umræðunnar var á misjafna stöðu barna þegar kemur að menntun á fyrsta skólastiginu eftir sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Vill ekki að kirkju­heim­sóknir leggist af

Þingkona Sjálfstæðisflokksins segir kirkjuna ekki senda góð skilaboð nú í aðdraganda jólanna, en sumir söfnuðir á höfuðborgarsvæðinu hafa skrúfað fyrir heimsóknir barna á skólatíma þessa aðventuna. 

Innlent
Fréttamynd

Um þrjú hundruð flugmenn vantar á næstunni

Um þrjú hundruð flugmenn mun vanta til starfa á Íslandi á næstu tveimur til þremur árum, og því er mikill áhugi á að læra flug hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir.

Innlent