Dauðarefsing við samkynhneigð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2023 07:31 Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum. Skilaboð forseta þingsins í Úganda voru þau að með þessu væri þjóðin að verja menningu sína og gildi. Einn helstu stuðningsmanna málsins í þinginu sagði það vera táknrænan sigur yfir Bandaríkjunum og Evrópu. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu byggir á mannréttindamiðaðri nálgun. Ísland starfrækir sendiráð í Úganda þar sem við höfum átt þróunarsamvinnu frá árinu 2000. Þessi nálgun byggir á þeirri forsendu að mannréttindabrot séu ein orsaka annarra vandamála í þróunarríkjum, s.s. misskiptingar, fátæktar eða spillingar, en ekki afleiðing. Mannréttindi eru þannig grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr vanda þróunarríkja til frambúðar. Raunveruleg staða mannréttinda í Úganda er mjög bágborin og fer síst batnandi. Hinsegin fólk í Úganda óttast nú um líf sitt sem aldrei fyrr. Nýja löggjöfin er enda uppskrift að enn frekari og kerfisbundnum brotum í garð þess. Þá er raunveruleg hætta á útbreiðsluáhrifum til annarra ríkja í Afríku sem muni líta til fordæmis þessarar lagasetningar. Þessar vendingar hafa verið og verða áfram til umfjöllunar hjá okkur sem sitjum í utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra hefur málið í skoðun. Mér þykir það borðliggjandi að við þurfum að ígrunda næstu skref í samstarfi okkar við Úganda vel. Og auðvitað þurfum við að hafa samráð við vinaþjóðir okkar sem líka starfa í landinu. Ef staða mannréttinda heldur áfram að versna þrátt fyrir áratuga samvinnu Úganda við okkur og líkt þenkjandi ríki, er e.t.v. kominn tími til að beina kröftunum þangað sem er jarðvegur fyrir raunverulegar breytingar og framþróun. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Úganda Hinsegin Mannréttindi Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum. Skilaboð forseta þingsins í Úganda voru þau að með þessu væri þjóðin að verja menningu sína og gildi. Einn helstu stuðningsmanna málsins í þinginu sagði það vera táknrænan sigur yfir Bandaríkjunum og Evrópu. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu byggir á mannréttindamiðaðri nálgun. Ísland starfrækir sendiráð í Úganda þar sem við höfum átt þróunarsamvinnu frá árinu 2000. Þessi nálgun byggir á þeirri forsendu að mannréttindabrot séu ein orsaka annarra vandamála í þróunarríkjum, s.s. misskiptingar, fátæktar eða spillingar, en ekki afleiðing. Mannréttindi eru þannig grundvallarforsenda þess að hægt sé að leysa úr vanda þróunarríkja til frambúðar. Raunveruleg staða mannréttinda í Úganda er mjög bágborin og fer síst batnandi. Hinsegin fólk í Úganda óttast nú um líf sitt sem aldrei fyrr. Nýja löggjöfin er enda uppskrift að enn frekari og kerfisbundnum brotum í garð þess. Þá er raunveruleg hætta á útbreiðsluáhrifum til annarra ríkja í Afríku sem muni líta til fordæmis þessarar lagasetningar. Þessar vendingar hafa verið og verða áfram til umfjöllunar hjá okkur sem sitjum í utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra hefur málið í skoðun. Mér þykir það borðliggjandi að við þurfum að ígrunda næstu skref í samstarfi okkar við Úganda vel. Og auðvitað þurfum við að hafa samráð við vinaþjóðir okkar sem líka starfa í landinu. Ef staða mannréttinda heldur áfram að versna þrátt fyrir áratuga samvinnu Úganda við okkur og líkt þenkjandi ríki, er e.t.v. kominn tími til að beina kröftunum þangað sem er jarðvegur fyrir raunverulegar breytingar og framþróun. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun