Grindavík

Fréttamynd

„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“

Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Gos hafið í Geldingadal

Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Suður­standar­vegur lokaður fram yfir helgi

Ástand Suðurstrandarvegar við Festarfjall er svipað og var í gær en hefur heldur þróast til verri vegar. Í ljósi jarðskjálftavirkninnar og spár um rigningu á svæðinu næsta daga hefur verið tekin sú ákvörðun að halda veginum lokuðum að minnsta kosti fram yfir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir

Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið.

Innlent
Fréttamynd

„Það venst ekkert að upp­lifa þessa stóru skjálfta“

Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að opna gamla Suður­strandar­veg að fullu vegna grjót­hruns­hættu

Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg

Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs.

Innlent
Fréttamynd

Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Íbúafundur í Grindavík túlkaður á pólsku

Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla er lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og verður túlkaður á pólsku. Hægt er að horfa á fundinn á Youtube síðu Grindavíkurbæjar og á Vísi í spilaranum hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Svona hljómaði stóri skjálftinn í Grindavík í nótt

Stór jarðskjálfti reið yfir við Fagradalsfjall um klukkan tvö í nótt. Skjálftinn mældist 5 að stærð, sá stærsti í nokkra daga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, einkum í Grindavík, og varði í nokkrar sekúndur, ef marka má meðfylgjandi hljóðupptöku af skjálftanum.

Innlent
Fréttamynd

Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð

Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil.

Innlent
Fréttamynd

Hefði ekki átt að vera rafmagnslaust svona lengi

Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti. Töluvert langan tíma tók að finna bilunina sem olli rafmagnsleysinu. Rafmagnslaust var í um átta til tíu klukkustundir í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þór sendur til Grindavíkur með varaafl

Varðskipið Þór er nú á leið til Grindavíkur þar sem það verður til taks ef framleiða þarf varaafl fyrir hluta bæjarins. Rafmagnslaust hefur verið í helmingi bæjarins frá því klukkan 13:40 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Komu upp varaafli fyrir fjarskipti í Grindavík

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur unnið með fleiri aðilum að því að koma varaafli á mikilvæga staði í bænum, þar á meðal fjarskiptainnviði, eftir að rafmagn fór af bænum um miðjan daginn.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagn komið á helming Grindavíkur

Búið er að koma rafmagni á helming Grindavíkur og unnið er að því að koma því á í bænum öllum. Rafmagn fór af klukkan 13:40 og því hefur verið rafmagnslaust í helmingi bæjarins í um sex klukkustundir.

Innlent