Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 21:17 Ármann Höskuldsson er eldfjallafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Sjá meira
Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent