Grindavík Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. Innlent 23.6.2021 22:26 Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. Innlent 22.6.2021 17:23 Vara fólk við „lífshættulegum fíflaskap“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu með yfirskriftinni „Lífshættulegur fíflaskapur – ekki hetjuskapur,“ þar sem því er beint til fólks sem leggur leið sína upp að gosstöðvunum í Geldingadölum að ganga ekki á nýstorknuðu hrauninu sem þar er að finna. Innlent 22.6.2021 15:03 Varnarvirki í bígerð til að verja Grindavíkurbæ Unnið er að hönnun varnarvirkja ef ske kynni að hraun úr Geldingadölum færi í átt að Grindavíkurbæ eða Reykjanesbraut. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir missi af Suðurstrandarvegi en að það hefði orðið of kostnaðarsamt að verja hann. Innlent 19.6.2021 19:16 Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. Innlent 18.6.2021 18:31 Næsti Balti er rauðhærður Grindvíkingur Óskar Kristinn Vignisson kvikmyndaleikstjóri er að ljúka námi við Danske Film School og gerir það með glans. Útskrifarmynd hans fer beint á kvikmyndahátíðina í Cannes – sem er fáheyrt. Bíó og sjónvarp 17.6.2021 07:01 Fjögurra metra hár leiðigarður settur upp syðst í Geldingadölum Almannavarnir, Grindavíkurbær og aðgerðastjórn vegna eldgossins í Geldingadölum hafa ákveðið að ráðast í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum og varnargarðs til að minnka líkur á að hraun renni niður í Nátthagakrika. Innlent 14.6.2021 16:37 Hafa gengið að rótum gígsins og flúið undan flæðandi hrauni Lögreglu- og björgunarsveitarmenn í Grindavík hafa í dag hafa þurft að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum sem hafa gengið út á nýstorknað hraunið, milli útsýnisstaða, og að rótum sjálfs stóra gígsins í Fagradalsfjalli. Innlent 11.6.2021 14:00 Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. Innlent 5.6.2021 20:00 Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. Innlent 5.6.2021 13:48 Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Innlent 4.6.2021 11:12 Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. Innlent 31.5.2021 11:49 Grindavík og ÍBV með sigra í Lengjudeildinni Tveir leikir fóru fram í Lengjudeildinni í dag. Grindavík heimsótti Vestra og vann góðan 3-2 sigur og ÍBV tók á móti Víking Ó. þar sem niðurstaðan varð 2-0 sigur heimamanna. Íslenski boltinn 30.5.2021 19:13 Allt sem gat farið úrskeiðis í kvöld fór úrskeiðis Tímabilinu er lokið hjá Grindavík eftir að hafa látið Stjörnuna valta yfir sig í oddaleik. Leikurinn endaði með 32 stiga sigri Stjörnunnar 104-72. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með sína menn í kvöld Sport 28.5.2021 20:25 Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. Innlent 27.5.2021 23:13 Grindvíkingar alsælir með nýjan eldgosabúning Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. Fótbolti 27.5.2021 21:13 Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. Innlent 26.5.2021 20:10 Engin sekt eða bann vegna hnefahögganna í Grindavík „Þó að við beitum ekki sektum eða heimaleikjabanni þá lítum við þetta að sjálfsögðu alvarlegum augum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, um áflogin í Grindavík í gærkvöld. Körfubolti 26.5.2021 13:49 „Við höfum smá tíma“ Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst. Innlent 26.5.2021 10:00 Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. Innlent 25.5.2021 22:44 Njarðvík og Grindavík í úrslit Njarðvík og Grindavík tryggðu sér sæti í úrslitaleik 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigurvegari úrslitaleikurinn tryggir sér sæti í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð. Körfubolti 25.5.2021 21:31 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. Innlent 24.5.2021 19:18 Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. Innlent 23.5.2021 17:17 Svona rann hraun niður í Nátthaga Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. Innlent 22.5.2021 14:19 Hraun flæðir niður í Nátthaga „Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá. Innlent 22.5.2021 13:08 Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. Innlent 22.5.2021 10:37 Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. Innlent 21.5.2021 18:01 Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. Innlent 20.5.2021 22:31 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. Innlent 20.5.2021 13:25 Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. Innlent 19.5.2021 22:44 « ‹ 57 58 59 60 61 62 63 64 65 … 73 ›
Bjarga verðmætum áður en hraunið tekur bæinn Landeigendur Ísólfsskála keppast nú við að bjarga lausamunum og öðrum verðmætum áður en hraun flæðir yfir jörðina. Á sama tíma er verið að stika nýja gönguleið á stað þaðan sem sést yfir eldgíginn og áformað að opna nýtt bílastæði. Innlent 23.6.2021 22:26
Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. Innlent 22.6.2021 17:23
Vara fólk við „lífshættulegum fíflaskap“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu með yfirskriftinni „Lífshættulegur fíflaskapur – ekki hetjuskapur,“ þar sem því er beint til fólks sem leggur leið sína upp að gosstöðvunum í Geldingadölum að ganga ekki á nýstorknuðu hrauninu sem þar er að finna. Innlent 22.6.2021 15:03
Varnarvirki í bígerð til að verja Grindavíkurbæ Unnið er að hönnun varnarvirkja ef ske kynni að hraun úr Geldingadölum færi í átt að Grindavíkurbæ eða Reykjanesbraut. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir missi af Suðurstrandarvegi en að það hefði orðið of kostnaðarsamt að verja hann. Innlent 19.6.2021 19:16
Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. Innlent 18.6.2021 18:31
Næsti Balti er rauðhærður Grindvíkingur Óskar Kristinn Vignisson kvikmyndaleikstjóri er að ljúka námi við Danske Film School og gerir það með glans. Útskrifarmynd hans fer beint á kvikmyndahátíðina í Cannes – sem er fáheyrt. Bíó og sjónvarp 17.6.2021 07:01
Fjögurra metra hár leiðigarður settur upp syðst í Geldingadölum Almannavarnir, Grindavíkurbær og aðgerðastjórn vegna eldgossins í Geldingadölum hafa ákveðið að ráðast í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum og varnargarðs til að minnka líkur á að hraun renni niður í Nátthagakrika. Innlent 14.6.2021 16:37
Hafa gengið að rótum gígsins og flúið undan flæðandi hrauni Lögreglu- og björgunarsveitarmenn í Grindavík hafa í dag hafa þurft að hafa afskipti af nokkrum einstaklingum sem hafa gengið út á nýstorknað hraunið, milli útsýnisstaða, og að rótum sjálfs stóra gígsins í Fagradalsfjalli. Innlent 11.6.2021 14:00
Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. Innlent 5.6.2021 20:00
Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. Innlent 5.6.2021 13:48
Hraun komið yfir gönguleiðina upp á útsýnishólinn Hraun er komið yfir gönguleiðina upp á hól sem nýst hefur sem útsýnisstaður við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Innlent 4.6.2021 11:12
Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. Innlent 31.5.2021 11:49
Grindavík og ÍBV með sigra í Lengjudeildinni Tveir leikir fóru fram í Lengjudeildinni í dag. Grindavík heimsótti Vestra og vann góðan 3-2 sigur og ÍBV tók á móti Víking Ó. þar sem niðurstaðan varð 2-0 sigur heimamanna. Íslenski boltinn 30.5.2021 19:13
Allt sem gat farið úrskeiðis í kvöld fór úrskeiðis Tímabilinu er lokið hjá Grindavík eftir að hafa látið Stjörnuna valta yfir sig í oddaleik. Leikurinn endaði með 32 stiga sigri Stjörnunnar 104-72. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með sína menn í kvöld Sport 28.5.2021 20:25
Myndi vilja leggja sig hjá kúnum í Nátthaga og láta hrauna yfir sig Guðbergur Bergsson rithöfundur heimsótti æskuslóðir sínar á Ísólfsskála í dag þar sem fornleifafræðingar frá Minjastofnun vinna í kappi við hraunrennslið að kanna fornminjar. Sjálfur skoðaði Guðbergur nýja hraunið í Nátthaga þar sem hann var kúasmali á yngri árum. Innlent 27.5.2021 23:13
Grindvíkingar alsælir með nýjan eldgosabúning Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. Fótbolti 27.5.2021 21:13
Kannski ætti fólkið líka að hafa tilverurétt, ekki bara náttúran Formaður Landeigendafélags Ísólfsskála óttast að umræða um náttúrurask verði til þess að yfirvöld heykist á því að verja jörðina með varnargörðum og segir mannfólkið einnig hafa tilverurétt. Innlent 26.5.2021 20:10
Engin sekt eða bann vegna hnefahögganna í Grindavík „Þó að við beitum ekki sektum eða heimaleikjabanni þá lítum við þetta að sjálfsögðu alvarlegum augum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, um áflogin í Grindavík í gærkvöld. Körfubolti 26.5.2021 13:49
„Við höfum smá tíma“ Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst. Innlent 26.5.2021 10:00
Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. Innlent 25.5.2021 22:44
Njarðvík og Grindavík í úrslit Njarðvík og Grindavík tryggðu sér sæti í úrslitaleik 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigurvegari úrslitaleikurinn tryggir sér sæti í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð. Körfubolti 25.5.2021 21:31
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. Innlent 24.5.2021 19:18
Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. Innlent 23.5.2021 17:17
Svona rann hraun niður í Nátthaga Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. Innlent 22.5.2021 14:19
Hraun flæðir niður í Nátthaga „Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá. Innlent 22.5.2021 13:08
Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. Innlent 22.5.2021 10:37
Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. Innlent 21.5.2021 18:01
Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. Innlent 20.5.2021 22:31
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. Innlent 20.5.2021 13:25
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. Innlent 19.5.2021 22:44