Mesti mosabruni frá upphafi skráninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2023 07:15 Mikill mosi hefur brunnið síðan eldgos hófst á Reykjanesi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum gróðurelda, sem geisað hafa á Reykjanesi frá upphafi eldgoss þar fyrir rúmri viku síðan. Fram kemur í grein sem birtist á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í gær að um mesta mosabruna sé að ræða frá því að skráningar á gróðureldum hófust hér á landi. Þar segir að 11. júlí hafi loftmyndir sýnt að fimmtán hektarar af gróðri hefðu brunnið en tveimur dögum síðar hafi 95 hektarar til viðbótar verið brunnir og mikið svæði hafi bæst í síðan þá. „Mikilvægt er út frá umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum að hamla útbreiðslu gróðureldana. Þegar moslendi brennur verða mun meiri skemmdir á gróðrinum en þegar til dæmis graslendi eða mýrlendi brennur og lífríkið í heild verður fyrir skaða við gróðurelda, sem sagt smádýr og fuglar. Eftir mosabruna er landið albrunnið, það er gróðurþekjan hverfur alveg og jarðvegurinn verður óvarinn,“ segir í greininni. Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í nótt að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Nú koma um 12,7 rúmmetrar á sekúndu af kviku upp úr gígnum. „Það er næstum því engin breyting, kannski örlítið minna [af kviku að koma upp],“ segir Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur. „Þetta er enn bara að renna í suðurátt. Rennur stutta leið og fer svo undir hraunbreiðuna og rennur þar í einhverjum rásum og kemur upp hér og þar. Þetta er allt að renna í suðurátt í átt að Merardölum. “ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Gróðureldar á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. 17. júlí 2023 21:24 Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 17. júlí 2023 13:11 Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þar segir að 11. júlí hafi loftmyndir sýnt að fimmtán hektarar af gróðri hefðu brunnið en tveimur dögum síðar hafi 95 hektarar til viðbótar verið brunnir og mikið svæði hafi bæst í síðan þá. „Mikilvægt er út frá umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum að hamla útbreiðslu gróðureldana. Þegar moslendi brennur verða mun meiri skemmdir á gróðrinum en þegar til dæmis graslendi eða mýrlendi brennur og lífríkið í heild verður fyrir skaða við gróðurelda, sem sagt smádýr og fuglar. Eftir mosabruna er landið albrunnið, það er gróðurþekjan hverfur alveg og jarðvegurinn verður óvarinn,“ segir í greininni. Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í nótt að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Nú koma um 12,7 rúmmetrar á sekúndu af kviku upp úr gígnum. „Það er næstum því engin breyting, kannski örlítið minna [af kviku að koma upp],“ segir Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur. „Þetta er enn bara að renna í suðurátt. Rennur stutta leið og fer svo undir hraunbreiðuna og rennur þar í einhverjum rásum og kemur upp hér og þar. Þetta er allt að renna í suðurátt í átt að Merardölum. “
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Gróðureldar á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. 17. júlí 2023 21:24 Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 17. júlí 2023 13:11 Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. 17. júlí 2023 21:24
Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 17. júlí 2023 13:11
Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59