Mesti mosabruni frá upphafi skráninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2023 07:15 Mikill mosi hefur brunnið síðan eldgos hófst á Reykjanesi í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum gróðurelda, sem geisað hafa á Reykjanesi frá upphafi eldgoss þar fyrir rúmri viku síðan. Fram kemur í grein sem birtist á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands í gær að um mesta mosabruna sé að ræða frá því að skráningar á gróðureldum hófust hér á landi. Þar segir að 11. júlí hafi loftmyndir sýnt að fimmtán hektarar af gróðri hefðu brunnið en tveimur dögum síðar hafi 95 hektarar til viðbótar verið brunnir og mikið svæði hafi bæst í síðan þá. „Mikilvægt er út frá umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum að hamla útbreiðslu gróðureldana. Þegar moslendi brennur verða mun meiri skemmdir á gróðrinum en þegar til dæmis graslendi eða mýrlendi brennur og lífríkið í heild verður fyrir skaða við gróðurelda, sem sagt smádýr og fuglar. Eftir mosabruna er landið albrunnið, það er gróðurþekjan hverfur alveg og jarðvegurinn verður óvarinn,“ segir í greininni. Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í nótt að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Nú koma um 12,7 rúmmetrar á sekúndu af kviku upp úr gígnum. „Það er næstum því engin breyting, kannski örlítið minna [af kviku að koma upp],“ segir Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur. „Þetta er enn bara að renna í suðurátt. Rennur stutta leið og fer svo undir hraunbreiðuna og rennur þar í einhverjum rásum og kemur upp hér og þar. Þetta er allt að renna í suðurátt í átt að Merardölum. “ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Gróðureldar á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. 17. júlí 2023 21:24 Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 17. júlí 2023 13:11 Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þar segir að 11. júlí hafi loftmyndir sýnt að fimmtán hektarar af gróðri hefðu brunnið en tveimur dögum síðar hafi 95 hektarar til viðbótar verið brunnir og mikið svæði hafi bæst í síðan þá. „Mikilvægt er út frá umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum að hamla útbreiðslu gróðureldana. Þegar moslendi brennur verða mun meiri skemmdir á gróðrinum en þegar til dæmis graslendi eða mýrlendi brennur og lífríkið í heild verður fyrir skaða við gróðurelda, sem sagt smádýr og fuglar. Eftir mosabruna er landið albrunnið, það er gróðurþekjan hverfur alveg og jarðvegurinn verður óvarinn,“ segir í greininni. Litlar breytingar hafa orðið á gosinu í nótt að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Nú koma um 12,7 rúmmetrar á sekúndu af kviku upp úr gígnum. „Það er næstum því engin breyting, kannski örlítið minna [af kviku að koma upp],“ segir Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur. „Þetta er enn bara að renna í suðurátt. Rennur stutta leið og fer svo undir hraunbreiðuna og rennur þar í einhverjum rásum og kemur upp hér og þar. Þetta er allt að renna í suðurátt í átt að Merardölum. “
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Gróðureldar Gróðureldar á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. 17. júlí 2023 21:24 Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 17. júlí 2023 13:11 Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað Lögregla segir að vel hafi gengið eftir að gosstöðvar voru opnaðar á ný á Reykjanesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var aflétt eftir hádegi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ótrúlegt drónamyndband frá Birni Steinbekk sýnir að enn er töluverður kraftur í gosinu. 17. júlí 2023 21:24
Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 17. júlí 2023 13:11
Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59